Kökukast er kökuskreytingakeppni þar sem fjölskyldur keppast um að skreyta flottustu kökuna. Tveir eru saman í liði, einn fullorðinn og eitt barn. Þeir bræður dæma svo kökurnar með sérstakri aðstoð kökusérfræðingsins Evu Laufeyjar. Það lið sem dettur út endar svo með köku í andlitinu.
Í nýjasta þætti Kökukasts er spennan í hámarki þegar svarta liðið mætir því lime græna í æsispennandi viðureign þar sem þau Silja Sævarsdóttir og Tómas Gauti Jóhannsson öttu kappi við mæðginin Ósk Gunnarsdóttir og Benjamín í skrautlegri viðureign. Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að neðan.