Teddi og Þorgerður Katrín þjáningarsystkini: Yrði eitt af kraftaverkum Jesú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 12:01 Phil Döhler þarf að eiga góðan leik í kvöld ætli FH ekki að fara í sumarfrí. Vísir/Hulda Margrét Útlitið er ekki allt of gott fyrir FH-inga í undanúrslitaeinvígi þeirra á móti ÍBV en þeir spila upp á líf eða dauða í kvöld. Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar ræddi einvígi FH og ÍBV í Handkastinu en þriðji leikur liðsins fer fram í Kaplakrika klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn verða að sjálfsögðu sýndur í beinni á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18.30. Arnar Daði Arnarsson hringdi í Tedda Ponzu, sem var að klára ræktina, en var hann búinn að jafna sig eftir klúður FH í öðrum leiknum í Eyjum? FH var með átta marka forskot í seinni hálfleik en Eyjamenn átu það upp og unnu síðan í framlengingu. „Ég var að jafna mig. Ég var enn þá reiður í gær en ég var einmitt að ræða þetta við Þorgerði Katrínu í ræktinni í morgun og við vorum svona þjáningarsystkini með þetta allt saman. Hún sagðist vera búin að jafna sig en þetta er að koma,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Handkastinu. „Ég var lengi að jafna mig en þetta var rosalegt. Þetta var engum að kenna nema þeim sjálfum,“ sagði Theódór Ingi. Lestarslys í hægri endursýningu „Miðað við það hvernig þessi leikur var að þróast þá var ekkert sem benti til þess að það væri einhver endurkoma í kortunum hjá ÍBV. Að því sögðu þá er þetta ÍBV í Vestmannaeyjum. Um leið og þetta var komið niður í þrjú mörk þá var þetta eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu,“ sagði Theódór. „Þú vissir hvað var að fara að gerast en samt trúðir því ekki. Innst inni vissir þú nákvæmlega hvað væri að fara að gerast. Það er eiginlega bara afrek hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður á svona stuttum tíma. Þeir lentu bara í þessari Eyjaþeytivindu sem maður hefur séð svo margoft áður og lent í sjálfur sem leikmaður. Það er hræðileg tilfinning þegar þú finnur að ÍBV er komið með blóð á tennurnar og stúkan með þeim. Menn verða bara litlir í sér,“ sagði Theódór sem er harður FH-ingur en hvernig lítur hann á stöðu FH sem er nú 2-0 undir og einu tapi frá sumarfríi. Yrði eitt af kraftaverkum Jesú „Það yrði eitt af kraftaverkum Jesú ef FH nær að snúa þessu við. Þetta er eiginlega sorglegt að staðan sé 2-0 fyrir ÍBV því mér finnst FH vera búið að ‚matcha' mjög vel við þetta ÍBV lið og betur en ég gerði ráð fyrir fyrir fram. Leikur eitt er lengi vel í járnum. Það er einhver þriggja, fjögurra mínútna kafli sem kveikir í leiknum fyrir FH þar og svo eru þeir miklu betri í þessum leik á sunnudaginn en ná að grýta þessu frá sér,“ sagði Theódór Ingi. Það má heyra frekari pælingar Theódórs um einvígið með því að hlusta á Handkastið hér fyrir neðan. Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar ræddi einvígi FH og ÍBV í Handkastinu en þriðji leikur liðsins fer fram í Kaplakrika klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn verða að sjálfsögðu sýndur í beinni á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18.30. Arnar Daði Arnarsson hringdi í Tedda Ponzu, sem var að klára ræktina, en var hann búinn að jafna sig eftir klúður FH í öðrum leiknum í Eyjum? FH var með átta marka forskot í seinni hálfleik en Eyjamenn átu það upp og unnu síðan í framlengingu. „Ég var að jafna mig. Ég var enn þá reiður í gær en ég var einmitt að ræða þetta við Þorgerði Katrínu í ræktinni í morgun og við vorum svona þjáningarsystkini með þetta allt saman. Hún sagðist vera búin að jafna sig en þetta er að koma,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Handkastinu. „Ég var lengi að jafna mig en þetta var rosalegt. Þetta var engum að kenna nema þeim sjálfum,“ sagði Theódór Ingi. Lestarslys í hægri endursýningu „Miðað við það hvernig þessi leikur var að þróast þá var ekkert sem benti til þess að það væri einhver endurkoma í kortunum hjá ÍBV. Að því sögðu þá er þetta ÍBV í Vestmannaeyjum. Um leið og þetta var komið niður í þrjú mörk þá var þetta eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu,“ sagði Theódór. „Þú vissir hvað var að fara að gerast en samt trúðir því ekki. Innst inni vissir þú nákvæmlega hvað væri að fara að gerast. Það er eiginlega bara afrek hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður á svona stuttum tíma. Þeir lentu bara í þessari Eyjaþeytivindu sem maður hefur séð svo margoft áður og lent í sjálfur sem leikmaður. Það er hræðileg tilfinning þegar þú finnur að ÍBV er komið með blóð á tennurnar og stúkan með þeim. Menn verða bara litlir í sér,“ sagði Theódór sem er harður FH-ingur en hvernig lítur hann á stöðu FH sem er nú 2-0 undir og einu tapi frá sumarfríi. Yrði eitt af kraftaverkum Jesú „Það yrði eitt af kraftaverkum Jesú ef FH nær að snúa þessu við. Þetta er eiginlega sorglegt að staðan sé 2-0 fyrir ÍBV því mér finnst FH vera búið að ‚matcha' mjög vel við þetta ÍBV lið og betur en ég gerði ráð fyrir fyrir fram. Leikur eitt er lengi vel í járnum. Það er einhver þriggja, fjögurra mínútna kafli sem kveikir í leiknum fyrir FH þar og svo eru þeir miklu betri í þessum leik á sunnudaginn en ná að grýta þessu frá sér,“ sagði Theódór Ingi. Það má heyra frekari pælingar Theódórs um einvígið með því að hlusta á Handkastið hér fyrir neðan.
Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira