„Prinsessan mín fær gjafir fyrir að þola mig,“ skrifar Kleini við sama myndskeið og virðist Hafdís alsæl með gjöfina.
Líkt og fyrr segir eru skartgripirnir úr smiðju Swarovski, framleiðanda sem þekktur er fyrir hágæða kristalsvörur
Kleini sparar ekki þegar það kemur að ástinni. Armbandið er úr línunni Lobster og kostar 23.900 krónur, en hálsmenið, Tennis deluxe, kostar 48.800 krónur.
Parið opinberaði samband sitt fyrir nokkrum vikum síðan og virðist ástin blómstra á milli þeirra. Þau hafa verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með ferðalaginu á samfélagsmiðlum.

Í lok mars greindi Smartland frá því að Kleini og Hafdís væru nýtt par en þau neituðu því til að byrja með. Hafdís ræddi málið til að mynda við Ósk Gunnars á útvarpsstöðinni FM957 og sagði þá ótímabært að opinbera samband þeirra þar sem þau væru enn að kynnast og Kleini enn í meðferð.
Að undanförnu hefur parið hins vegar verið óhrætt við að deila hlutum um sambandið með fylgjendum sínum á Instagram. Ástin er í algleymingi hjá þeim báðum.
Kleini losnaði úr fangelsi á Malaga á Spáni í lok nóvember eftir tæplega átta mánaða dvöl. Hann hefur verið opinskár með dvölina. Gróft ofbeldi á borð við morð og nauðganir voru að sögn Kleina daglegt brauð í fangelsinu.