Vara við því að ríkið sói hálfum milljarði í gagnlaust tölvukerfi
![Kostnaðarmat frumvarpsins gerir ráð fyrir því kostnaður við þróun og rekstur kerfisins á tímabilinu 2023 til 2028 nemi um 493,7 milljónum króna auk aukins rekstrarkostnaðar hjá Lyfjastofnun.](https://www.visir.is/i/EED1B09ACCB2AD60E99942691CEB25ED2D7B39BE77D47F589AD9C5BC703B4981_713x0.jpg)
Nýtt frumvarp gerir ráð fyrir því að ríkið verji hálfum milljarði á næstu fimm árum í þróun á tölvukerfi sem heldur utan um upplýsingar um birgðastöðu lyfja í landinu. Veritas, stærsta samstæða landsins á sviði heilbrigðisþjónustu, segir hins vegar alls óljóst hvernig tölvukerfið þjónar yfirlýstu markmiði frumvarpsins um að sporna við lyfjaskorti.