Unnur Birna aftur ófrísk Íris Hauksdóttir skrifar 17. maí 2023 20:00 Tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir ætlaði sér aldrei að eignast barn en hún þjáist af tókófóbíu eða sjúklegri hræðslu við meðgöngu og fæðingu. Fyrir tæpum þremur árum kom svo frumburðurinn, Náttsól Viktoría í heiminn og nú í september er von á óvæntum bróður. „Við vorum í algjöru sjokki enda hvorug meðgangan plönuð," segir Unnur spurð um líðanina í þetta skiptið. „Ég gleymi því reglulega að ég sé ófrísk. Ég finn sem betur fer ekkert fyrir þessu, engin ógleði eða aðrir leiðindar fylgikvillar sem margar konur tala um. Nema ég er með brjálað nefrennsli sem hlýtur að fara að rjátla af mér. Eina breytingin eru fötin sem eru aðeins farin að þrengja að mér upp á síðkastið." Náttsól Viktoría ber nafn með rentu en seinna nafnið hennar táknar sigurinn sem fólst í því fyrir móður hennar að koma henni í heiminn. aðsend Unnur Birna og Sigurgeir Skafti Flosason, sambýlismaður hennar, eiga fyrir dótturina Náttsól Viktoríu tæplega þriggja ára en Unnur Birna ræddi um meðgöngu og fæðingu hennar í einlægu viðtali við Fréttablaðið í júní árið 2021. „Ég vildi aldrei láta taka myndir af mér óléttri því ég vildi gleyma tilhugsuninni um að ég væri það," segir Unnur Birna þegar hún rifjar upp fyrri meðgöngu. Það sama á við núna. „Ég hef bara tekið þessa einu og er í raun aðeins með hausinn ofan í sandinum hvað þetta allt saman varðar. Ég tek bara einn dag fyrir í einu, svona eins og með allt annað í lífinu - annað er ekki hægt." Svo gaman að gera þetta saman Í þetta sinn er yngri systir Unnar Birnu, söngkonan Dagný Halla er samferða henni á meðgöngunni en hún gengur með sitt fyrsta barn. Unnur Birna segir það ákaflega ánægjulegt að fara í gegnum þetta ferðalag með systur sína sér við hlið. „Það er svo gaman að við séum ófrískar á sama tíma. Hún er eins og önnur mamma Náttsólar Viktoríu og á eftirlaust eftir að sóma sér vel sem móðir sjálf." Unnur Birna og Náttsól Viktoría prýddu forsíðu Fréttablaðsins í júní árið 2021 þar sem Unnur Birna ræddi einlægt um ótta sinn við meðgöngu og fæðingu. Spurð hvort kvíðinn sé á undanhaldi að þessu sinni segist Unnur Birna hafa í byrjun átt erfitt með að sætta sig við að ferlið væri að hefjast aftur á ný. „Ég fór strax í það að hugsa, þetta verður ekki svona auðvelt í þetta skiptið, eins og það var síðast. Því síðasta meðganga gekk vonum framar. Ég get ekki verið svo heppin aftur. En hingað til hefur þetta gengið mjög vel og við vonum það besta." Unnur Birna og Skafti tilkynntu um fjölgun fjölskyldunnar í færslu á Facebook síðu sinni en þar segir orðrétt: Í byrjun september ætlum við Sigurgeir Skafti að gefa út barnabók í tveimur bindum sem mun bera nafnið ,,Náttsól og Mánudagur” eða ,,Nightsun & Moonday”, ævilangt ævintýri í lygasögustíl. Fyrsta bindi kom út 2020 en við erum búin að vera að skrifa 2. bindið í hátt í hálft ár núna og er útgáfa áætluð í kringum afmælisdag afa Bassa, en það getur auðvitað varíerað svona um einhverja daga. Svona gerist þegar þú setur pergamentrúlluna nálægt göldróttum fjaðurstaf, ævintýrin skrifa sig bókstaflega sjálf! Þess má geta að 2. bindi verður, líkt og hið fyrsta, gefið út af Landsspítalanum. Unnur Birna segist reglulega gleyma því að hún sé barnshafnandi á ný, eina breytingin séu fötin sem eru aðeins farin að þrengjast. aðsend Móðurmál Barnalán Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Við vorum í algjöru sjokki enda hvorug meðgangan plönuð," segir Unnur spurð um líðanina í þetta skiptið. „Ég gleymi því reglulega að ég sé ófrísk. Ég finn sem betur fer ekkert fyrir þessu, engin ógleði eða aðrir leiðindar fylgikvillar sem margar konur tala um. Nema ég er með brjálað nefrennsli sem hlýtur að fara að rjátla af mér. Eina breytingin eru fötin sem eru aðeins farin að þrengja að mér upp á síðkastið." Náttsól Viktoría ber nafn með rentu en seinna nafnið hennar táknar sigurinn sem fólst í því fyrir móður hennar að koma henni í heiminn. aðsend Unnur Birna og Sigurgeir Skafti Flosason, sambýlismaður hennar, eiga fyrir dótturina Náttsól Viktoríu tæplega þriggja ára en Unnur Birna ræddi um meðgöngu og fæðingu hennar í einlægu viðtali við Fréttablaðið í júní árið 2021. „Ég vildi aldrei láta taka myndir af mér óléttri því ég vildi gleyma tilhugsuninni um að ég væri það," segir Unnur Birna þegar hún rifjar upp fyrri meðgöngu. Það sama á við núna. „Ég hef bara tekið þessa einu og er í raun aðeins með hausinn ofan í sandinum hvað þetta allt saman varðar. Ég tek bara einn dag fyrir í einu, svona eins og með allt annað í lífinu - annað er ekki hægt." Svo gaman að gera þetta saman Í þetta sinn er yngri systir Unnar Birnu, söngkonan Dagný Halla er samferða henni á meðgöngunni en hún gengur með sitt fyrsta barn. Unnur Birna segir það ákaflega ánægjulegt að fara í gegnum þetta ferðalag með systur sína sér við hlið. „Það er svo gaman að við séum ófrískar á sama tíma. Hún er eins og önnur mamma Náttsólar Viktoríu og á eftirlaust eftir að sóma sér vel sem móðir sjálf." Unnur Birna og Náttsól Viktoría prýddu forsíðu Fréttablaðsins í júní árið 2021 þar sem Unnur Birna ræddi einlægt um ótta sinn við meðgöngu og fæðingu. Spurð hvort kvíðinn sé á undanhaldi að þessu sinni segist Unnur Birna hafa í byrjun átt erfitt með að sætta sig við að ferlið væri að hefjast aftur á ný. „Ég fór strax í það að hugsa, þetta verður ekki svona auðvelt í þetta skiptið, eins og það var síðast. Því síðasta meðganga gekk vonum framar. Ég get ekki verið svo heppin aftur. En hingað til hefur þetta gengið mjög vel og við vonum það besta." Unnur Birna og Skafti tilkynntu um fjölgun fjölskyldunnar í færslu á Facebook síðu sinni en þar segir orðrétt: Í byrjun september ætlum við Sigurgeir Skafti að gefa út barnabók í tveimur bindum sem mun bera nafnið ,,Náttsól og Mánudagur” eða ,,Nightsun & Moonday”, ævilangt ævintýri í lygasögustíl. Fyrsta bindi kom út 2020 en við erum búin að vera að skrifa 2. bindið í hátt í hálft ár núna og er útgáfa áætluð í kringum afmælisdag afa Bassa, en það getur auðvitað varíerað svona um einhverja daga. Svona gerist þegar þú setur pergamentrúlluna nálægt göldróttum fjaðurstaf, ævintýrin skrifa sig bókstaflega sjálf! Þess má geta að 2. bindi verður, líkt og hið fyrsta, gefið út af Landsspítalanum. Unnur Birna segist reglulega gleyma því að hún sé barnshafnandi á ný, eina breytingin séu fötin sem eru aðeins farin að þrengjast. aðsend
Móðurmál Barnalán Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira