Gunnar: Ákveðinn léttir að klára þetta verkefni Andri Már Eggertsson skrifar 30. apríl 2023 17:50 Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Ísland vann sannfærandi sjö marka sigur á Eistlandi 30-27. Þetta var síðasti leikurinn í undankeppni EM 2024. Þetta var síðasti leikur Gunnars Magnússonar í þjálfarateymi Íslands og Gunnar var spenntur fyrir framhaldinu. „Þetta var frábært. Það var léttir hvernig við mættum í leikinn og vorum klárir frá fyrstu mínútu og tókum frumkvæði strax og vorum með góð tök á þessu allan tímann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og var sjö mörkum yfir í hálfleik. Gunnar var afar ánægður með varnarleik Íslands. „Vörnin var frábær allan leikinn að mínu mati og við vildum refsa þeim og keyra upp hraðann til að þreyta þá sem við gerðum. Okkur tókst nokkurn veginn að klára leikinn í fyrri hálfleik.“ Ísland hélt sínu striki í seinni hálfleik og Gunnar var ánægður með leikinn í heild sinni. „Við byrjuðum seinni hálfleik af krafti og þá var þetta komið. Það hefði verið gaman að spila betur síðustu tuttugu mínúturnar en það var svo sem ekkert skrítið að við slökuðum á.“ Þetta var síðasti leikur Gunnars í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Gunnar verður áfram íþróttastjóri HSÍ og var nokkuð brattur með breytinguna. „Það er auðvitað skrítið en það var ákveðinn léttir að klára þetta. Ég er íþróttastjóri HSÍ þannig ég fer ekki langt. Það var gaman að vinna riðilinn sem skipti miklu máli.“ Gunnar Magnússon er einnig þjálfari Aftureldingar í Olís-deildinni. Næst á dagskrá hjá Gunnari er undanúrslit gegn Haukum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. „Ég er með frábæran aðstoðarmann í Stefáni Árnasyni sem er með þetta allt á hreinu. Ég fæ nokkra tíma í pásu og síðan er æfing 10:30 í Mosfellsbænum og það er bara áfram gakk. Liðið er í góðum höndum og við erum vanir því að ég fari í burtu svo það var ekkert vandamál,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Klippa: Gunnar Magnússon eftir sigur Íslands Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sjá meira
„Þetta var frábært. Það var léttir hvernig við mættum í leikinn og vorum klárir frá fyrstu mínútu og tókum frumkvæði strax og vorum með góð tök á þessu allan tímann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og var sjö mörkum yfir í hálfleik. Gunnar var afar ánægður með varnarleik Íslands. „Vörnin var frábær allan leikinn að mínu mati og við vildum refsa þeim og keyra upp hraðann til að þreyta þá sem við gerðum. Okkur tókst nokkurn veginn að klára leikinn í fyrri hálfleik.“ Ísland hélt sínu striki í seinni hálfleik og Gunnar var ánægður með leikinn í heild sinni. „Við byrjuðum seinni hálfleik af krafti og þá var þetta komið. Það hefði verið gaman að spila betur síðustu tuttugu mínúturnar en það var svo sem ekkert skrítið að við slökuðum á.“ Þetta var síðasti leikur Gunnars í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Gunnar verður áfram íþróttastjóri HSÍ og var nokkuð brattur með breytinguna. „Það er auðvitað skrítið en það var ákveðinn léttir að klára þetta. Ég er íþróttastjóri HSÍ þannig ég fer ekki langt. Það var gaman að vinna riðilinn sem skipti miklu máli.“ Gunnar Magnússon er einnig þjálfari Aftureldingar í Olís-deildinni. Næst á dagskrá hjá Gunnari er undanúrslit gegn Haukum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. „Ég er með frábæran aðstoðarmann í Stefáni Árnasyni sem er með þetta allt á hreinu. Ég fæ nokkra tíma í pásu og síðan er æfing 10:30 í Mosfellsbænum og það er bara áfram gakk. Liðið er í góðum höndum og við erum vanir því að ég fari í burtu svo það var ekkert vandamál,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Klippa: Gunnar Magnússon eftir sigur Íslands
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sjá meira