Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. maí 2023 08:01 Fyrir tvítugt hafði Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir oft reynt sjálfsvíg og upplifað allar tegundir ofbeldis. Eftir þrjú ár í neyslu, meðal annars heimilislaus, tók hún ákvörðun um að snúa við blaðinu og vilja lifa. Sem gekk ekki þrautalaust fyrir sig en með góðum stuðningi, meðal annars frá Menntasjóðnum, tókst Hafrúnu að mennta sig en Hafrún er sú fyrsta í sinni fjölskyldu til að klára háskólanám. Vísir/Vilhelm „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. Því þegar þetta var, hafði Hafrún þá þegar margreynt að taka sitt eigið líf. Á neysluárunum sínum upplifði hún líka allar tegundir af ofbeldi: Andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Í dag er Hafrún með BA gráðu í ensku frá Háskóla Íslands og starfar sem aðstoðarforstöðukona Bakkasels, sem er frístundaheimili við Breiðholtsskóla. „Mér finnst svo mikilvægt að ungt fólk viti að þótt það hafi átt æsku eins og ég eða ekki fengið aðstoðina sem það þurfti þegar þau voru krakkar, þá er samt von. Þess vegna skiptir svo miklu máli að hætta aldrei að leita hjálpar og hætta aldrei að vilja auka við sig þekkingu. Sjáið til dæmis mig: Ég fór frá því að eiga enga framtíð yfir í að eiga allt í einu endalausa framtíð. Ég er meira að segja sú fyrsta í minni fjölskyldu til að útskrifast úr háskólanum,“ segir Hafrún. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Mæðradagurinn er í dag og af því tilefni segjum við sögu einstæðrar móður sem hefur unnið sig frá því að vera atvinnulaus og um tíma heimilislaus fíkill, yfir í að vera háskólamenntuð kona í góðu starfi. Hafrún er ein kvenna sem hefur hlotið styrk frá Menntasjóðnum sem sagt verður frá hér neðst í viðtali. Þegar mæður mennta sig aukast líkurnar á að börnin þeirra geri það líka. Hafrún Hafrún er fædd árið 1986 í Keflavík. Fimm ára flytur fjölskyldan til Reykjavíkur en stóran part af æsku Hafrúnar var faðir hennar öryrki og drakk mikið. „Pabbi lenti í bílslysi þar sem hann braut bakið og hlaut mænuskaða. Ég segi oft að drykkjan hans hafi verið afleiðing af því að kunna ekki að díla við tilfinningarnar í kjölfar þess áfalls. Útkoman var pirringur, erfiðar skapsveiflur, drykkja, fýlustjórnun og fleira. Það var til að mynda mjög mikil fýlustjórnun á mínu heimili,“ segir Hafrún og bætir við: „Mamma vann mjög mikið. Var verslunarstjóri í 10-11 og yrði pottþétt kallaður vinnualki ef út í það er farið. Þegar ég horfi til baka finnst mér ekki ólíklegt að hún hafi unnið svona mikið til að flýja aðstæðurnar og andrúmsloftið sem var heima.“ Hafrún á tvo bræður: Annar er fæddur árið 1991 en hinn árið 1998. „Ég þurfti mikið að sjá um þá því að mamma var alltaf að vinna, pabbi heima og það kom því oft í minn hlut að fara með þá og sækja í leikskólann og síðan skólann, elda og alls kyns svoleiðis þegar þurfti,“ segir Hafrún. Hún segir þó að á unglingsárunum hafi hún stundum farið á böll og meira að segja byrjað að reykja. ,,En það var ekki mikið um það. Reyndar smá tímabil þar sem ég fór í smá mótþróa sem ég sýndi með því að virða ekki útivistarreglur og koma svolítið seinna heim. En það var svo sem ekki alvarlegt.“ Við fyrsta tækifæri flutti Hafrún að heiman. Þá rúmlega 17 ára. Það má segja að vesenið mitt hafi byrjað þá. Því þarna byrjaði ég að drekka, reykja gras og fór í alls kyns annað dóp. Mér fannst þetta samt bara gaman. Að vera á djamminu að dópa. Það var ekki fyrr en ég sá handrukkara brjóta eldhúsinnréttinguna okkar með hausnum á besta vini mínum og æskuást, sem ég áttaði mig á því síðar að ég væri eflaust búin að missa tökin á þessari neyslu.“ Orðin fíkill. „Og þá var hætt að vera gaman.“ Hafrún segist samt hafa verið heppin með margt miðað við marga aðra. „Þessi heimur er mjög ljótur og ég viðurkenni það að fyrir tvítugt var ég búin að upplifa allar tegundir af ofbeldi. Andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Í þessum heimi eru það þó strákarnir sem lenda oft hraðar í að skulda mikið, sem aftur leiðir til þess að við heyrum svona handrukkarasögur sem tengjast þeim. Stelpur lenda hægari í skuldum því þær eru ýmist látnar gera eitthvað kynferðislegt fyrir efni eða bjóðast til þess. Ég var svo heppin að fara aldrei þessa leið en man til dæmis eftir að stelpur hafi verið seldar af vinum sínum fyrir efni.“ Besti vinur og æskuást Hafrúnar sem hér var nefnd var jafnaldri Hafrúnar sem lést árið 2018. „Það var erfiðasta jarðaför sem ég hef tíma farið í. Því ég vissi að hann hafði svo mikið reynt að verða edrú. Þessi vinur minn bjargaði mér líka tvisvar sinnum frá því að deyja. Þá hafði ég í bæði skiptin reynt að taka mitt eigið líf en hann kom að mér og bjargaði mér. Að vera síðan í jarðaförinni hans og vita að sjálfsvíg hafi á endanum verið hans eina undankomuleið fannst mér ofboðslega erfitt.“ Hafrún var um tíma atvinnulaus og heimilislaus fíkill en er í dag með BA gráðu í ensku frá Háskóla Íslands og starfar sem aðstoðarforstöðukona Bakkasels, sem er frístundaheimili við Breiðholtsskóla. Hafrún segir mikilvægt fyrir ungt fólk sem hefur átt erfiða æsku eins og hún og leiðist jafnvel út í neyslu, að gefa aldrei upp von því svo sannarlega geti draumarnir ræst með góðri hjálp.Vísir/Vilhelm Heimilislaus Á neyslutímabilinu var Hafrún heimilislaus í um sex mánuði. Ég svaf í bílnum og lagði þá oftast upp í Heiðmörk. Ég þvoði mér með því að fara í sund en stundum fékk ég að fara í sturtu heima hjá vinkonu. Þessi tími er mikið í móðu enda var þetta bara djamm og dóp. Ég man til dæmis eftir tveggja vikna tímabili þar sem djammið var stanslaust og ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég kannski sofið í hálftíma hvora vikuna sem það var því svo mikil var neyslan á efnunum.“ Stundum var Hafrún að vinna, á skyndibitastöðum og fleiri vinnustöðum þar sem ungt fólk vinnur gjarnan en starfsmannavelta er mikil. „En oft var ég bara á bótum frá féló. Ég sótti einmitt fyrst um íbúð á vegum féló 18 ára. Sem er nú helvíti ungt,“ segir Hafrún. Loks kom að því að Hafrún gat ekki meira. Leit í spegilinn og hreinlega fékk ógeð á sjálfri sér eins og sagt var frá hér í upphafi. Hafrún fór samt ekki í meðferð. Heldur til afa síns. Þar bjó hún við frekar bágar aðstæður og myglu og lokaði sig að mestu leyti af. Fjarlægði sig frá gömlu djammvinunum og hefur meira og minna ekkert hitt það fólk síðar. Enn í dag passar hún sig líka á að setja sig ekki í þær aðstæður að hún sé líkleg til að detta í það og fara að djamma. „Áfengi hefur reyndar aldrei verið vandamál hjá mér. En ég fer til dæmis aldrei niður í bæ að djamma, læt son minn aldrei sjá ef ég verð ölvuð. Ég forðast þetta allt saman eins og heitan eldinn því ég veit hvernig þessi heimur virkar og hreinlega set mig ekki í þær aðstæður að eitthvað geti triggerað djamm. Enda sé ég hvaða fólk er á efnum og hreinlega finn lyktina af því stundum.“ Það var í lok árs árið 2007 sem Hafrún ákvað að verða edrú. Þann vetur kynnist hún barnföður sínum og verður ófrísk af syni sínum, Aroni Mána Davíðssyni, sumarið 2008. „Við vorum svo sem ekki lengi saman ég og barnsfaðir minn og þótt fæðing sonarins hafi alltaf verið mér allt, var ég á hræðilegum stað andlega á þessum tíma. Enda hafði ég aldrei fengið almennilega greiningu á mér,“ segir Hafrún og bætir við: „Við vissum reyndar að ég væri þunglynd, það hafði fylgt mér frá því að ég var barn. En eftir atvikið þar sem handrukkararnir brutu eldhúsinnréttinguna reyndi mamma að koma mér inn á geðdeild því að áfallið sem ég var í var svo mikið. En ég var bara send heim með þunglyndislyf og svefnlyf og sagt að taka þau kvölds og morgna. Þetta atvik er samt skýringin á því hvers vegna ég greindist með áfallaröskun síðar.“ Hafrún segir unga karlmenn oft fara að skulda hraðar í heimi eiturlyfja og neyslu og þess vegna heyrast fleiri handrukkararasögur tengdar þeim. Ungar konur eru hins vegar oft seinni til að skulda vegna þess að þær eru ýmist látnar eða bjóðast til að gera eitthvað kynferðislegt fyrir skammt.Vísir/Vilhelm Að fara í háskólanám Svo heppin segist Hafrún þó hafa verið á endanum að hún fékk inni hjá Hvítabandi Landspítalans, sem starfsrækt er á Skólavörðustíg. „Hjá þeim fór ég í díalektísk atferlistmeðferð þar sem okkur var kennt að tala um tilfinningar, lærðum að tjá okkur með myndmennt, fórum mikið í nútvitund og fleira,“ segir Hafrún og lýsir því að þarna hafi hún í fyrsta sinn verið að fá þá raunverulegu hjálp sem henni hafði svo lengi vantað. Stóra skýringin kom þó með greiningu. Ég var greind með alvarlegt þunglyndi og mikinn kvíða en sú greining sem setti svo margt í samhengi fyrir mig var að ég var greind með jaðarpersónuleikaröskun. Sem þýðir að tilfinningarnar mínar þroskuðust ekki rétt þegar að ég var krakki.“ Hún segir einkenni jaðarpersónuleikaröskunarinnar meðal annars felast í því að það eru öfgar í allar áttir. „Þegar að ég grét, grét ég mikið. Ef ég varð reið, varð ég rosalega reið. Ef ég elskaði, elskaði ég of mikið. Og svo framvegis. Þannig að það er svo sem ekkert skrýtið þótt neyslan hafi farið í rugl hjá mér á skömmum tíma. Allt sem ég gerði einkenndist af offorsi þar sem ég hreinlega gerði hlutina of hratt og of mikið.“ Hafrún segist stundum hugsa til þess hversu miklu það hefði breytt ef hún hefði fengið þessa aðstoð þegar hún var barn. „Ég myndi svo sem ekki vilja breyta neinu í mínu lífi, ég hef lært af því og þroskast. Ég meina það ekki þannig. En þegar að ég horfi til baka þá var ég til dæmis frekar ofvirk í skóla, byrjaði að lesa áður en ég fór í grunnskóla, var langt á undan í stærðfræði og fleira. Í skóla var ég því bara sett til hliðar því ég þurfti ekki stuðning við námið. En ég hefði hins vegar þurft alla aðstoð sem sneri að minni andlegu líðan. Ég er til dæmis fyrst núna, að verða 37 ára, að byrja í ADHD greiningu.“ Eftir Hvítabandið fór Hafrún í starfs- og endurhæfingarnám hjá Hringsjá. „Þar tók ég áhugasviðspróf sem sýndi að áhugamálin mín voru fyrst og fremst tungumál og kennsla. Ég fór því næst í Fjölbraut í Breiðholti og kláraði stúdentinn á málabraut. Tók reyndar aukaáfanga í mörgum tungumálunum en var þar að læra ensku, íslensku, dönsku og spænsku.“ Hafrún var á þessum tíma flutt með son sinn í Seljahverfið þar sem þau mæðginin búa enn. Hún hlaut líka stuðning Tinnuverkefnisins sem er á vegum Reykjavíkurborgar og styður við ungar einstæðar mæður. Fyrst í Breiðholtinu. „Ég er enn í sambandi við það dásamlega fólk sem hjálpaði mér þar. Það er einmitt svo víða hægt að fá aðstoð og svo mikilvægt að fólk gefist aldrei upp á að reyna að fá hjálp þegar það vill snúa við blaðinu eða hreinlega tekur ákvörðun um að vilja lifa.“ Í Tinnuverkefninu var Hafrúnu bent á Menntunarsjóðinn. „Ég hefði örugglega aldrei farið í háskólanám nema fyrir það að í Tinnuverkefninu er mér bent á Menntunarsjóðinn. Ég sótt um og hlaut styrk sem nam því að Menntunarsjóðurinn styrkti mig um skólagjöldin og skólabækurnar öll árin sem ég var í háskólanum og aðstoðaði mig með ýmsum hætti öðrum, til dæmis með mat, jólagjafir og jafnvel fatnað á strákinn minn,“ segir Hafrún stolt. Hafrún útskrifaðist úr háskólanum árið 2021 með BA próf í ensku með áherslu á kennslu og hafði þá þegar byrjað að starfa í 50% starfi hjá frístundarheimilinu Bakkaseli við Breiðholtsskóla, sem heyrir undir frístundamiðstöð Miðbergs. Í dag er hún þar í 80% starfi. „Fyrir fimmtán árum síðan hefði mér ekki órað fyrir því að mér ætti eftir að líða svona vel og ganga svona vel. Að ég ætti í alvörunni eftir að vakna alla morgna í tilhlökkun yfir því að mæta í vinnuna mína, þar sem ég starfa við það sem ég brenn fyrir og hef líka áhrif á það starf sem þar er. Þetta er einfaldlega líf sem ég hélt aldrei að ég fengi tækifæri til að njóta,“ segir Hafrún og bætir við: Ég fór frá því að vera atvinnulaus fíkill yfir í að vera háskólamenntuð einstæð móðir sem gengur vel og hefur áhrif á það sem hún starfar við. Ég hef til dæmis komið að vinnu frumvarps sem eitt sinn var verið að vinna í á vegum Velferðaráðuneytisins, hef skrifað lokaritgerð um börn með ADHD og lesblindu og margt fleira sem ég gæti nefnt og er stolt af því að hafa áorkað.“ Þegar móðir menntar sig eru meiri líkur á að börnin hennar mennti sig. Hafrún er ein af 375 konum sem hlotið hafa styrk frá Menntastjóðnum og klárað nám. Styrkurinn sem Hafrún fékk frá sjóðnum dekkaði háskólagjöldin og skólabækurnar öll árin sem hún var í námi. Þá fékk hún aðstoð við mat, jólagjafir og jafnvel fatnað handa syni sínum. Vísir/Vilhelm Leyniskilaboð dagsins Menntunarsjóðurinn hefur starfað í rúman áratug en hann var stofnaður á sínum tíma fyrir tilstilli Mæðrastyrksnefndar. Frá stofnun hafa 300 konur klárað nám sem hlotið hafa styrk frá sjóðnum. Að sögn Guðríðar Sigurðardóttur, formanni sjóðsins, hefur sjóðurinn vaxið mikið að umfangi frá stofnun en flestir styrkþegar fá styrk í nokkur ár eins og Hafrún. Í dag styrkir sjóðurinn 70 konur til náms. „Það er mjög gefandi að fylgjast með konum sækja um styrk ár eftir, sjá að þær ljúka námi og jafnvel að fá vinnu við það sem þær lærðu. Menntunin skilar þeim oft betri störfum og hærri launum, þær fá meiri trú á sjálfri sér og styrkurinn er því oft mikilvægur liður í því að koma þeim úr erfiðum aðstæðum,“ segir Guðríður. Guðríður bendir líka á að það að styrkja konur til menntunar sé mikilvægt samfélagsmál. „Með aukinni menntun fáum við fleira fólk inn á vinnumarkaðinn og þegar að móðir menntar sig eru meiri líkur á að börnin hennar mennti sig, þannig að menntun hefur áhrif á næstu kynslóðir.“ Helsta fjármögnun sjóðsins er árleg kertasala sem lýkur í dag en í hverju kerti felast leyniskilaboð frá velunnurum sjóðsins, sem eru öflugar kvenfyrirmyndir. „Þær Vigdís Finnbogadóttir og Eliza Reid hafa lagt okkur lið síðustu ár og svo öfum við fengið eina nýja konu til að vera með á hverju ári. Þetta er skemmtileg hefð og það skapast alltaf svolítil spenna í kringum það að kynna nýjasta velunnarann og þau skilaboð sem hún velur,“ segir Guðríður en í ár er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir nýr velunnari sjóðsins. Skilaboðin sem Ragnhildur valdi að hafa í kertunum eru: „Gefðu allt sem þú átt, draumurinn getur ræst.“ Skóla - og menntamál Landspítalinn Geðheilbrigði Fjölskyldumál Vinnumarkaður Starfsframi Áskorun Tengdar fréttir Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Því þegar þetta var, hafði Hafrún þá þegar margreynt að taka sitt eigið líf. Á neysluárunum sínum upplifði hún líka allar tegundir af ofbeldi: Andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Í dag er Hafrún með BA gráðu í ensku frá Háskóla Íslands og starfar sem aðstoðarforstöðukona Bakkasels, sem er frístundaheimili við Breiðholtsskóla. „Mér finnst svo mikilvægt að ungt fólk viti að þótt það hafi átt æsku eins og ég eða ekki fengið aðstoðina sem það þurfti þegar þau voru krakkar, þá er samt von. Þess vegna skiptir svo miklu máli að hætta aldrei að leita hjálpar og hætta aldrei að vilja auka við sig þekkingu. Sjáið til dæmis mig: Ég fór frá því að eiga enga framtíð yfir í að eiga allt í einu endalausa framtíð. Ég er meira að segja sú fyrsta í minni fjölskyldu til að útskrifast úr háskólanum,“ segir Hafrún. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Mæðradagurinn er í dag og af því tilefni segjum við sögu einstæðrar móður sem hefur unnið sig frá því að vera atvinnulaus og um tíma heimilislaus fíkill, yfir í að vera háskólamenntuð kona í góðu starfi. Hafrún er ein kvenna sem hefur hlotið styrk frá Menntasjóðnum sem sagt verður frá hér neðst í viðtali. Þegar mæður mennta sig aukast líkurnar á að börnin þeirra geri það líka. Hafrún Hafrún er fædd árið 1986 í Keflavík. Fimm ára flytur fjölskyldan til Reykjavíkur en stóran part af æsku Hafrúnar var faðir hennar öryrki og drakk mikið. „Pabbi lenti í bílslysi þar sem hann braut bakið og hlaut mænuskaða. Ég segi oft að drykkjan hans hafi verið afleiðing af því að kunna ekki að díla við tilfinningarnar í kjölfar þess áfalls. Útkoman var pirringur, erfiðar skapsveiflur, drykkja, fýlustjórnun og fleira. Það var til að mynda mjög mikil fýlustjórnun á mínu heimili,“ segir Hafrún og bætir við: „Mamma vann mjög mikið. Var verslunarstjóri í 10-11 og yrði pottþétt kallaður vinnualki ef út í það er farið. Þegar ég horfi til baka finnst mér ekki ólíklegt að hún hafi unnið svona mikið til að flýja aðstæðurnar og andrúmsloftið sem var heima.“ Hafrún á tvo bræður: Annar er fæddur árið 1991 en hinn árið 1998. „Ég þurfti mikið að sjá um þá því að mamma var alltaf að vinna, pabbi heima og það kom því oft í minn hlut að fara með þá og sækja í leikskólann og síðan skólann, elda og alls kyns svoleiðis þegar þurfti,“ segir Hafrún. Hún segir þó að á unglingsárunum hafi hún stundum farið á böll og meira að segja byrjað að reykja. ,,En það var ekki mikið um það. Reyndar smá tímabil þar sem ég fór í smá mótþróa sem ég sýndi með því að virða ekki útivistarreglur og koma svolítið seinna heim. En það var svo sem ekki alvarlegt.“ Við fyrsta tækifæri flutti Hafrún að heiman. Þá rúmlega 17 ára. Það má segja að vesenið mitt hafi byrjað þá. Því þarna byrjaði ég að drekka, reykja gras og fór í alls kyns annað dóp. Mér fannst þetta samt bara gaman. Að vera á djamminu að dópa. Það var ekki fyrr en ég sá handrukkara brjóta eldhúsinnréttinguna okkar með hausnum á besta vini mínum og æskuást, sem ég áttaði mig á því síðar að ég væri eflaust búin að missa tökin á þessari neyslu.“ Orðin fíkill. „Og þá var hætt að vera gaman.“ Hafrún segist samt hafa verið heppin með margt miðað við marga aðra. „Þessi heimur er mjög ljótur og ég viðurkenni það að fyrir tvítugt var ég búin að upplifa allar tegundir af ofbeldi. Andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Í þessum heimi eru það þó strákarnir sem lenda oft hraðar í að skulda mikið, sem aftur leiðir til þess að við heyrum svona handrukkarasögur sem tengjast þeim. Stelpur lenda hægari í skuldum því þær eru ýmist látnar gera eitthvað kynferðislegt fyrir efni eða bjóðast til þess. Ég var svo heppin að fara aldrei þessa leið en man til dæmis eftir að stelpur hafi verið seldar af vinum sínum fyrir efni.“ Besti vinur og æskuást Hafrúnar sem hér var nefnd var jafnaldri Hafrúnar sem lést árið 2018. „Það var erfiðasta jarðaför sem ég hef tíma farið í. Því ég vissi að hann hafði svo mikið reynt að verða edrú. Þessi vinur minn bjargaði mér líka tvisvar sinnum frá því að deyja. Þá hafði ég í bæði skiptin reynt að taka mitt eigið líf en hann kom að mér og bjargaði mér. Að vera síðan í jarðaförinni hans og vita að sjálfsvíg hafi á endanum verið hans eina undankomuleið fannst mér ofboðslega erfitt.“ Hafrún var um tíma atvinnulaus og heimilislaus fíkill en er í dag með BA gráðu í ensku frá Háskóla Íslands og starfar sem aðstoðarforstöðukona Bakkasels, sem er frístundaheimili við Breiðholtsskóla. Hafrún segir mikilvægt fyrir ungt fólk sem hefur átt erfiða æsku eins og hún og leiðist jafnvel út í neyslu, að gefa aldrei upp von því svo sannarlega geti draumarnir ræst með góðri hjálp.Vísir/Vilhelm Heimilislaus Á neyslutímabilinu var Hafrún heimilislaus í um sex mánuði. Ég svaf í bílnum og lagði þá oftast upp í Heiðmörk. Ég þvoði mér með því að fara í sund en stundum fékk ég að fara í sturtu heima hjá vinkonu. Þessi tími er mikið í móðu enda var þetta bara djamm og dóp. Ég man til dæmis eftir tveggja vikna tímabili þar sem djammið var stanslaust og ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég kannski sofið í hálftíma hvora vikuna sem það var því svo mikil var neyslan á efnunum.“ Stundum var Hafrún að vinna, á skyndibitastöðum og fleiri vinnustöðum þar sem ungt fólk vinnur gjarnan en starfsmannavelta er mikil. „En oft var ég bara á bótum frá féló. Ég sótti einmitt fyrst um íbúð á vegum féló 18 ára. Sem er nú helvíti ungt,“ segir Hafrún. Loks kom að því að Hafrún gat ekki meira. Leit í spegilinn og hreinlega fékk ógeð á sjálfri sér eins og sagt var frá hér í upphafi. Hafrún fór samt ekki í meðferð. Heldur til afa síns. Þar bjó hún við frekar bágar aðstæður og myglu og lokaði sig að mestu leyti af. Fjarlægði sig frá gömlu djammvinunum og hefur meira og minna ekkert hitt það fólk síðar. Enn í dag passar hún sig líka á að setja sig ekki í þær aðstæður að hún sé líkleg til að detta í það og fara að djamma. „Áfengi hefur reyndar aldrei verið vandamál hjá mér. En ég fer til dæmis aldrei niður í bæ að djamma, læt son minn aldrei sjá ef ég verð ölvuð. Ég forðast þetta allt saman eins og heitan eldinn því ég veit hvernig þessi heimur virkar og hreinlega set mig ekki í þær aðstæður að eitthvað geti triggerað djamm. Enda sé ég hvaða fólk er á efnum og hreinlega finn lyktina af því stundum.“ Það var í lok árs árið 2007 sem Hafrún ákvað að verða edrú. Þann vetur kynnist hún barnföður sínum og verður ófrísk af syni sínum, Aroni Mána Davíðssyni, sumarið 2008. „Við vorum svo sem ekki lengi saman ég og barnsfaðir minn og þótt fæðing sonarins hafi alltaf verið mér allt, var ég á hræðilegum stað andlega á þessum tíma. Enda hafði ég aldrei fengið almennilega greiningu á mér,“ segir Hafrún og bætir við: „Við vissum reyndar að ég væri þunglynd, það hafði fylgt mér frá því að ég var barn. En eftir atvikið þar sem handrukkararnir brutu eldhúsinnréttinguna reyndi mamma að koma mér inn á geðdeild því að áfallið sem ég var í var svo mikið. En ég var bara send heim með þunglyndislyf og svefnlyf og sagt að taka þau kvölds og morgna. Þetta atvik er samt skýringin á því hvers vegna ég greindist með áfallaröskun síðar.“ Hafrún segir unga karlmenn oft fara að skulda hraðar í heimi eiturlyfja og neyslu og þess vegna heyrast fleiri handrukkararasögur tengdar þeim. Ungar konur eru hins vegar oft seinni til að skulda vegna þess að þær eru ýmist látnar eða bjóðast til að gera eitthvað kynferðislegt fyrir skammt.Vísir/Vilhelm Að fara í háskólanám Svo heppin segist Hafrún þó hafa verið á endanum að hún fékk inni hjá Hvítabandi Landspítalans, sem starfsrækt er á Skólavörðustíg. „Hjá þeim fór ég í díalektísk atferlistmeðferð þar sem okkur var kennt að tala um tilfinningar, lærðum að tjá okkur með myndmennt, fórum mikið í nútvitund og fleira,“ segir Hafrún og lýsir því að þarna hafi hún í fyrsta sinn verið að fá þá raunverulegu hjálp sem henni hafði svo lengi vantað. Stóra skýringin kom þó með greiningu. Ég var greind með alvarlegt þunglyndi og mikinn kvíða en sú greining sem setti svo margt í samhengi fyrir mig var að ég var greind með jaðarpersónuleikaröskun. Sem þýðir að tilfinningarnar mínar þroskuðust ekki rétt þegar að ég var krakki.“ Hún segir einkenni jaðarpersónuleikaröskunarinnar meðal annars felast í því að það eru öfgar í allar áttir. „Þegar að ég grét, grét ég mikið. Ef ég varð reið, varð ég rosalega reið. Ef ég elskaði, elskaði ég of mikið. Og svo framvegis. Þannig að það er svo sem ekkert skrýtið þótt neyslan hafi farið í rugl hjá mér á skömmum tíma. Allt sem ég gerði einkenndist af offorsi þar sem ég hreinlega gerði hlutina of hratt og of mikið.“ Hafrún segist stundum hugsa til þess hversu miklu það hefði breytt ef hún hefði fengið þessa aðstoð þegar hún var barn. „Ég myndi svo sem ekki vilja breyta neinu í mínu lífi, ég hef lært af því og þroskast. Ég meina það ekki þannig. En þegar að ég horfi til baka þá var ég til dæmis frekar ofvirk í skóla, byrjaði að lesa áður en ég fór í grunnskóla, var langt á undan í stærðfræði og fleira. Í skóla var ég því bara sett til hliðar því ég þurfti ekki stuðning við námið. En ég hefði hins vegar þurft alla aðstoð sem sneri að minni andlegu líðan. Ég er til dæmis fyrst núna, að verða 37 ára, að byrja í ADHD greiningu.“ Eftir Hvítabandið fór Hafrún í starfs- og endurhæfingarnám hjá Hringsjá. „Þar tók ég áhugasviðspróf sem sýndi að áhugamálin mín voru fyrst og fremst tungumál og kennsla. Ég fór því næst í Fjölbraut í Breiðholti og kláraði stúdentinn á málabraut. Tók reyndar aukaáfanga í mörgum tungumálunum en var þar að læra ensku, íslensku, dönsku og spænsku.“ Hafrún var á þessum tíma flutt með son sinn í Seljahverfið þar sem þau mæðginin búa enn. Hún hlaut líka stuðning Tinnuverkefnisins sem er á vegum Reykjavíkurborgar og styður við ungar einstæðar mæður. Fyrst í Breiðholtinu. „Ég er enn í sambandi við það dásamlega fólk sem hjálpaði mér þar. Það er einmitt svo víða hægt að fá aðstoð og svo mikilvægt að fólk gefist aldrei upp á að reyna að fá hjálp þegar það vill snúa við blaðinu eða hreinlega tekur ákvörðun um að vilja lifa.“ Í Tinnuverkefninu var Hafrúnu bent á Menntunarsjóðinn. „Ég hefði örugglega aldrei farið í háskólanám nema fyrir það að í Tinnuverkefninu er mér bent á Menntunarsjóðinn. Ég sótt um og hlaut styrk sem nam því að Menntunarsjóðurinn styrkti mig um skólagjöldin og skólabækurnar öll árin sem ég var í háskólanum og aðstoðaði mig með ýmsum hætti öðrum, til dæmis með mat, jólagjafir og jafnvel fatnað á strákinn minn,“ segir Hafrún stolt. Hafrún útskrifaðist úr háskólanum árið 2021 með BA próf í ensku með áherslu á kennslu og hafði þá þegar byrjað að starfa í 50% starfi hjá frístundarheimilinu Bakkaseli við Breiðholtsskóla, sem heyrir undir frístundamiðstöð Miðbergs. Í dag er hún þar í 80% starfi. „Fyrir fimmtán árum síðan hefði mér ekki órað fyrir því að mér ætti eftir að líða svona vel og ganga svona vel. Að ég ætti í alvörunni eftir að vakna alla morgna í tilhlökkun yfir því að mæta í vinnuna mína, þar sem ég starfa við það sem ég brenn fyrir og hef líka áhrif á það starf sem þar er. Þetta er einfaldlega líf sem ég hélt aldrei að ég fengi tækifæri til að njóta,“ segir Hafrún og bætir við: Ég fór frá því að vera atvinnulaus fíkill yfir í að vera háskólamenntuð einstæð móðir sem gengur vel og hefur áhrif á það sem hún starfar við. Ég hef til dæmis komið að vinnu frumvarps sem eitt sinn var verið að vinna í á vegum Velferðaráðuneytisins, hef skrifað lokaritgerð um börn með ADHD og lesblindu og margt fleira sem ég gæti nefnt og er stolt af því að hafa áorkað.“ Þegar móðir menntar sig eru meiri líkur á að börnin hennar mennti sig. Hafrún er ein af 375 konum sem hlotið hafa styrk frá Menntastjóðnum og klárað nám. Styrkurinn sem Hafrún fékk frá sjóðnum dekkaði háskólagjöldin og skólabækurnar öll árin sem hún var í námi. Þá fékk hún aðstoð við mat, jólagjafir og jafnvel fatnað handa syni sínum. Vísir/Vilhelm Leyniskilaboð dagsins Menntunarsjóðurinn hefur starfað í rúman áratug en hann var stofnaður á sínum tíma fyrir tilstilli Mæðrastyrksnefndar. Frá stofnun hafa 300 konur klárað nám sem hlotið hafa styrk frá sjóðnum. Að sögn Guðríðar Sigurðardóttur, formanni sjóðsins, hefur sjóðurinn vaxið mikið að umfangi frá stofnun en flestir styrkþegar fá styrk í nokkur ár eins og Hafrún. Í dag styrkir sjóðurinn 70 konur til náms. „Það er mjög gefandi að fylgjast með konum sækja um styrk ár eftir, sjá að þær ljúka námi og jafnvel að fá vinnu við það sem þær lærðu. Menntunin skilar þeim oft betri störfum og hærri launum, þær fá meiri trú á sjálfri sér og styrkurinn er því oft mikilvægur liður í því að koma þeim úr erfiðum aðstæðum,“ segir Guðríður. Guðríður bendir líka á að það að styrkja konur til menntunar sé mikilvægt samfélagsmál. „Með aukinni menntun fáum við fleira fólk inn á vinnumarkaðinn og þegar að móðir menntar sig eru meiri líkur á að börnin hennar mennti sig, þannig að menntun hefur áhrif á næstu kynslóðir.“ Helsta fjármögnun sjóðsins er árleg kertasala sem lýkur í dag en í hverju kerti felast leyniskilaboð frá velunnurum sjóðsins, sem eru öflugar kvenfyrirmyndir. „Þær Vigdís Finnbogadóttir og Eliza Reid hafa lagt okkur lið síðustu ár og svo öfum við fengið eina nýja konu til að vera með á hverju ári. Þetta er skemmtileg hefð og það skapast alltaf svolítil spenna í kringum það að kynna nýjasta velunnarann og þau skilaboð sem hún velur,“ segir Guðríður en í ár er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir nýr velunnari sjóðsins. Skilaboðin sem Ragnhildur valdi að hafa í kertunum eru: „Gefðu allt sem þú átt, draumurinn getur ræst.“
Skóla - og menntamál Landspítalinn Geðheilbrigði Fjölskyldumál Vinnumarkaður Starfsframi Áskorun Tengdar fréttir Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01
Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01
Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00
Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00
Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00