Star Wars Jedi: Survivor - Enn einn góður en ókláraður leikur Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 11:41 Geislasverð eru best. Jedi-riddarinn Cal Kestis er snúinn aftur en kannski aðeins of snemma. Leikurinn hefði þurft lengri framleiðslutíma og þá sérstaklega PC útgáfa hans. Jedi Survivor er þó skemmtilegur leikur sem ég sé ekki eftir að hafa spilað til enda. Star Wars Jedi: Survivor er hinn fínasti leikur og gott framhald við leikinn Star Wars Jedi: Fallen Order sem kom út árið 2019. Ég gerði þó þau mistök að spila leikinn á PC, sem er eiginlega ekki hægt á köflum vegna hökts og aragrúa útlitsgalla. Það er orðið frekar þreytt hve algengt er að ókláraðir leikir séu gefnir út. Í Jedi Survivor eru nokkur ár liðin frá því Cal Kestis , vélmennið BD-1 og félagar náðu að forða sér úr klóm Darth Vader. Cal er orðinn fullorðinn og öflugri Jedi-riddari en hann var og stendur í erfiðri baráttu við Keisaraveldið og aðra drullusokka. Mikið hökt og vesen á PC Ég vil byrja á því sem hefur verið að gera mig brjálaðan við spilun Jedi Survivor. Ég spilaði leikinn í PC og það voru mistök. Ég er með fína tölvu og þó ég hafi keyrt allar stillingar niður, hefur leikurinn hökt fáránlega mikið og verið stútfullur af útlitsgöllum. Hér að neðan má sjá yfirferð Digital Foundry yfir það hvernig Jedi Survivor spilast í PC tölvum. Þar kemur fram að leikurinn hafi verið yfirfærður á PC alveg hræðilega illa. Vert er að taka fram að hann keyrir mun betur í PS5 en ég hef ekki prófað það sjálfur. Frábært bardagakerfi Það besta við Jedi Survivor, samanborið við Fallen Order, er hvað bardagakerfið er fjölbreyttara og bara betra. Cal heldur öllum þeim brellum og brögðum sem hann lærði í fyrri leiknum, sem er hrósvert gagnvart starfsmönnum Respawn. Margir hefðu látið hann detta á hausinn og missa minnið eða eitthvað til að þurrka út allt sem Cal kunni en hann prílar enn hratt og hleypur á veggjum. Þá kann hann enn að berjast með einu geislasverði, tveimur eða tvöföldu. Við það bætast nokkrir bardagastílar en þeirra á meðal er stíll þar sem Cal notar geislasverð í annarri hendinni og skammbyssu í Einari. Það er skemmtilegt hve mikið er hægt að sníða Cal að því hvernig maður sjálfur vill spila. Bardagakerfi Jedi Survivor snýst að miklu leyti um að tímasetja sverðasveiflur og varnir rétt. Það getur reynst mjög erfitt í leiknum þegar hann höktir fáránlega mikið og ég hef verið nálægt því að missa vitið af pirringi vegna högga sem ég sá ekki koma vegna hökts. Krefjandi þrautir Sem Jedi-riddari getur Cal gert hluti sem venjulegt fólk getur ekki. Hann getur hoppað hærra og lengra og sömuleiðis getur hann hlaupið á veggjum, svo eitthvað sé nefnt. Þessa hæfileika þurfa spilarar að nota til að leysa fjölmargar krefjandi og skemmtilegar þrautir í leiknum. Cal lærir svo stöðugt nýja hluti, svo maður þarf reglulega að snúa aftur á gamlar slóðir til að komast í gegnum tálma sem ekki var hægt að komast í gegnum áður. Gallinn við þessar þrautir er það hve oft verðlaunin fyrir það eru gagnslaus. Stundum eru það reynslupunktar fyri Cal, sem maður getur notað til að gera hann betri, eða sérstakir hæfileikar. Í flestum tilfellum eru verðlaunin þó jakki á Cal, litur á BD-1 eða á föt eða vopn Cal eða jafnvel ný klipping. Það getur kannski verið skemmtilegt að fara í smá dúkkó með Cal en það er frekar tilgangslaust, þannig. Jedi Survivor gerist að mestu á reikistjörnunni Kobah. Sagan veldur vonbrigðum Saga Jedi Survivor finnst mér valda vonbrigðum. Í rauninni heldur hún varla vatni. Fimm eru liðin frá endalokum Fallen Order og Cal er kominn með nýtt teymi til að berjast gegn Keisaraveldinu. Cal missir samt allt niður um sig og þarf að fara í felur. Til þess fer hann til plánetu sem kallast Koboh en leikurinn gerist að mestu á henni. Þar lendir Cal aftur í vandræðum en finnur í kjölfarið mögulegan griðastað frá Keisaraveldinu. Við tekur ákveðið ævintýri og þarf Cal að taka á honum stóra sínum. Ég áttaði mig þó aldrei á af hverju Cal þurfti þennan griðastað og öllum ætti að vera ljóst að hann yrði ekki griðastaður lengi. Það er bara einhvern veginn þannig að Cal veður úr einu verkefni í annað og mér finnst oft erfitt að skilja af hverju. Maður er samt að sveifla geislasverðum og kasta stormsveitarmönnum fram og til baka með huganum. Ég ætti ekki að vera að þessu nöldri. Það er einhvern veginn allt löðrandi í Jedi-riddurum í stjörnuþokunni, þrátt fyrir að þeim hafi næstum því verið útrýmt af Keisaraveldinu. Samantekt-ish Fyrir utan það að hann hefði þurft nokkra mánuði í framleiðslu í viðbót, miðað við ástands hans á PC, þá hef ég lítið neikvætt um Jedi Survivor að segja. Bardagakerfið er sérstaklega gott og þrautirnar eru sömuleiðis krefjandi. Það eina sem fer eitthvað í taugarnar á mér er sagan en hún er voða beisik og skrítin á köflum. Persónusköpunin finnst mér þó fín, bæði á Cal og vinum hans og vondum körlum. Einspilunarleikir í söguheimi Star Wars eru leiðinlega sjaldgæfir og þeim ber að taka fagnandi. Sérstaklega þegar þeir eru góðir, eins og Jedi Survivor er. Endurgerð KOTOR virðist í miklum vandræðum en Respawn vinnur að tveimur öðrum Star Wars leikjum, sem sagðir eru fyrstu persónu skotleikur og herkænskuleikur. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Star Wars Jedi: Survivor er hinn fínasti leikur og gott framhald við leikinn Star Wars Jedi: Fallen Order sem kom út árið 2019. Ég gerði þó þau mistök að spila leikinn á PC, sem er eiginlega ekki hægt á köflum vegna hökts og aragrúa útlitsgalla. Það er orðið frekar þreytt hve algengt er að ókláraðir leikir séu gefnir út. Í Jedi Survivor eru nokkur ár liðin frá því Cal Kestis , vélmennið BD-1 og félagar náðu að forða sér úr klóm Darth Vader. Cal er orðinn fullorðinn og öflugri Jedi-riddari en hann var og stendur í erfiðri baráttu við Keisaraveldið og aðra drullusokka. Mikið hökt og vesen á PC Ég vil byrja á því sem hefur verið að gera mig brjálaðan við spilun Jedi Survivor. Ég spilaði leikinn í PC og það voru mistök. Ég er með fína tölvu og þó ég hafi keyrt allar stillingar niður, hefur leikurinn hökt fáránlega mikið og verið stútfullur af útlitsgöllum. Hér að neðan má sjá yfirferð Digital Foundry yfir það hvernig Jedi Survivor spilast í PC tölvum. Þar kemur fram að leikurinn hafi verið yfirfærður á PC alveg hræðilega illa. Vert er að taka fram að hann keyrir mun betur í PS5 en ég hef ekki prófað það sjálfur. Frábært bardagakerfi Það besta við Jedi Survivor, samanborið við Fallen Order, er hvað bardagakerfið er fjölbreyttara og bara betra. Cal heldur öllum þeim brellum og brögðum sem hann lærði í fyrri leiknum, sem er hrósvert gagnvart starfsmönnum Respawn. Margir hefðu látið hann detta á hausinn og missa minnið eða eitthvað til að þurrka út allt sem Cal kunni en hann prílar enn hratt og hleypur á veggjum. Þá kann hann enn að berjast með einu geislasverði, tveimur eða tvöföldu. Við það bætast nokkrir bardagastílar en þeirra á meðal er stíll þar sem Cal notar geislasverð í annarri hendinni og skammbyssu í Einari. Það er skemmtilegt hve mikið er hægt að sníða Cal að því hvernig maður sjálfur vill spila. Bardagakerfi Jedi Survivor snýst að miklu leyti um að tímasetja sverðasveiflur og varnir rétt. Það getur reynst mjög erfitt í leiknum þegar hann höktir fáránlega mikið og ég hef verið nálægt því að missa vitið af pirringi vegna högga sem ég sá ekki koma vegna hökts. Krefjandi þrautir Sem Jedi-riddari getur Cal gert hluti sem venjulegt fólk getur ekki. Hann getur hoppað hærra og lengra og sömuleiðis getur hann hlaupið á veggjum, svo eitthvað sé nefnt. Þessa hæfileika þurfa spilarar að nota til að leysa fjölmargar krefjandi og skemmtilegar þrautir í leiknum. Cal lærir svo stöðugt nýja hluti, svo maður þarf reglulega að snúa aftur á gamlar slóðir til að komast í gegnum tálma sem ekki var hægt að komast í gegnum áður. Gallinn við þessar þrautir er það hve oft verðlaunin fyrir það eru gagnslaus. Stundum eru það reynslupunktar fyri Cal, sem maður getur notað til að gera hann betri, eða sérstakir hæfileikar. Í flestum tilfellum eru verðlaunin þó jakki á Cal, litur á BD-1 eða á föt eða vopn Cal eða jafnvel ný klipping. Það getur kannski verið skemmtilegt að fara í smá dúkkó með Cal en það er frekar tilgangslaust, þannig. Jedi Survivor gerist að mestu á reikistjörnunni Kobah. Sagan veldur vonbrigðum Saga Jedi Survivor finnst mér valda vonbrigðum. Í rauninni heldur hún varla vatni. Fimm eru liðin frá endalokum Fallen Order og Cal er kominn með nýtt teymi til að berjast gegn Keisaraveldinu. Cal missir samt allt niður um sig og þarf að fara í felur. Til þess fer hann til plánetu sem kallast Koboh en leikurinn gerist að mestu á henni. Þar lendir Cal aftur í vandræðum en finnur í kjölfarið mögulegan griðastað frá Keisaraveldinu. Við tekur ákveðið ævintýri og þarf Cal að taka á honum stóra sínum. Ég áttaði mig þó aldrei á af hverju Cal þurfti þennan griðastað og öllum ætti að vera ljóst að hann yrði ekki griðastaður lengi. Það er bara einhvern veginn þannig að Cal veður úr einu verkefni í annað og mér finnst oft erfitt að skilja af hverju. Maður er samt að sveifla geislasverðum og kasta stormsveitarmönnum fram og til baka með huganum. Ég ætti ekki að vera að þessu nöldri. Það er einhvern veginn allt löðrandi í Jedi-riddurum í stjörnuþokunni, þrátt fyrir að þeim hafi næstum því verið útrýmt af Keisaraveldinu. Samantekt-ish Fyrir utan það að hann hefði þurft nokkra mánuði í framleiðslu í viðbót, miðað við ástands hans á PC, þá hef ég lítið neikvætt um Jedi Survivor að segja. Bardagakerfið er sérstaklega gott og þrautirnar eru sömuleiðis krefjandi. Það eina sem fer eitthvað í taugarnar á mér er sagan en hún er voða beisik og skrítin á köflum. Persónusköpunin finnst mér þó fín, bæði á Cal og vinum hans og vondum körlum. Einspilunarleikir í söguheimi Star Wars eru leiðinlega sjaldgæfir og þeim ber að taka fagnandi. Sérstaklega þegar þeir eru góðir, eins og Jedi Survivor er. Endurgerð KOTOR virðist í miklum vandræðum en Respawn vinnur að tveimur öðrum Star Wars leikjum, sem sagðir eru fyrstu persónu skotleikur og herkænskuleikur.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira