Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Breiðablik 0-2 | Stefán Ingi áfram heitur þegar Blikar unnu í Garðabæ Kári Mímisson skrifar 4. maí 2023 21:13 Breiðablik getur unnið annan leikinn í röð. vísir/Hulda margrét Breiðablik lagði Stjörnuna í 0-2 stórleik 5. umferðar Bestu deildar karla. Leikið var á Samsungvellinum í Garðabæ í þessum leik sem stundum er kallaður baráttan um Arnarneshæðina. Leikurinn fór vel af stað og þurftu áhorfendur ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins þegar Gísli Eyjólfsson skoraði eftir frábæran undirbúning frá Patrik Johannesen. Patrik átti þá góðan sprett upp að endamörkum og gaf svo boltann út í teiginn þar sem Höskuldur Gunnlaugsson lét hann fara á Gísla sem lagði hann fyrir sig og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Það leið ekki á löngu þar til gestirnir voru búnir að tvöfalda forystu sína. Viktor Örn náði þá að þræða boltann á Jason Daða Svanþórsson sem náði góðri fyrirgjöf sem endaði beint á kollinum á Stefáni Inga Sigurðarsyni sem gerir allt rétt og skallaði boltann fram hjá Árna Snæ í markinu. 2-0 eftir aðeins ellefu mínútna leik. Varnarleikur Stjörnunnar alls ekki til fyrirmyndar í báðum mörkunum og það er eins og að varnarmenn heimaliðsins hafi ekki alveg verið mættir til leiks þessar fyrstu mínútur leiksins. Stjarnan virtist þó vakna eitthvað við þetta og við tók afar góður kafli þar sem ungu sóknarmenn Stjörnunnar náðu að hrella varnarmenn Breiðabliks trekk í trekk. Anton Ari þurfti að hafa sig allan við að verja í þrígang frá þeim í fyrri hálfleik og inn fór boltinn ekki. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir gestina úr Kópavogi. Seinni hálfleikur var afar lokaður og fátt um opin marktækifæri til að byrja með. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór Stjarnan að færa sig framar á völlinn og við það opnaðist vörnin nokkrum sinnum en þeir Klæmint Olsen og Jason Daði Svanþórsson náðu ekki að nýta sín færi í seinni hálfleiknum. Lokatölur hér í Garðabænum 2-0 fyrir Breiðablik sem virðast vera komnir á sigurbrautina eftir brösuga byrjun á tímabilinu. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik vann leikinn á fyrstu 15 mínútum leiksins þegar vörn Stjörnunnar var alveg sofandi, Blikar gengu á lagið og nýttu sín færi. Anton Ari í marki Breiðabliks sá svo við öllu því sem Stjarnan hafði upp á að bjóða. Hverjir voru bestir? Anton Ari verður bara að fá þetta. Hann varði tvisvar stórkostlega frá leikmönnum Stjörnunnar og greip svo vel inn í þegar á þurfti. Hvað gekk illa? Varnarleikur Stjörnunnar var afleitur í upphafi leiks og það var hreinlega eins og liðið væri ekkert að spá í því að þeir væru að leika við Íslandsmeistarana hér í kvöld. Hvað gerist næst? Stjarnan fer í Úlfarsárdalinn og mætir Fram í næstu umferð. Breiðablik fer í Árbæinn eins og í síðustu viku en í þetta sinn til að leika útileik við Fylki. Leikur Stjörnunnar og Fram hefst klukkan 19:15 og Breiðabliks og Fylkis klukkutíma síðar. Óskar Hrafn: Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út Óskar Hrafn sagði að útlitið með Patrik Johannessen væri ekki sérstaklega gott.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst við geta skorað fleiri mörk og mér fannst Stjörnumenn fá full mikinn tíma á boltanum þó svo að þeir sköpuðu sér ekki mikið. Ég er ánægður með hvað menn lögðu mikið í þennan leik. Margar sóknir hjá okkur voru fínar og við vorum við vorum sterkir í skyndisóknum. Mér þótti vanta meiri einbeitingu á síðasta þriðjungi,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 sigur hans manna gegn Stjörnunni í kvöld. „Við vitum það að Stjarnan er með frábært lið og mér finnst að staða þeirra í deildinni engan veginn endurspegla styrkleika liðsins. Það er erfitt verkefni að koma hingað og spila. Frammistöðulega séð finnst mér við eiga smá inni en þetta snýst víst allt um sigra og stig þannig að við erum sáttir,“ bætti Óskar Hrafn við. Patrik Johannesen þurfti að fara meiddur af velli eftir að hafa reynt að tækla Eggert Aron. Patrik virtist hafa fengið högg á hnéð við þetta samstuð. Veistu hver staðan á honum er? „Hann meiddist á hné og ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Við bíðum og vonum en þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Þeir meta það þannig að hann hafi brotið á Eggerti og þá er það bara þannig og ef það er gult spjald þá er það gult spjald, ég get ekkert haft skoðun á því. Það sem er alvarlegra er að hann meiðist, virðist fá slink á hnéð og það er slæmt ef hann verður lengi frá en ég ætla ekki að vera með neina dómsdagsspá.“ Þó svo að Stjarnan hafi byrjað leikinn illa unnu þeir sig vel inn í hann og náðu að stýra honum seinni hluta fyrri hálfleiks. Fór eitthvað um þig á þeim tímapunkti? „Það er alltaf óþægilegt þegar það kemur áhlaup og lið taka stjórn á leiknum eins og þeir gerðu. Þeir stjórnuðu seinni hluta fyrri hálfleiks og voru töluvert sterkari aðilinn. Manni líður þá ekkert brjálæðislega vel en við sigldum í gegnum þann kafla og vorum ágætlega sterkir varnarlega. Það er enginn að fara að hafa yfirhöndina á móti Stjörnunni hérna í 90 mínútur, það bara er ekki þannig.“ „Stjarnan er bara það öflugt lið og við vissum alltaf að á einhverjum tímapunkti þurftum við að hörfa, verjast, leggjast í jörðina, kasta okkur fyrir bolta og virkilega hafa fyrir þessu. Það var alveg viðbúið og menn voru tilbúnir í það. Við vorum mjög mjúkir varnarlega á köflum á móti Fram en vorum það ekki í dag og það er gott.“ Lið Breiðabliks náði að hafa hemil á Stjörnumanninum Ísaki Andra Sigurgeirssyni í kvöld sem hefur verið einn besti leikmaður tímabilsins hingað til. Hvernig fannst þér ganga að stöðva hann í dag? „Mér fannst það bara ganga vel. Við vorum með öflugan mann á honum í fyrri hálfleik í Andra Rafn og svo kemur Arnór Sveinn inn á. Þeir skila báðir frábæru hlutverki.“ „Ísak Andri er einn besti leikmaðurinn í þessari deild. Hann er burðarásinn í sóknarleik Stjörnunnar og ef þú ætlar að hafa hemil á Stjörnunni þá þarftu að stoppa hann. Hann á alltaf einn eða tvo spretti en um leið og þú getur minnkað áhrif hans í sóknarleik Stjörnunnar þá ertu aðeins búinn að draga tennurnar úr þeim þó svo að þeir séu auðvitað með fullt af öðrum vopnum.“ Íslenski boltinn Stjarnan Breiðablik
Breiðablik lagði Stjörnuna í 0-2 stórleik 5. umferðar Bestu deildar karla. Leikið var á Samsungvellinum í Garðabæ í þessum leik sem stundum er kallaður baráttan um Arnarneshæðina. Leikurinn fór vel af stað og þurftu áhorfendur ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins þegar Gísli Eyjólfsson skoraði eftir frábæran undirbúning frá Patrik Johannesen. Patrik átti þá góðan sprett upp að endamörkum og gaf svo boltann út í teiginn þar sem Höskuldur Gunnlaugsson lét hann fara á Gísla sem lagði hann fyrir sig og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Það leið ekki á löngu þar til gestirnir voru búnir að tvöfalda forystu sína. Viktor Örn náði þá að þræða boltann á Jason Daða Svanþórsson sem náði góðri fyrirgjöf sem endaði beint á kollinum á Stefáni Inga Sigurðarsyni sem gerir allt rétt og skallaði boltann fram hjá Árna Snæ í markinu. 2-0 eftir aðeins ellefu mínútna leik. Varnarleikur Stjörnunnar alls ekki til fyrirmyndar í báðum mörkunum og það er eins og að varnarmenn heimaliðsins hafi ekki alveg verið mættir til leiks þessar fyrstu mínútur leiksins. Stjarnan virtist þó vakna eitthvað við þetta og við tók afar góður kafli þar sem ungu sóknarmenn Stjörnunnar náðu að hrella varnarmenn Breiðabliks trekk í trekk. Anton Ari þurfti að hafa sig allan við að verja í þrígang frá þeim í fyrri hálfleik og inn fór boltinn ekki. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir gestina úr Kópavogi. Seinni hálfleikur var afar lokaður og fátt um opin marktækifæri til að byrja með. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór Stjarnan að færa sig framar á völlinn og við það opnaðist vörnin nokkrum sinnum en þeir Klæmint Olsen og Jason Daði Svanþórsson náðu ekki að nýta sín færi í seinni hálfleiknum. Lokatölur hér í Garðabænum 2-0 fyrir Breiðablik sem virðast vera komnir á sigurbrautina eftir brösuga byrjun á tímabilinu. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik vann leikinn á fyrstu 15 mínútum leiksins þegar vörn Stjörnunnar var alveg sofandi, Blikar gengu á lagið og nýttu sín færi. Anton Ari í marki Breiðabliks sá svo við öllu því sem Stjarnan hafði upp á að bjóða. Hverjir voru bestir? Anton Ari verður bara að fá þetta. Hann varði tvisvar stórkostlega frá leikmönnum Stjörnunnar og greip svo vel inn í þegar á þurfti. Hvað gekk illa? Varnarleikur Stjörnunnar var afleitur í upphafi leiks og það var hreinlega eins og liðið væri ekkert að spá í því að þeir væru að leika við Íslandsmeistarana hér í kvöld. Hvað gerist næst? Stjarnan fer í Úlfarsárdalinn og mætir Fram í næstu umferð. Breiðablik fer í Árbæinn eins og í síðustu viku en í þetta sinn til að leika útileik við Fylki. Leikur Stjörnunnar og Fram hefst klukkan 19:15 og Breiðabliks og Fylkis klukkutíma síðar. Óskar Hrafn: Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út Óskar Hrafn sagði að útlitið með Patrik Johannessen væri ekki sérstaklega gott.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst við geta skorað fleiri mörk og mér fannst Stjörnumenn fá full mikinn tíma á boltanum þó svo að þeir sköpuðu sér ekki mikið. Ég er ánægður með hvað menn lögðu mikið í þennan leik. Margar sóknir hjá okkur voru fínar og við vorum við vorum sterkir í skyndisóknum. Mér þótti vanta meiri einbeitingu á síðasta þriðjungi,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 sigur hans manna gegn Stjörnunni í kvöld. „Við vitum það að Stjarnan er með frábært lið og mér finnst að staða þeirra í deildinni engan veginn endurspegla styrkleika liðsins. Það er erfitt verkefni að koma hingað og spila. Frammistöðulega séð finnst mér við eiga smá inni en þetta snýst víst allt um sigra og stig þannig að við erum sáttir,“ bætti Óskar Hrafn við. Patrik Johannesen þurfti að fara meiddur af velli eftir að hafa reynt að tækla Eggert Aron. Patrik virtist hafa fengið högg á hnéð við þetta samstuð. Veistu hver staðan á honum er? „Hann meiddist á hné og ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Við bíðum og vonum en þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Þeir meta það þannig að hann hafi brotið á Eggerti og þá er það bara þannig og ef það er gult spjald þá er það gult spjald, ég get ekkert haft skoðun á því. Það sem er alvarlegra er að hann meiðist, virðist fá slink á hnéð og það er slæmt ef hann verður lengi frá en ég ætla ekki að vera með neina dómsdagsspá.“ Þó svo að Stjarnan hafi byrjað leikinn illa unnu þeir sig vel inn í hann og náðu að stýra honum seinni hluta fyrri hálfleiks. Fór eitthvað um þig á þeim tímapunkti? „Það er alltaf óþægilegt þegar það kemur áhlaup og lið taka stjórn á leiknum eins og þeir gerðu. Þeir stjórnuðu seinni hluta fyrri hálfleiks og voru töluvert sterkari aðilinn. Manni líður þá ekkert brjálæðislega vel en við sigldum í gegnum þann kafla og vorum ágætlega sterkir varnarlega. Það er enginn að fara að hafa yfirhöndina á móti Stjörnunni hérna í 90 mínútur, það bara er ekki þannig.“ „Stjarnan er bara það öflugt lið og við vissum alltaf að á einhverjum tímapunkti þurftum við að hörfa, verjast, leggjast í jörðina, kasta okkur fyrir bolta og virkilega hafa fyrir þessu. Það var alveg viðbúið og menn voru tilbúnir í það. Við vorum mjög mjúkir varnarlega á köflum á móti Fram en vorum það ekki í dag og það er gott.“ Lið Breiðabliks náði að hafa hemil á Stjörnumanninum Ísaki Andra Sigurgeirssyni í kvöld sem hefur verið einn besti leikmaður tímabilsins hingað til. Hvernig fannst þér ganga að stöðva hann í dag? „Mér fannst það bara ganga vel. Við vorum með öflugan mann á honum í fyrri hálfleik í Andra Rafn og svo kemur Arnór Sveinn inn á. Þeir skila báðir frábæru hlutverki.“ „Ísak Andri er einn besti leikmaðurinn í þessari deild. Hann er burðarásinn í sóknarleik Stjörnunnar og ef þú ætlar að hafa hemil á Stjörnunni þá þarftu að stoppa hann. Hann á alltaf einn eða tvo spretti en um leið og þú getur minnkað áhrif hans í sóknarleik Stjörnunnar þá ertu aðeins búinn að draga tennurnar úr þeim þó svo að þeir séu auðvitað með fullt af öðrum vopnum.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti