Gestir og gangandi létu rigningu ekki stoppa sig og stigu dans á miðjum Laugarveginum þar sem Unnsteinn Manuel og Gugusar tóku lagið en plötusnúðurinn Dóra Júlía þeytti skífum.
„HönnunarMars er ótrúlega skemmtileg uppskeruhátíð fyrir hönnuði,“ segir Hildur og bætir við að henni finnist frábært að hátíðin hafi færst fram í maí. „Maí er svo geggjaður mánuður.
Allt er bjart framundan og flestir komnir í partýgírinn.
Viðtökurnar við sumarpartýinu okkar voru frábærar en við vildum nýta okkur að verslunin er staðsett á þeim stað Laugarvegarins sem er lokaður fyrir bílaumferð.“
Flíkur fyrir ferðalög um suðrænar slóðir, sundferðir og sumarpartý
Spurð um innblástur segir Hildur línuna snúast um gleði og gaman. „Að þessu sinni er hönnunarteymið spennt að senda þig í ferðalag á leynilegar stendur og í villt sumarpartý í miðnætursólinni. Þetta eru flíkur fyrir ferðalög á suðrænar slóðir, sundferðir og sumarpartý. Innblástur í línuna sem ber nafnið Breeze er sótt til hafsins og þess krafts sem þar býr.“
Sjálf segist hún vera að missa sig úr spenningi fyrir komandi sumri. „Ég er að tapa mér úr hamingju yfir því að sólin sé mætt og mig langar að nýta hvert tækifæri sem gefst til að klæða mig upp í skvísuleg föt og skála við vini mína.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af stemningunni.