- Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.
Ef þér finnst eitthvað halla á líkama þinn, til dæmis veikindi eða þvíumlíkt, þreyta eða heilaþoka, þá finnur þú lausnir við því. Það koma auðveldlega upp í hendurnar á þér óútskýranlegar tilviljanir til þess að hjálpa þér þegar þú þarft mest á því að halda.
Það er lausn við svo mörgu að birtast þér og þú munt finna að þú átt auðveldara með að efla bæði ástina og líka að bjóða henni inn í líf þitt ef þú ert tilbúin. Það eru sérstakar tölur sem tengja við þig í þessum mánuði, það eru tölurnar 1 og 3 = 4. Þessar tölur eru svo merkilegar og þær segja þér að þegar þú fæðist þá ertu með sérstakan DNA kóða sem tengist bæði stjörnunum og tölunum. Þessar tölur þýða leiðtogahæfni, svo gerðu meira en þú heldur að þú getir. Þær sýna líka skemmtanir og að leyfa sér að fagna lífinu og að njóta lífsins lystisemda. Útkoman er sú að þú hefur bæði dugnað og þrjósku til að fara áfram þann veg sem þú ákveður.
Núna er það mikilvægasta sem þú gerir að taka ákvörðun, já eða nei, um þau málefni sem þú ert ekki viss um hvernig þú ætlar að tækla, hvort sem það er tengt tilfinningum, verkefnum, fjölskyldu eða vinum. Það þýðir ekki að fara einhvern milliveg, heldur halda fast í sína ákvörðun og skoðanir.
Knús og kossar, Sigga Kling

- Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember
- Finn Wolfhard, leikari, 23. desember
- Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember
- Nicolas Cage, leikari, 7. janúar
- Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar
- Diane Keaton, leikkona, 5. janúar
- Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar
- Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, 12. janúar
- Davíð Oddsson, ritstjóri, 17. janúar
- Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar