Metsætanýting hjá Icelandair í apríl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 20:29 Icelandair flutti metfjölda farþega í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Metsætanýting var hjá Icelandair í apríl en heildarfjöldi farþega var um 296 þúsund og um 22 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar farþegar voru 242 þúsund. Sætaframboð í apríl jókst um 17 prósent miðað við fyrra ár. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 273 þúsund, 25 prósent fleiri en í apríl 2022, þegar 219 þúsund flugu með félaginu. Fjöldi farþega til Íslands var 104 þúsund og frá Íslandi 53 þúsund. Tengifarþegar voru um 116 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 80 prósent. Sætanýting í millilandaflugi var 83,4 prósent og jókst mikið eða um sjö prósentustig á milli ára. Sætanýting var sérstaklega sterk á áfangastöðum félagsins í N-Ameríku þar sem hún nam 85,3 prósentum. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var um 23 þúsund, sem er svipaður fjöldi og í apríl í fyrra. Sætanýting var 77,2 prósent í mánuðinum og stundvísi var 84 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Þá jukust fraktflutningar félagsins um 9 prósent á milli ára. Segir í tilkynningunni að það sé aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu Boeing 767 breiðþotunnar í fraktflota félagsins í desember. Eins og fram kom í uppgjöri félagsins á fyrsta ársfjórðungi eru markaðsaðstæður fyrir fraktflutninga hins vegar krefjandi, meðal annars þegar kemur að útflutningi á ferskum fiski. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 17% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Stærsta sumar Icelandair frá upphafi framundan „Sætanýting heldur áfram að vera mjög góð en sætanýting í alþjóðaleiðakerfinu sló met í apríl. Við erum sömuleiðis ánægð með að sjá áframhaldandi styrkingu í stundvísi í innanlands- og millilandaflugi enda leggjum við mikla áherslu á að tryggja áreiðanleika og ánægjulega ferðaupplifun,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Hlutfall tengifarþega hækkar nokkuð frá undanförnum mánuðum og sýnir það skýrt einn af meginstyrkleikum leiðakerfisins. Við búum yfir miklum sveigjanleika og getum breytt áherslum hratt til að hámarka tekjur og flæði, allt eftir styrkleika hvers markaðar á hverjum tíma.“ Hann segir að framundan sé stærsta sumarið í sögu félagsins. Það hafi fjölgað mikið í starfsmannahópnum. „Við verðum með 54 áfangastaði í ár, sem er það mesta sem við höfum boðið upp á. Auk þess höfum við aukið tíðni til okkar helstu áfangastaða svo viðskiptavinir hafa úr miklum möguleikum að velja.“ Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 273 þúsund, 25 prósent fleiri en í apríl 2022, þegar 219 þúsund flugu með félaginu. Fjöldi farþega til Íslands var 104 þúsund og frá Íslandi 53 þúsund. Tengifarþegar voru um 116 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 80 prósent. Sætanýting í millilandaflugi var 83,4 prósent og jókst mikið eða um sjö prósentustig á milli ára. Sætanýting var sérstaklega sterk á áfangastöðum félagsins í N-Ameríku þar sem hún nam 85,3 prósentum. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var um 23 þúsund, sem er svipaður fjöldi og í apríl í fyrra. Sætanýting var 77,2 prósent í mánuðinum og stundvísi var 84 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Þá jukust fraktflutningar félagsins um 9 prósent á milli ára. Segir í tilkynningunni að það sé aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu Boeing 767 breiðþotunnar í fraktflota félagsins í desember. Eins og fram kom í uppgjöri félagsins á fyrsta ársfjórðungi eru markaðsaðstæður fyrir fraktflutninga hins vegar krefjandi, meðal annars þegar kemur að útflutningi á ferskum fiski. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 17% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Stærsta sumar Icelandair frá upphafi framundan „Sætanýting heldur áfram að vera mjög góð en sætanýting í alþjóðaleiðakerfinu sló met í apríl. Við erum sömuleiðis ánægð með að sjá áframhaldandi styrkingu í stundvísi í innanlands- og millilandaflugi enda leggjum við mikla áherslu á að tryggja áreiðanleika og ánægjulega ferðaupplifun,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Hlutfall tengifarþega hækkar nokkuð frá undanförnum mánuðum og sýnir það skýrt einn af meginstyrkleikum leiðakerfisins. Við búum yfir miklum sveigjanleika og getum breytt áherslum hratt til að hámarka tekjur og flæði, allt eftir styrkleika hvers markaðar á hverjum tíma.“ Hann segir að framundan sé stærsta sumarið í sögu félagsins. Það hafi fjölgað mikið í starfsmannahópnum. „Við verðum með 54 áfangastaði í ár, sem er það mesta sem við höfum boðið upp á. Auk þess höfum við aukið tíðni til okkar helstu áfangastaða svo viðskiptavinir hafa úr miklum möguleikum að velja.“
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira