Lífið

Bein út­sending: Ís­lensk hönnun á tísku­sýningu í Lista­safni Reykja­víkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölmargir þekktir Íslendingar klæða sig upp og sýna spjarir Farmers Market og Kormáks & Skjaldar á sýningu kvöldsins.
Fjölmargir þekktir Íslendingar klæða sig upp og sýna spjarir Farmers Market og Kormáks & Skjaldar á sýningu kvöldsins.

Tískusýning Farmers Market og Kormáks & Skjaldar í Listasafni Reykjavíkur í kvöld er einn af hápunktum Hönnunarmars. Sýningin verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.

HönnunarMars stendur nú sem hæst og óhætt að segja að miðborgin iði af lífi. Viðburðir eru út um allan miðbæinn og en hátíðinni lýkur á sunnudag.

Klippa: Tísku­sýning Kormáks & Skjaldar og Far­mers Market

Á tískusýningunni gefst gestum og áhorfendum á Vísi tækifæri á að sjá tvö íslensk hönnunarmerki á einni kvöldstund. Sýningin hefst klukkan 20 og verður henni streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi. Opnað verður með fordrykk og tónlist klukkan 19.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.