Lífið

Fjórði þáttur af Kökukasti: Spennan í hámarki

Íris Hauksdóttir skrifar
Í nýjasta þætti Kökukasts er spennan í hámarki þegar svarta liðið mætir því lime græna í æsispennandi viðureign.
Í nýjasta þætti Kökukasts er spennan í hámarki þegar svarta liðið mætir því lime græna í æsispennandi viðureign.

Fjórði þáttur af Kökukasti er kominn í loftið. Um er að ræða stórskemmtilega fjölskylduþætti í umsjón bræðranna Gústa B og Árna Beinteins. Þættirnir eru sýndir hér á Vísi og á Stöð 2+ á mánudögum.

Kökukast er kökuskreytingakeppni þar sem fjölskyldur keppast um að skreyta flottustu kökuna. Tveir eru saman í liði, einn fullorðinn og eitt barn. Þeir bræður dæma svo kökurnar með sérstakri aðstoð kökusérfræðingsins Evu Laufeyjar. Það lið sem dettur út endar svo með köku í andlitinu.

Í nýjasta þætti Kökukasts er spennan í hámarki þegar svarta liðið mætir því lime græna í æsispennandi viðureign þar sem þau Silja Sævarsdóttir og Tómas Gauti Jóhannsson öttu kappi við mæðginin Ósk Gunnarsdóttir og Benjamín í skrautlegri viðureign. Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Kökukast - Fjórði þáttur

Tengdar fréttir

Vildi mömmu en sat uppi með pabba

Feðgarnir Hugi Halldórsson og Auðunn sem kepptu í nýjasta þætti af Kökukasti áttu í fyrstu ekki að keppa saman. „Ég átti upphaflega að vera með mömmu minni,“ segir Auðunn Hugason sem bætir við að mamma hans hafi þurft að fara til Grænlands. „Þannig ég sit uppi með þennan hérna,“ segir hann og bendir á pabba sinn.

Þriðji þáttur af Köku­kasti: Allt fór úr böndunum

Þriðji þáttur af Kökukasti er kominn í loftið. Um er að ræða stórskemmtilega fjölskylduþætti í umsjón bræðranna Gústa B og Árna Beinteins. Þættirnir eru sýndir hér á Vísi og á Stöð 2+ á mánudögum.

Fyrsti þáttur af Kökukasti

Fyrsti þáttur af Kökukasti er kominn í loftið. Um er að ræða stórskemmtilega fjölskylduþætti í umsjón bræðranna Gústa B og Árna Beinteins. Þættirnir eru sýndir hér á Vísi og á Stöð 2+ á mánudögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.