Unnur Birna aftur ófrísk Íris Hauksdóttir skrifar 17. maí 2023 20:00 Tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir ætlaði sér aldrei að eignast barn en hún þjáist af tókófóbíu eða sjúklegri hræðslu við meðgöngu og fæðingu. Fyrir tæpum þremur árum kom svo frumburðurinn, Náttsól Viktoría í heiminn og nú í september er von á óvæntum bróður. „Við vorum í algjöru sjokki enda hvorug meðgangan plönuð," segir Unnur spurð um líðanina í þetta skiptið. „Ég gleymi því reglulega að ég sé ófrísk. Ég finn sem betur fer ekkert fyrir þessu, engin ógleði eða aðrir leiðindar fylgikvillar sem margar konur tala um. Nema ég er með brjálað nefrennsli sem hlýtur að fara að rjátla af mér. Eina breytingin eru fötin sem eru aðeins farin að þrengja að mér upp á síðkastið." Náttsól Viktoría ber nafn með rentu en seinna nafnið hennar táknar sigurinn sem fólst í því fyrir móður hennar að koma henni í heiminn. aðsend Unnur Birna og Sigurgeir Skafti Flosason, sambýlismaður hennar, eiga fyrir dótturina Náttsól Viktoríu tæplega þriggja ára en Unnur Birna ræddi um meðgöngu og fæðingu hennar í einlægu viðtali við Fréttablaðið í júní árið 2021. „Ég vildi aldrei láta taka myndir af mér óléttri því ég vildi gleyma tilhugsuninni um að ég væri það," segir Unnur Birna þegar hún rifjar upp fyrri meðgöngu. Það sama á við núna. „Ég hef bara tekið þessa einu og er í raun aðeins með hausinn ofan í sandinum hvað þetta allt saman varðar. Ég tek bara einn dag fyrir í einu, svona eins og með allt annað í lífinu - annað er ekki hægt." Svo gaman að gera þetta saman Í þetta sinn er yngri systir Unnar Birnu, söngkonan Dagný Halla er samferða henni á meðgöngunni en hún gengur með sitt fyrsta barn. Unnur Birna segir það ákaflega ánægjulegt að fara í gegnum þetta ferðalag með systur sína sér við hlið. „Það er svo gaman að við séum ófrískar á sama tíma. Hún er eins og önnur mamma Náttsólar Viktoríu og á eftirlaust eftir að sóma sér vel sem móðir sjálf." Unnur Birna og Náttsól Viktoría prýddu forsíðu Fréttablaðsins í júní árið 2021 þar sem Unnur Birna ræddi einlægt um ótta sinn við meðgöngu og fæðingu. Spurð hvort kvíðinn sé á undanhaldi að þessu sinni segist Unnur Birna hafa í byrjun átt erfitt með að sætta sig við að ferlið væri að hefjast aftur á ný. „Ég fór strax í það að hugsa, þetta verður ekki svona auðvelt í þetta skiptið, eins og það var síðast. Því síðasta meðganga gekk vonum framar. Ég get ekki verið svo heppin aftur. En hingað til hefur þetta gengið mjög vel og við vonum það besta." Unnur Birna og Skafti tilkynntu um fjölgun fjölskyldunnar í færslu á Facebook síðu sinni en þar segir orðrétt: Í byrjun september ætlum við Sigurgeir Skafti að gefa út barnabók í tveimur bindum sem mun bera nafnið ,,Náttsól og Mánudagur” eða ,,Nightsun & Moonday”, ævilangt ævintýri í lygasögustíl. Fyrsta bindi kom út 2020 en við erum búin að vera að skrifa 2. bindið í hátt í hálft ár núna og er útgáfa áætluð í kringum afmælisdag afa Bassa, en það getur auðvitað varíerað svona um einhverja daga. Svona gerist þegar þú setur pergamentrúlluna nálægt göldróttum fjaðurstaf, ævintýrin skrifa sig bókstaflega sjálf! Þess má geta að 2. bindi verður, líkt og hið fyrsta, gefið út af Landsspítalanum. Unnur Birna segist reglulega gleyma því að hún sé barnshafnandi á ný, eina breytingin séu fötin sem eru aðeins farin að þrengjast. aðsend Móðurmál Barnalán Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
„Við vorum í algjöru sjokki enda hvorug meðgangan plönuð," segir Unnur spurð um líðanina í þetta skiptið. „Ég gleymi því reglulega að ég sé ófrísk. Ég finn sem betur fer ekkert fyrir þessu, engin ógleði eða aðrir leiðindar fylgikvillar sem margar konur tala um. Nema ég er með brjálað nefrennsli sem hlýtur að fara að rjátla af mér. Eina breytingin eru fötin sem eru aðeins farin að þrengja að mér upp á síðkastið." Náttsól Viktoría ber nafn með rentu en seinna nafnið hennar táknar sigurinn sem fólst í því fyrir móður hennar að koma henni í heiminn. aðsend Unnur Birna og Sigurgeir Skafti Flosason, sambýlismaður hennar, eiga fyrir dótturina Náttsól Viktoríu tæplega þriggja ára en Unnur Birna ræddi um meðgöngu og fæðingu hennar í einlægu viðtali við Fréttablaðið í júní árið 2021. „Ég vildi aldrei láta taka myndir af mér óléttri því ég vildi gleyma tilhugsuninni um að ég væri það," segir Unnur Birna þegar hún rifjar upp fyrri meðgöngu. Það sama á við núna. „Ég hef bara tekið þessa einu og er í raun aðeins með hausinn ofan í sandinum hvað þetta allt saman varðar. Ég tek bara einn dag fyrir í einu, svona eins og með allt annað í lífinu - annað er ekki hægt." Svo gaman að gera þetta saman Í þetta sinn er yngri systir Unnar Birnu, söngkonan Dagný Halla er samferða henni á meðgöngunni en hún gengur með sitt fyrsta barn. Unnur Birna segir það ákaflega ánægjulegt að fara í gegnum þetta ferðalag með systur sína sér við hlið. „Það er svo gaman að við séum ófrískar á sama tíma. Hún er eins og önnur mamma Náttsólar Viktoríu og á eftirlaust eftir að sóma sér vel sem móðir sjálf." Unnur Birna og Náttsól Viktoría prýddu forsíðu Fréttablaðsins í júní árið 2021 þar sem Unnur Birna ræddi einlægt um ótta sinn við meðgöngu og fæðingu. Spurð hvort kvíðinn sé á undanhaldi að þessu sinni segist Unnur Birna hafa í byrjun átt erfitt með að sætta sig við að ferlið væri að hefjast aftur á ný. „Ég fór strax í það að hugsa, þetta verður ekki svona auðvelt í þetta skiptið, eins og það var síðast. Því síðasta meðganga gekk vonum framar. Ég get ekki verið svo heppin aftur. En hingað til hefur þetta gengið mjög vel og við vonum það besta." Unnur Birna og Skafti tilkynntu um fjölgun fjölskyldunnar í færslu á Facebook síðu sinni en þar segir orðrétt: Í byrjun september ætlum við Sigurgeir Skafti að gefa út barnabók í tveimur bindum sem mun bera nafnið ,,Náttsól og Mánudagur” eða ,,Nightsun & Moonday”, ævilangt ævintýri í lygasögustíl. Fyrsta bindi kom út 2020 en við erum búin að vera að skrifa 2. bindið í hátt í hálft ár núna og er útgáfa áætluð í kringum afmælisdag afa Bassa, en það getur auðvitað varíerað svona um einhverja daga. Svona gerist þegar þú setur pergamentrúlluna nálægt göldróttum fjaðurstaf, ævintýrin skrifa sig bókstaflega sjálf! Þess má geta að 2. bindi verður, líkt og hið fyrsta, gefið út af Landsspítalanum. Unnur Birna segist reglulega gleyma því að hún sé barnshafnandi á ný, eina breytingin séu fötin sem eru aðeins farin að þrengjast. aðsend
Móðurmál Barnalán Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira