Þetta kemur framm í tilkynningu frá Bláa lóninu. Þar segir að 2.100 umsóknir hafi borist um hundrað störf sem voru auglýst í upphafi árs. Ráðningin er á lokametrunum og framundan þjálfun hjá þeim mikla fjölda sem hefur störf hjá lóninu í sumar.
„Það er auðvitað einstaklega ánægjulegt að sjá þennan mikla áhuga á fyrirtækinu og gaman að sjá svo stóran hóp mjög frambærilegra umsækjenda,“ segir Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, öryggis og heilsu í tilkynningunni.