Að skilja og jafna sig á tilfinningalegu framhjáhaldi Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. maí 2023 07:00 Það er auðvelt að fela allt í símunum okkar en það er einmitt það tæki sem oftast felur tilfinningaleg framhjáhöld. Þegar fólk leynir samböndum frá maka sínum og á í mjög tíðum, nánum og miklum samskiptum við aðila utan hjónabands. Þessi tegund framhjáhalds vegur þungt, þótt það feli ekki í sér líkamlegt framhjáhald og oft standa þessi framhjáhhöld yfir í margar vikur eða mánuði. Vísir/Getty Tilfinningalegt framhjáhald er tegund af framhjáhaldi sem meira er fjallað um eftir að samfélagsmiðlar og spjallforrit komu til sögunnar. Enda erum sítengd og getum falið „allt“ í símanum okkar. En hvað er tilfinningalegt framhjáhald? Tilfinningalegt framhjáhald er á ensku skilgreint sem Emotional affair. Á netinu er hægt að finna mikinn fróðleik og efni um þessa tegund framhjáhalds. Við skulum rýna í nokkur góð ráð sem byggja á grein birtri á sálfræðingasíðunni ChoosingTheraby. Að skilja framhjáhaldið Sumir eru eflaust þeirrar skoðunar að ef aðili heldur ekki framhjá maka sínum líkamlega, þá teljist samband við annan aðila ekki framhjáhald. Þetta er misskilningur. Tilfinningalegt framhjáhald skilgreinist á eftirfarandi hátt: Maki þinn á í tilfinningalegu sambandi og er í nánd við aðila utan hjónabandsins. Maki þinn trúir og treystir þessum aðila fyrir mörgum persónulegum atriðum, jafnvel um hjónabandið, samlífið ykkar og fleira. Maki þinn heldur sambandinu leyndu. Eða lætur sem það sé ekki þess eðlis sem það er, aðeins kunningsskapur, samskipti vegna vinnu og svo framvegis. Makinn þinn upplifir kynferðislega spennu og hrifningu til viðkomandi aðila, þótt skrefið sé aldrei tekið til fulls. Maki þinn daðrar í samskiptum sínum við hinn aðilann og deilir jafnvel upplýsingum um langanir sínar og fantasíur, sem magnar upp kynferðislega spennu við þann aðila sem verið er að halda framhjá með. Oft hefst framhjáhaldið á því að viðkomandi aðilar eru einungis vinir. Til dæmis vinnufélagar eða þekkjast í gegnum kunningsskap, áhugamál, félagsstarf eða fjölskyldur. Tilfinningalegt framhjáhald getur varað í nokkra mánuði og jafnvel ár. Því lengur sem það stendur yfir, því meiri líkur eru á að afleiðingarnar verði alvarlegar. Vísbendingar um framhjáhald Síminn er oftast það tæki sem heldur utan um og felur framhjáhaldið. Vinsælustu spjallforritin fyrir leynimakkið eru: Messenger, Snapchat, Tinder, Instagram og Whatsapp. Vísbendingar um að ekki sé allt með felldu eru meðal annars eftirfarandi: Makinn þinn fer að passa símann sinn og gerir alls kyns ráðstafanir svo ekki komist upp um framhjáhaldið. Til dæmis að skipta um leyniorð, passa að síminn sé ekki í augsýn annarra, lætur símann aldrei frá sér, afstillir að tilkynningar sjáist á skjánum eða tryggir að þær séu hljóðlausar, leyfir engum að skoða neitt í símanum né nota hann og svo framvegis. Makinn þinn virðist oft upptekinn og ver minni tíma en áður með þér eða fjölskyldunni. Makinn þinn er annars hugar. Stundum næst ekki í makann og stundum kemur makinn með furðulegar afsakanir þegar spurt er um einhverja hluti, til dæmis varðandi það við hvern makinn er að skrifast á við í símanum. Dagskrá makans breytist. Að vakna og fara fyrr af stað á morgnana eða koma síðar heim á kvöldin eru dæmi. Makinn þinn fer að sýna meiri áhuga á útliti sínu og klæðaburði. Í mörgu erlendu efni um tilfinningalegt framhjáhald er minnst sérstaklega á innsæið okkar. Þar sem á það er bent að þegar innsæið okkar er að segja okkur að ekki sé allt með felldu, sé það sú tilfinning sem við eigum að treysta. Að jafna sig eftir tilfinningalegt framhjáhald Það er sárt að komast að tilfinningalegu framhjáhaldi maka og sumir vilja meina að það sé erfiðari tegund framhjáhalds að jafna sig á í samanburði við líkamlegt framhjáhald. Því mörg líkamleg framhjáhöld gerast aðeins einu sinni og þegar fólk er drukkið. Að komast að því að maki þinn hafi í nokkurn tíma verið upptekin klukkustundum saman á hverjum degi í samskiptum við aðila utan hjónabandsins, sem vísvitandi var haldið leyndu frá þér, er sársaukafullt og mikið áfall. Traustið er horfið og það að vita að maki þinn hafi jafnvel verið að tala um hjónabandið, samlífið ykkar eða þig sjálfa/n við aðila utan hjónabandsins er erfiður biti að kyngja. Hins vegar geta hjón unnið sig úr þessu ef viljinn til þess er til staðar. Góð leið væri að sammælast um að leita til pararáðgjafa eða sálfræðings. Hér eru líka nokkur ágætis ráð til hliðsjónar. Að báðir aðilar viðurkenni að umrætt leynisamband telst framhjáhald þótt það hafi ekki verið líkamlegt. Að vera heiðarleg og hreinskilin í samskiptum. Að taka erfiðu samtölin og bera virðingu fyrir tilfinningum hvors annars. Vera einlæg í viljanum til þess að laga hjónabandið/parsambandið. Að endurskoða parsambandið ykkar: Hvernig er það, hvað er gott, hvað mætti laga og svo framvegis. Að rækta sjálfan sig. Á við báða aðila. Að gefa sér tíma til að vinna úr tilfinningum sínum og því áfalli sem verður þegar upp kemst um framhjáhaldið. Að byggja upp traust. Að setja ný mörk um samskipti, notkun spjallforrita og svo framvegis. Að sýna í verki viljann til að tengjast maka þínum á ný. Góðu ráðin Fjölskyldumál Ást er... Tengdar fréttir Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. 21. apríl 2023 07:01 Áhrifin af því að ljúga að börnunum sínum „Mamma verður búin eftir smá stund í símanum,“ eða „pabbi kemur aftur eftir smá stund,“ hljómar nú kannski sakleysislega fyrir okkur fullorðna fólkið sem skýringar. 28. mars 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Að eldast á besta aldri Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
En hvað er tilfinningalegt framhjáhald? Tilfinningalegt framhjáhald er á ensku skilgreint sem Emotional affair. Á netinu er hægt að finna mikinn fróðleik og efni um þessa tegund framhjáhalds. Við skulum rýna í nokkur góð ráð sem byggja á grein birtri á sálfræðingasíðunni ChoosingTheraby. Að skilja framhjáhaldið Sumir eru eflaust þeirrar skoðunar að ef aðili heldur ekki framhjá maka sínum líkamlega, þá teljist samband við annan aðila ekki framhjáhald. Þetta er misskilningur. Tilfinningalegt framhjáhald skilgreinist á eftirfarandi hátt: Maki þinn á í tilfinningalegu sambandi og er í nánd við aðila utan hjónabandsins. Maki þinn trúir og treystir þessum aðila fyrir mörgum persónulegum atriðum, jafnvel um hjónabandið, samlífið ykkar og fleira. Maki þinn heldur sambandinu leyndu. Eða lætur sem það sé ekki þess eðlis sem það er, aðeins kunningsskapur, samskipti vegna vinnu og svo framvegis. Makinn þinn upplifir kynferðislega spennu og hrifningu til viðkomandi aðila, þótt skrefið sé aldrei tekið til fulls. Maki þinn daðrar í samskiptum sínum við hinn aðilann og deilir jafnvel upplýsingum um langanir sínar og fantasíur, sem magnar upp kynferðislega spennu við þann aðila sem verið er að halda framhjá með. Oft hefst framhjáhaldið á því að viðkomandi aðilar eru einungis vinir. Til dæmis vinnufélagar eða þekkjast í gegnum kunningsskap, áhugamál, félagsstarf eða fjölskyldur. Tilfinningalegt framhjáhald getur varað í nokkra mánuði og jafnvel ár. Því lengur sem það stendur yfir, því meiri líkur eru á að afleiðingarnar verði alvarlegar. Vísbendingar um framhjáhald Síminn er oftast það tæki sem heldur utan um og felur framhjáhaldið. Vinsælustu spjallforritin fyrir leynimakkið eru: Messenger, Snapchat, Tinder, Instagram og Whatsapp. Vísbendingar um að ekki sé allt með felldu eru meðal annars eftirfarandi: Makinn þinn fer að passa símann sinn og gerir alls kyns ráðstafanir svo ekki komist upp um framhjáhaldið. Til dæmis að skipta um leyniorð, passa að síminn sé ekki í augsýn annarra, lætur símann aldrei frá sér, afstillir að tilkynningar sjáist á skjánum eða tryggir að þær séu hljóðlausar, leyfir engum að skoða neitt í símanum né nota hann og svo framvegis. Makinn þinn virðist oft upptekinn og ver minni tíma en áður með þér eða fjölskyldunni. Makinn þinn er annars hugar. Stundum næst ekki í makann og stundum kemur makinn með furðulegar afsakanir þegar spurt er um einhverja hluti, til dæmis varðandi það við hvern makinn er að skrifast á við í símanum. Dagskrá makans breytist. Að vakna og fara fyrr af stað á morgnana eða koma síðar heim á kvöldin eru dæmi. Makinn þinn fer að sýna meiri áhuga á útliti sínu og klæðaburði. Í mörgu erlendu efni um tilfinningalegt framhjáhald er minnst sérstaklega á innsæið okkar. Þar sem á það er bent að þegar innsæið okkar er að segja okkur að ekki sé allt með felldu, sé það sú tilfinning sem við eigum að treysta. Að jafna sig eftir tilfinningalegt framhjáhald Það er sárt að komast að tilfinningalegu framhjáhaldi maka og sumir vilja meina að það sé erfiðari tegund framhjáhalds að jafna sig á í samanburði við líkamlegt framhjáhald. Því mörg líkamleg framhjáhöld gerast aðeins einu sinni og þegar fólk er drukkið. Að komast að því að maki þinn hafi í nokkurn tíma verið upptekin klukkustundum saman á hverjum degi í samskiptum við aðila utan hjónabandsins, sem vísvitandi var haldið leyndu frá þér, er sársaukafullt og mikið áfall. Traustið er horfið og það að vita að maki þinn hafi jafnvel verið að tala um hjónabandið, samlífið ykkar eða þig sjálfa/n við aðila utan hjónabandsins er erfiður biti að kyngja. Hins vegar geta hjón unnið sig úr þessu ef viljinn til þess er til staðar. Góð leið væri að sammælast um að leita til pararáðgjafa eða sálfræðings. Hér eru líka nokkur ágætis ráð til hliðsjónar. Að báðir aðilar viðurkenni að umrætt leynisamband telst framhjáhald þótt það hafi ekki verið líkamlegt. Að vera heiðarleg og hreinskilin í samskiptum. Að taka erfiðu samtölin og bera virðingu fyrir tilfinningum hvors annars. Vera einlæg í viljanum til þess að laga hjónabandið/parsambandið. Að endurskoða parsambandið ykkar: Hvernig er það, hvað er gott, hvað mætti laga og svo framvegis. Að rækta sjálfan sig. Á við báða aðila. Að gefa sér tíma til að vinna úr tilfinningum sínum og því áfalli sem verður þegar upp kemst um framhjáhaldið. Að byggja upp traust. Að setja ný mörk um samskipti, notkun spjallforrita og svo framvegis. Að sýna í verki viljann til að tengjast maka þínum á ný.
Góðu ráðin Fjölskyldumál Ást er... Tengdar fréttir Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. 21. apríl 2023 07:01 Áhrifin af því að ljúga að börnunum sínum „Mamma verður búin eftir smá stund í símanum,“ eða „pabbi kemur aftur eftir smá stund,“ hljómar nú kannski sakleysislega fyrir okkur fullorðna fólkið sem skýringar. 28. mars 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Að eldast á besta aldri Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. 21. apríl 2023 07:01
Áhrifin af því að ljúga að börnunum sínum „Mamma verður búin eftir smá stund í símanum,“ eða „pabbi kemur aftur eftir smá stund,“ hljómar nú kannski sakleysislega fyrir okkur fullorðna fólkið sem skýringar. 28. mars 2023 07:01
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00
Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01
Að eldast á besta aldri Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul. 1. mars 2023 07:01