Gunnar þakklátur fyrir tapleik í fyrra: „Vöknuðum allir upp við vondan draum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 15:00 Blær Hinriksson er algjör lykilmaður í liði Aftureldingar og hefur náð að spila gegn Haukum þrátt fyrir ökklameiðsli. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir mikið vonbrigðatímabil í fyrra, þar sem Afturelding komst ekki einu sinni í úrslitakeppnina í Olís-deild karla í handbolta, hefur nánast alveg sama lið landað bikarmeistaratitli í ár og getur með sigri í kvöld komist í úrslitaeinvígi um Íslandmeistaratitilinn. Afturelding tekur á móti Haukum í oddaleik í kvöld í æsispennandi einvígi liðanna sem lýkur fyrir fullu húsi að Varmá, þar sem búast má við gríðarlegri stemningu. Hvernig sem fer í kvöld þá vekur árangur Aftureldingar athygli og þjálfarinn Gunnar Magnússon var spurður út í þennan mikla viðsnúning, í Handkastinu. Hann segir það að missa af úrslitakeppninni í fyrra, með tapi gegn Fram í lokaumferð deildarinnar, hafa reynst lán í óláni. „Sparkið sem við þurftum“ „Þarna fengum við sparkið sem við þurftum,“ sagði Gunnar. „Þetta er nú kannski efni í heilan þátt. En stutta svarið er að ef við hefðum unnið Fram í síðasta leik í deildinni í fyrra, og farið í úrslitakeppnina og tapað 2-0 fyrir Val eða eitthvað, þá værum við ekki á þessum stað. Lykillinn var að sá leikur tapaðist. Það var sparkið sem að ég, leikmenn og allir í kringum okkur þurftum,“ sagði Gunnar en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Viðtalið við Gunnar er í lok þáttar. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, benti á að hann hefði nú hreinlega ekki skilið af hverju Afturelding vildi framlengja samning sinn við Gunnar eftir vonbrigðin í fyrra. „Stundum þarftu að fá ákveðið högg. Það voru mörg mistök gerð yfir tímabilið. Núna erum við með nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara, ég breytti undirbúningstímabilinu og við fórum í æfingaferð, og ég breytti mjög miklu. Leikmennirnir breyttu hugarfarinu, stjórnin breytti líka umgjörðinni,“ sagði Gunnar og hélt áfram: Gleðin var við völd hjá Aftureldingu á Ásvöllum á sunnudag þegar liðið tryggði sér oddaleik við Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Búnir að breyta öllu „Það sváfu allir á verðinum og svo vöknuðum við allir upp við vondan draum. Það er oft það sem þarf í sportinu, að skrapa botninn til að spyrna sér frá honum. Ef við hefðum unnið þennan Fram-leik og farið í úrslitakeppnina, en ekki fengið svona á baukinn, þá hefði kannski ekki nógu mikið breyst til þess að ná að snúa þessu við. Við erum í raun og veru búnir að breyta öllu og endurskipuleggja okkur frá grunni.“ Hið endurbætta lið Aftureldingar getur kórónað frábært tímabil með því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en til þess þarf liðið að vinna Hauka í kvöld. Nokkuð hefur verið rætt um það að Mosfellingar eigi erfiðara með langa leikjaseríu en Haukar, þar sem að álagið hvíli á færri herðum hjá þeim, en Gunnar telur svo ekki vera: „Ég held að Haukarnir séu líka þreyttir. Þar ertu með eldri menn. Þorsteinn Leó og Blær eru ungir strákar, og ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Ég held að bæði lið séu á svipuðum stað með þetta, þó að þeir séu klárlega að spila á fleiri mönnum.“ Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Haukar Handkastið Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Afturelding tekur á móti Haukum í oddaleik í kvöld í æsispennandi einvígi liðanna sem lýkur fyrir fullu húsi að Varmá, þar sem búast má við gríðarlegri stemningu. Hvernig sem fer í kvöld þá vekur árangur Aftureldingar athygli og þjálfarinn Gunnar Magnússon var spurður út í þennan mikla viðsnúning, í Handkastinu. Hann segir það að missa af úrslitakeppninni í fyrra, með tapi gegn Fram í lokaumferð deildarinnar, hafa reynst lán í óláni. „Sparkið sem við þurftum“ „Þarna fengum við sparkið sem við þurftum,“ sagði Gunnar. „Þetta er nú kannski efni í heilan þátt. En stutta svarið er að ef við hefðum unnið Fram í síðasta leik í deildinni í fyrra, og farið í úrslitakeppnina og tapað 2-0 fyrir Val eða eitthvað, þá værum við ekki á þessum stað. Lykillinn var að sá leikur tapaðist. Það var sparkið sem að ég, leikmenn og allir í kringum okkur þurftum,“ sagði Gunnar en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Viðtalið við Gunnar er í lok þáttar. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, benti á að hann hefði nú hreinlega ekki skilið af hverju Afturelding vildi framlengja samning sinn við Gunnar eftir vonbrigðin í fyrra. „Stundum þarftu að fá ákveðið högg. Það voru mörg mistök gerð yfir tímabilið. Núna erum við með nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara, ég breytti undirbúningstímabilinu og við fórum í æfingaferð, og ég breytti mjög miklu. Leikmennirnir breyttu hugarfarinu, stjórnin breytti líka umgjörðinni,“ sagði Gunnar og hélt áfram: Gleðin var við völd hjá Aftureldingu á Ásvöllum á sunnudag þegar liðið tryggði sér oddaleik við Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Búnir að breyta öllu „Það sváfu allir á verðinum og svo vöknuðum við allir upp við vondan draum. Það er oft það sem þarf í sportinu, að skrapa botninn til að spyrna sér frá honum. Ef við hefðum unnið þennan Fram-leik og farið í úrslitakeppnina, en ekki fengið svona á baukinn, þá hefði kannski ekki nógu mikið breyst til þess að ná að snúa þessu við. Við erum í raun og veru búnir að breyta öllu og endurskipuleggja okkur frá grunni.“ Hið endurbætta lið Aftureldingar getur kórónað frábært tímabil með því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en til þess þarf liðið að vinna Hauka í kvöld. Nokkuð hefur verið rætt um það að Mosfellingar eigi erfiðara með langa leikjaseríu en Haukar, þar sem að álagið hvíli á færri herðum hjá þeim, en Gunnar telur svo ekki vera: „Ég held að Haukarnir séu líka þreyttir. Þar ertu með eldri menn. Þorsteinn Leó og Blær eru ungir strákar, og ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Ég held að bæði lið séu á svipuðum stað með þetta, þó að þeir séu klárlega að spila á fleiri mönnum.“ Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Handkastið Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti