Sport

Dagskráin í dag: Olís-deild karla og Bestu mörkin

Smári Jökull Jónsson skrifar
Afturelding tekur á móti Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld.
Afturelding tekur á móti Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Vísir/Diego

Eftir risastóra viku í íþróttunum verður fremur rólegt á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Á dagskrá er stórleikur í undanúrslitum Olís-deildar karla og markaþáttur Bestu deildar kvenna.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19:00 hefst útsending frá fyrsta leik Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik. Þessi lið mættust í bikarúrslitum fyrr í vetur í æsispennandi leik og verður án efa það sama uppi á teningunum í þessu einvíg.

Strax í kjölfar leiksins mætir Stefán Árni Pálsson ásamt sérfræðingum og fer yfir fyrstu umferð undanúrslitanna í Seinni bylgjunni. Útsendingin hefst klukkan 21:10.

Klukkan 21:40 verða síðan Bestu mörkin á dagskrá en þá verður farið yfir öll atvikin í annarri umferð Bestu deildar kvenna.

Stöð 2 Sport 4

Sýnt verður beint frá Hanwha International Crown golfmótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið fer fram í San Fransisco í Bandaríkjunum en þar fer fram liðakeppni stærstu golfþjóða heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×