„Hann sveik dálítið liðið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2023 15:01 Daníel Matthíasson og félagar í FH eru lentir 1-0 undir og næsti leikur er út í Eyjum. Vísir/Hulda Margrét FH-ingar misstu heimavallarréttinn í gær þegar þeir töpuðu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti ÍBV með fjögurra marka mun, 27-31. ÍBV er því komið í 1-0 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur og voru yfir í hálfleik í gær, 15-14, Eyjamenn voru miklu sterkari í seinni hálfleiknum. Seinni bylgjan fór yfir leikinn og sérfræðingarnir voru ekki allt of hrifnir af FH-liðinu í þessum mikilvæga leik. „Fyrir utan Ása þá var þetta ekki burðugt,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um FH-liðið. Ásbjörn Friðriksson skoraði tólf mörk úr aðeins sextán skotum í leiknum. „Hvað þurfa FH-ingar að gera út í Vestmannaeyjum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Hann nefndi að FH-liðið þarf að koma fleiri mönnum inn í þetta og svo voru þeir að fá á sig 31 mark. Það var auðvitað rautt spjald Jóns Bjarna Ólafssonar snemma leiks sem hafði mikil áhrif á varnarleik FH-liðsins. „Þeir missa lykilvarnarmann strax og þeir þurftu að endurskipuleggja sig eftir það. Væntanlega átti Gústi (Ágúst Birgisson) ekki að spila svona mikið. Fyrst og fremst myndi ég setjast niður með útileikmönnunum og vera reiður við Egil Magnússon: Hey, nú þarft þú að borga til baka. Við vitum ekki hvort hann verði áfram en þú getur ekki komið inn á og gert ekki neitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég yrði reiður við hann en svo myndi ég setjast rólega niður með Einari Braga og Jóhannesi Berg. Segja bara: Þetta var bara fyrsti leikur. Þú áttir fína kafla en svona er þetta og þetta verður erfitt. Reyna að hjálpa þeim aðeins. Einar Bragi byrjaði frábærlega en svo tekur reynsluleysið við og menn koðna niður. Fá óþægileg högg og það er stemmning í stúkunni. Þetta er allt öðruvísi batterí,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég held að þetta sé eini gallinn að vera með heimavallarréttinn. Að fara í leik tvö, vera búinn að tapa fyrsta leik. Þú getur kannski tapað fyrsta leik en þá áttu heimaleikinn í leik tvö. Ég er sammála Jóa að auðvitað er það rándýrt fyrir FH-inga að missa Jón Bjarna. Þetta var ekkert eðlilega mikið rautt spjald,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann sveik dálítið liðið, þetta var óþarfi,“ skaut Jóhann Gunnar inn í. Jón Bjarni Ólafsson fékk rautt spjald á ellefu. mínútu fyrir gróft brot á Arnóri Viðarssyni. Hann fór í andlitið á Arnóri og dómarar leiksins lyftu rauða spjaldinu eftir að hafa kíkt í skjáinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun sérfræðingana um FH-liðið. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað þarf FH að gera 1-0 undir á móti ÍBV? Olís-deild karla Seinni bylgjan FH ÍBV Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Sjá meira
ÍBV er því komið í 1-0 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur og voru yfir í hálfleik í gær, 15-14, Eyjamenn voru miklu sterkari í seinni hálfleiknum. Seinni bylgjan fór yfir leikinn og sérfræðingarnir voru ekki allt of hrifnir af FH-liðinu í þessum mikilvæga leik. „Fyrir utan Ása þá var þetta ekki burðugt,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um FH-liðið. Ásbjörn Friðriksson skoraði tólf mörk úr aðeins sextán skotum í leiknum. „Hvað þurfa FH-ingar að gera út í Vestmannaeyjum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Hann nefndi að FH-liðið þarf að koma fleiri mönnum inn í þetta og svo voru þeir að fá á sig 31 mark. Það var auðvitað rautt spjald Jóns Bjarna Ólafssonar snemma leiks sem hafði mikil áhrif á varnarleik FH-liðsins. „Þeir missa lykilvarnarmann strax og þeir þurftu að endurskipuleggja sig eftir það. Væntanlega átti Gústi (Ágúst Birgisson) ekki að spila svona mikið. Fyrst og fremst myndi ég setjast niður með útileikmönnunum og vera reiður við Egil Magnússon: Hey, nú þarft þú að borga til baka. Við vitum ekki hvort hann verði áfram en þú getur ekki komið inn á og gert ekki neitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég yrði reiður við hann en svo myndi ég setjast rólega niður með Einari Braga og Jóhannesi Berg. Segja bara: Þetta var bara fyrsti leikur. Þú áttir fína kafla en svona er þetta og þetta verður erfitt. Reyna að hjálpa þeim aðeins. Einar Bragi byrjaði frábærlega en svo tekur reynsluleysið við og menn koðna niður. Fá óþægileg högg og það er stemmning í stúkunni. Þetta er allt öðruvísi batterí,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég held að þetta sé eini gallinn að vera með heimavallarréttinn. Að fara í leik tvö, vera búinn að tapa fyrsta leik. Þú getur kannski tapað fyrsta leik en þá áttu heimaleikinn í leik tvö. Ég er sammála Jóa að auðvitað er það rándýrt fyrir FH-inga að missa Jón Bjarna. Þetta var ekkert eðlilega mikið rautt spjald,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann sveik dálítið liðið, þetta var óþarfi,“ skaut Jóhann Gunnar inn í. Jón Bjarni Ólafsson fékk rautt spjald á ellefu. mínútu fyrir gróft brot á Arnóri Viðarssyni. Hann fór í andlitið á Arnóri og dómarar leiksins lyftu rauða spjaldinu eftir að hafa kíkt í skjáinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun sérfræðingana um FH-liðið. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað þarf FH að gera 1-0 undir á móti ÍBV?
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH ÍBV Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Sjá meira