G-bletturinn í Njarðvík og hópkynlíf auki líkur á óléttu Apríl Auður Helgudóttir skrifar 9. maí 2023 15:02 Snapchat notendur á Íslandi fengu tilkynningu í símann í síðustu viku. Margir íslendingar hafa prófað að senda skilaboð á gervigreinda spjallmennið. Vísir Samfélagsmiðillinn Snapchat kynnti nýverið til leiks spjallmenni sem nýtir sér tækni frá gervigreindarlausninni ChatGPT. Hægt er að spreyta sig á því að ræða við gervigreindina á íslensku, með misjöfnum árangri. Gervigreindin segir til að mynda að g-bletturinn sé staðsettur í Njarðvík og að hópkynlíf auki líkur á getnaði. Snapchat hefur nefnt þessa nýjung My AI. Umrætt spjallmenni skrifaði eftirfarandi fréttatexta um sjálft sig á íslensku: „Ástæðan fyrir því að margir Íslendingar eru að nýta sér „My AI“ er að það er notalegt og skemmtilegt tölvaforrit á Snapchat sem getur hjálpað þér með því að svara spurningum um mismunandi hluti, eins og t.d. ráðgjöf um gjafir, ferðaáætlanir, matarstaði og margt fleira. Þú getur gefið MyAI nafn sem þú vilt og sagt því hvað þú líkar og líkar ekki við, svo það geti aðlagað svar sín til þín. MyAI er hannað til að vera öruggt og þægilegt fyrir alla notendur, en það er mikilvægt að þú passið á að fá rétta og nákvæma upplýsingar og að þú hafir sjálfstæða ábyrgð á því sem þú gerir.“ Eins og sjá má á textanum hér að ofan er spjallmenni Snapchat ekki alveg með íslenskuna á hreinu. Spjallmennið virðist þó vera meðvitað um það því það mælir gegn því að treysta öllum svörum sem það varpar fram. Forritið bulli stundum svör Spjallmennið hefur þegar vakið talsverða athygli meðal Íslendinga. Á samfélagsmiðlum hefur fólk deilt skjáskotum af misjafnlega gáfulegum svörum sem gervigreindin hefur við þeirra spurningum. Gervigreindin er ennþá að læra að skilja brandara, en gefur þó góð ráð.Skjáskot Vilhjálmur Þorsteinsson er stofnandi og eigandi Miðeindar sem vinnur að máltækni og gervigreind fyrir íslensku. Hann segir að spjallmenni Snapchat notist við ChatGPT sem byggir á gervigreindinni frá fyrirtækinu OpenAI. Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar.Kristín Pétursdóttir Gervigreindin sé forrituð til þess að svara spurningum jafnvel þótt forritið viti ekki svarið: „Gallinn við þessi forrit er enn þá sá að ef þau vita ekki eitthvað þá eru þau gjörn á að bulla. Þau búa þá til texta sem lítur sannfærandi út.“ Sannfærandi svör Í myndunum hér fyrir neðan má til dæmis sjá skjáskot af svörum spjallmennisins við spurningum um aðila sem eru ekki til. Eins og sjá má á svörunum býr spjallmennið til upplýsingar um aðilana sem eiga ekki við nein rök að styðjast í raunveruleikanum. Hver er Jóhannes Dúbbi? Hver þekkir ekki lagið Sætir kossar?Skjáskot Spjallmennið hefur svör á reiðum höndum við spurningunni hver er drulluhali. Drullulalli er greinilega frægur íslenskur leikari.Skjáskot Vilhjámur segir að í tilfelli íslenskunnar hafi forritið ekki verið þjálfað með nægilegu magni af texta. Þegar gervigreindin á Snapchat fær spurningu um eitthvað sem er ekki í gagnagrunni gervigreindarinnar leitist hún við að búa til það sem hún telur vera líklega rétt og varpar því fram sem sannleik. Veitir líka ráð Ekkert virðist spjallmenninu óviðkomandi. Til dæmis svarar það fólki sem leitar ráða þegar kemur að ástarmálum og kynlífi. Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan eru þau svör þó langt frá því að vera fullkomin, eða jafnvel góð. Miðað við svörin þá er ekki hættulaust að verða skotinn í einhverjum, sem má reyndar vafalítið stundum til sanns vegar fara. Stórhættulegt að vera skotinn í einhverjumSkjáskot Og hvað ef maður lendir í bólinu með einhverjum vonlausum? Góð spurning og hjálplegt svarSkjáskot Gervigreindin virðist þó að minnsta kosti vera fullviss um það hvar g-blettinn sé að finna, þá kannski fækkar útköllum hjá „aðstoðarsveitinni“ sem vísað er til hér að ofan. Loksins g-bletturinn fundinnSkjáskot Einn Snapchat notandi bað svo forritið um ráðleggja sér hvernig best væri að verða ólétt. Þá mælir forritið með vítamínum ásamt því að stunda kynlíf með fleiri aðilum. Þessi Snapchat notandi leitaði ráða hjá gervigreindinni.Gott að nýta símann til að minna á ýmislegt.Skjáskot Ekki nógu góð í íslensku enn þá Vilhjálmur segir gervigreindina skilja íslensku sökum samvinnu milli Íslands og Open AI. „Við höfum verið að þjálfa þetta net sem kom á markað núna í mars. Töluverð vinna var lögð í að kenna forritinu að skilja íslensku ágætlega,“ segir Vilhjálmur. Þess vegna geti gervigreindin skilið hvað sé verið að biðja um þegar fyrirspurnir eru á íslensku. „En það er ekki enn þá alveg nógu gott í því að búa til íslensk svör og íslenskan sem er í þekkingargrunninum hjá líkaninu er ekki alveg nóg. Ég veit til þess að það er verið að vinna í því núna að bæta töluvert við íslenskuna og það verður þá í vonandi næstu útgáfu.“ Áhætta sé fólgin í að treysta tækninni strax Athygli hefur vakið að gervigreindin neitar að svara ýmsum spurningum. Til að mynda þeim sem biðja hana um skoðun á umdeildum pólitískum málum og einnig ef um eitthvað ólöglegt eða hættulegt er að ræða. Vilhjálmur segir ábyrgðina á því sem gervigreindin segir liggja annars vegar hjá Snapchat og hins vegar hjá Open AI hins vegar. Open AI hafi því lagt áherslu á að gervigreindin þeirra gefi góð og örugg svör. Það sé þó hægt að ýta spjallmenninu út í að gefa svör sem það vill upphaflega ekki gera. „Líkanið reynir að svara slíku ekki eða svara með mjög diplómatískum hætti,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er náttúrulega áhættuatriði hjá Snapchat að treysta þessari tækni strax. Ég vona að þau hafi gert góðar prófanir áður en þau settu þetta út. Það gildir almennt um þessa tækni eins og aðra að það þarf að fara varlega, setja þetta út á réttum tíma og til réttu markhópana.“ Gervigreind Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Íslenskt máltæknifyrirtæki í samstarfi við OpenAI um GPT-4 Íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind hefur síðustu mánuði aðstoðað bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAI við að þjálfa nýjustu kynslóð GPT líkansins. Þetta er í fyrsta sinn sem OpenAI gerir tilraunir með sérstaka þjálfun risamállíkans síns á öðru tungumáli en ensku, og þar varð íslenska fyrir valinu. 14. mars 2023 18:05 Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Snapchat hefur nefnt þessa nýjung My AI. Umrætt spjallmenni skrifaði eftirfarandi fréttatexta um sjálft sig á íslensku: „Ástæðan fyrir því að margir Íslendingar eru að nýta sér „My AI“ er að það er notalegt og skemmtilegt tölvaforrit á Snapchat sem getur hjálpað þér með því að svara spurningum um mismunandi hluti, eins og t.d. ráðgjöf um gjafir, ferðaáætlanir, matarstaði og margt fleira. Þú getur gefið MyAI nafn sem þú vilt og sagt því hvað þú líkar og líkar ekki við, svo það geti aðlagað svar sín til þín. MyAI er hannað til að vera öruggt og þægilegt fyrir alla notendur, en það er mikilvægt að þú passið á að fá rétta og nákvæma upplýsingar og að þú hafir sjálfstæða ábyrgð á því sem þú gerir.“ Eins og sjá má á textanum hér að ofan er spjallmenni Snapchat ekki alveg með íslenskuna á hreinu. Spjallmennið virðist þó vera meðvitað um það því það mælir gegn því að treysta öllum svörum sem það varpar fram. Forritið bulli stundum svör Spjallmennið hefur þegar vakið talsverða athygli meðal Íslendinga. Á samfélagsmiðlum hefur fólk deilt skjáskotum af misjafnlega gáfulegum svörum sem gervigreindin hefur við þeirra spurningum. Gervigreindin er ennþá að læra að skilja brandara, en gefur þó góð ráð.Skjáskot Vilhjálmur Þorsteinsson er stofnandi og eigandi Miðeindar sem vinnur að máltækni og gervigreind fyrir íslensku. Hann segir að spjallmenni Snapchat notist við ChatGPT sem byggir á gervigreindinni frá fyrirtækinu OpenAI. Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar.Kristín Pétursdóttir Gervigreindin sé forrituð til þess að svara spurningum jafnvel þótt forritið viti ekki svarið: „Gallinn við þessi forrit er enn þá sá að ef þau vita ekki eitthvað þá eru þau gjörn á að bulla. Þau búa þá til texta sem lítur sannfærandi út.“ Sannfærandi svör Í myndunum hér fyrir neðan má til dæmis sjá skjáskot af svörum spjallmennisins við spurningum um aðila sem eru ekki til. Eins og sjá má á svörunum býr spjallmennið til upplýsingar um aðilana sem eiga ekki við nein rök að styðjast í raunveruleikanum. Hver er Jóhannes Dúbbi? Hver þekkir ekki lagið Sætir kossar?Skjáskot Spjallmennið hefur svör á reiðum höndum við spurningunni hver er drulluhali. Drullulalli er greinilega frægur íslenskur leikari.Skjáskot Vilhjámur segir að í tilfelli íslenskunnar hafi forritið ekki verið þjálfað með nægilegu magni af texta. Þegar gervigreindin á Snapchat fær spurningu um eitthvað sem er ekki í gagnagrunni gervigreindarinnar leitist hún við að búa til það sem hún telur vera líklega rétt og varpar því fram sem sannleik. Veitir líka ráð Ekkert virðist spjallmenninu óviðkomandi. Til dæmis svarar það fólki sem leitar ráða þegar kemur að ástarmálum og kynlífi. Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan eru þau svör þó langt frá því að vera fullkomin, eða jafnvel góð. Miðað við svörin þá er ekki hættulaust að verða skotinn í einhverjum, sem má reyndar vafalítið stundum til sanns vegar fara. Stórhættulegt að vera skotinn í einhverjumSkjáskot Og hvað ef maður lendir í bólinu með einhverjum vonlausum? Góð spurning og hjálplegt svarSkjáskot Gervigreindin virðist þó að minnsta kosti vera fullviss um það hvar g-blettinn sé að finna, þá kannski fækkar útköllum hjá „aðstoðarsveitinni“ sem vísað er til hér að ofan. Loksins g-bletturinn fundinnSkjáskot Einn Snapchat notandi bað svo forritið um ráðleggja sér hvernig best væri að verða ólétt. Þá mælir forritið með vítamínum ásamt því að stunda kynlíf með fleiri aðilum. Þessi Snapchat notandi leitaði ráða hjá gervigreindinni.Gott að nýta símann til að minna á ýmislegt.Skjáskot Ekki nógu góð í íslensku enn þá Vilhjálmur segir gervigreindina skilja íslensku sökum samvinnu milli Íslands og Open AI. „Við höfum verið að þjálfa þetta net sem kom á markað núna í mars. Töluverð vinna var lögð í að kenna forritinu að skilja íslensku ágætlega,“ segir Vilhjálmur. Þess vegna geti gervigreindin skilið hvað sé verið að biðja um þegar fyrirspurnir eru á íslensku. „En það er ekki enn þá alveg nógu gott í því að búa til íslensk svör og íslenskan sem er í þekkingargrunninum hjá líkaninu er ekki alveg nóg. Ég veit til þess að það er verið að vinna í því núna að bæta töluvert við íslenskuna og það verður þá í vonandi næstu útgáfu.“ Áhætta sé fólgin í að treysta tækninni strax Athygli hefur vakið að gervigreindin neitar að svara ýmsum spurningum. Til að mynda þeim sem biðja hana um skoðun á umdeildum pólitískum málum og einnig ef um eitthvað ólöglegt eða hættulegt er að ræða. Vilhjálmur segir ábyrgðina á því sem gervigreindin segir liggja annars vegar hjá Snapchat og hins vegar hjá Open AI hins vegar. Open AI hafi því lagt áherslu á að gervigreindin þeirra gefi góð og örugg svör. Það sé þó hægt að ýta spjallmenninu út í að gefa svör sem það vill upphaflega ekki gera. „Líkanið reynir að svara slíku ekki eða svara með mjög diplómatískum hætti,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er náttúrulega áhættuatriði hjá Snapchat að treysta þessari tækni strax. Ég vona að þau hafi gert góðar prófanir áður en þau settu þetta út. Það gildir almennt um þessa tækni eins og aðra að það þarf að fara varlega, setja þetta út á réttum tíma og til réttu markhópana.“
Gervigreind Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Íslenskt máltæknifyrirtæki í samstarfi við OpenAI um GPT-4 Íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind hefur síðustu mánuði aðstoðað bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAI við að þjálfa nýjustu kynslóð GPT líkansins. Þetta er í fyrsta sinn sem OpenAI gerir tilraunir með sérstaka þjálfun risamállíkans síns á öðru tungumáli en ensku, og þar varð íslenska fyrir valinu. 14. mars 2023 18:05 Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Íslenskt máltæknifyrirtæki í samstarfi við OpenAI um GPT-4 Íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind hefur síðustu mánuði aðstoðað bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAI við að þjálfa nýjustu kynslóð GPT líkansins. Þetta er í fyrsta sinn sem OpenAI gerir tilraunir með sérstaka þjálfun risamállíkans síns á öðru tungumáli en ensku, og þar varð íslenska fyrir valinu. 14. mars 2023 18:05
Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26