Stoðir kaupa ráðandi hlut í Arctic Adventures
![Arctic Adventures er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og skipuleggur, selur og sér um framkvæmd ferða og afþreyingarupplifana um allt land. Félagið velti um 6 milljörðum króna áður en heimsfaraldurinn hófst.](https://www.visir.is/i/1AFE9ECA5AE4C5FA566CD3BE0B1A2273425E7F64D193DD40EF0563FD8FE61D45_713x0.jpg)
Stoðir leiða hóp innlendra fjárfesta sem hafa gengið frá kaupum á samtals nærri helmingshlut í Arctic Adventures. Viðskiptin voru gerð eftir að fyrrverandi forstjóri félagsins nýtti sér forkaupsrétt og seldi áfram hlutina í Arctic Adventures til fjárfestingafélagsins sem er nú orðið stór eigandi í þremur ferðaþjónustufyrirtækjum.