Lífið

Svona fer flotmeðferð fram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Slökun er útgangspunktur í flotmeðferð.
Slökun er útgangspunktur í flotmeðferð.

Í síðasta þætti af Spegilmyndinni með Marínu Möndu var fylgst með því hvernig heilandi flotmeðferð og ræddi hún við grasalækni um jurtir sem aðstoðar við að losa fólk við bólgur, dempa kvíða og hjálpa til með svefninn.

Einnig kíktu hún við í Reykjavík rituals studio og skoðaði náttúrulegar húðvörur og Self mastery námskeið. Marín ræddi við formann Hampfélagsins um CBD hampvörur sem gjörbreytt hafa lífi margra.

Heilandi flotmeðferðir njóta vinsælda hér á landi. Unnur Valdís Kristjánsdóttir er hönnuður Flothettunnar sem er höfuðfat sem notað er til að halda manni á floti og upplifa algjöra slökun í þyngdarleysi vatnsins.

„Flotmeðferð, þá er verið að taka flotið svolítið lengra. Það er að sjálfsögðu flotslökun í vatni í þyngdarleysi en inn í það blandast líkamsmiðaðri meðhöndlun og nudd vatninu meðan maður flýtur. Svo í meðferðinni er líka ákveðin hluti að fljóta með sjálfum sér sem er mikilvægt, að detta inn í sína eigin kyrrð,“ segir Unnur.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Svona fer flotmeðferð fram





Fleiri fréttir

Sjá meira


×