Gæsla til bjargar dómara sem hótað var lífláti Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2023 08:00 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Daníel Þór „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og þetta er eitthvað sem við höfum enga þolinmæði fyrir,“ segir Þóroddur Hjaltalín, fyrrum dómari og starfsmaður Knattspyrnusambands Íslands. Tilefnið eru líflátshótanir sem dómurum á vegum sambandsins hafa borist á síðustu vikum. KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kallað var eftir stillingu á meðal almennings þegar kemur að gagnrýni í garð starfa dómara. Ástæða yfirlýsingarinnar eru tvær líflátshótanir sem dómurum á vegum sambandsins hefur borist á síðustu vikum. Fyrrum dómarinn Þóroddur Hjaltalín, sem vinnur að dómaramálum hjá KSÍ, segir þetta grafalvarlegt mál. „Önnur hótunin berst dómaranum beint sem talskilaboð en hitt atvikið er einfaldlega þar sem áhorfandi missir stjórn á skapi sínu, ryðst inn á völlinn og ætlar bara í dómarann og hótar honum lífláti. Sem betur fer brást gæslan vel við og steig inn í þessar aðstæður sem við erum auðvitað mjög þakklát fyrir. Það er kannski ágætt að nota tækifærið og þakka þeim fyrir frábær vinnubrögð þar,“ segir Þóroddur sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um smáatriði tengd atvikunum tveimur. Þóroddur Hjaltalín, fyrrum dómari og starfsmaður KSÍ.Vísir/Dúi En eru fordæmi fyrir slíkum hótunum? „Já, því miður. En okkur þykir þetta vera að færast aðeins í aukana núna og lítum þetta mjög alvarlegum augum því að það að hóta fólki, hvort sem það eru strákapör eða eins og í þessu tilfelli, stálpaður einstaklingur sem kemur inn á völlinn er bara mjög alvarlegt og verður ekki liðið hér,“ segir Þóroddur. Aðspurður um hvort leitað verði til lögreglu vegna málsins segir Þóroddur málið enn til vinnslu. „Það er bara allt í skoðun. Við erum að vinna málið núna og afla okkur upplýsinga.“ Dómurum verulega brugðið Þóroddur segir dómarana sem bárust hótanirnar vera brugðið. Þá sé hætt við að þetta fæli þá eða aðra frá starfinu. „Ég er auðvitað í miklum samskiptum við þá, þeir eru starfsmenn hérna hjá okkur og þeim er auðvitað verulega brugðið. Það er ekki hægt að neita því,“ segir Þóroddur. En er þá hætta á að menn segi sig frá dómgæslunni þegar svona hótanir berast? „Auðvitað óttumst við það alltaf en í þessum tilfellum er það ekki þannig. Knattspyrnudómarar eru yfirleitt með sterkt bak og þurfa að hafa það, en það eru takmörk fyrir öllu,“ segir Þóroddur. Vilja gagnrýni en öllu má ofgera Þóroddur var sjálfur dómari í yfir tvo áratugi en kveðst ekki hafa lent í öðru eins sjálfur á meðan hann dæmdi. „Ég man ekki eftir því að mér hafi verið hótað lífláti en auðvitað var ýmislegt sem gekk yfir mann. Það er ástríða í fótbolta og við viljum hafa það þannig, það er enginn að biðja um að það verði tekið út úr þessu,“ „Hún er oft hörð og óvægin þessi gagnrýni sem við fáum og það fylgir þessu. Við viljum fá gagnrýni og helst uppbyggilega gagnrýni því við viljum gera betur og ég held að það vilji allir í fótbolta gera betur. Hvort sem það erum við í KSÍ, dómarar, leikmenn eða þeir sem standa að félögunum. Við erum alls ekki að biðja um að gagnrýni verði lögð á hilluna en þetta er ekki hægt að líða og við verðum að bregðast við,“ segir Þóroddur. En tekur gagnrýnin á menn? „Hún getur gert það en við reynum að halda utan um þetta og dómarahópurinn er þéttur. Þeir hjálpast að og eru duglegir að bakka hvern annan upp og eins við hérna. En hún getur verið erfið.“ Klippa: Þeim er auðvitað verulega brugðið Átak kynnt síðar í mánuðinum Þóroddur segir þá verkefni vera í pípunum hjá KSÍ til að skapa jákvæðara starfsumhverfi fyrir dómara, líkt og snert var á í yfirlýsingu KSÍ í gær. „Við erum að vinna í því að gera vinnuumhverfi knattspyrnudómara jákvæðara og meira uppbyggilegt. Það fjölgar alltaf liðunum og leikjunum og við verðum að fá einhverja einstaklinga til að dæma. Við erum á leið í átaksverkefni sem kynnt verður betur í þessum mánuði,“ segir Þóroddur. Viðtalið við Þórodd má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. KSÍ Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kallað var eftir stillingu á meðal almennings þegar kemur að gagnrýni í garð starfa dómara. Ástæða yfirlýsingarinnar eru tvær líflátshótanir sem dómurum á vegum sambandsins hefur borist á síðustu vikum. Fyrrum dómarinn Þóroddur Hjaltalín, sem vinnur að dómaramálum hjá KSÍ, segir þetta grafalvarlegt mál. „Önnur hótunin berst dómaranum beint sem talskilaboð en hitt atvikið er einfaldlega þar sem áhorfandi missir stjórn á skapi sínu, ryðst inn á völlinn og ætlar bara í dómarann og hótar honum lífláti. Sem betur fer brást gæslan vel við og steig inn í þessar aðstæður sem við erum auðvitað mjög þakklát fyrir. Það er kannski ágætt að nota tækifærið og þakka þeim fyrir frábær vinnubrögð þar,“ segir Þóroddur sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um smáatriði tengd atvikunum tveimur. Þóroddur Hjaltalín, fyrrum dómari og starfsmaður KSÍ.Vísir/Dúi En eru fordæmi fyrir slíkum hótunum? „Já, því miður. En okkur þykir þetta vera að færast aðeins í aukana núna og lítum þetta mjög alvarlegum augum því að það að hóta fólki, hvort sem það eru strákapör eða eins og í þessu tilfelli, stálpaður einstaklingur sem kemur inn á völlinn er bara mjög alvarlegt og verður ekki liðið hér,“ segir Þóroddur. Aðspurður um hvort leitað verði til lögreglu vegna málsins segir Þóroddur málið enn til vinnslu. „Það er bara allt í skoðun. Við erum að vinna málið núna og afla okkur upplýsinga.“ Dómurum verulega brugðið Þóroddur segir dómarana sem bárust hótanirnar vera brugðið. Þá sé hætt við að þetta fæli þá eða aðra frá starfinu. „Ég er auðvitað í miklum samskiptum við þá, þeir eru starfsmenn hérna hjá okkur og þeim er auðvitað verulega brugðið. Það er ekki hægt að neita því,“ segir Þóroddur. En er þá hætta á að menn segi sig frá dómgæslunni þegar svona hótanir berast? „Auðvitað óttumst við það alltaf en í þessum tilfellum er það ekki þannig. Knattspyrnudómarar eru yfirleitt með sterkt bak og þurfa að hafa það, en það eru takmörk fyrir öllu,“ segir Þóroddur. Vilja gagnrýni en öllu má ofgera Þóroddur var sjálfur dómari í yfir tvo áratugi en kveðst ekki hafa lent í öðru eins sjálfur á meðan hann dæmdi. „Ég man ekki eftir því að mér hafi verið hótað lífláti en auðvitað var ýmislegt sem gekk yfir mann. Það er ástríða í fótbolta og við viljum hafa það þannig, það er enginn að biðja um að það verði tekið út úr þessu,“ „Hún er oft hörð og óvægin þessi gagnrýni sem við fáum og það fylgir þessu. Við viljum fá gagnrýni og helst uppbyggilega gagnrýni því við viljum gera betur og ég held að það vilji allir í fótbolta gera betur. Hvort sem það erum við í KSÍ, dómarar, leikmenn eða þeir sem standa að félögunum. Við erum alls ekki að biðja um að gagnrýni verði lögð á hilluna en þetta er ekki hægt að líða og við verðum að bregðast við,“ segir Þóroddur. En tekur gagnrýnin á menn? „Hún getur gert það en við reynum að halda utan um þetta og dómarahópurinn er þéttur. Þeir hjálpast að og eru duglegir að bakka hvern annan upp og eins við hérna. En hún getur verið erfið.“ Klippa: Þeim er auðvitað verulega brugðið Átak kynnt síðar í mánuðinum Þóroddur segir þá verkefni vera í pípunum hjá KSÍ til að skapa jákvæðara starfsumhverfi fyrir dómara, líkt og snert var á í yfirlýsingu KSÍ í gær. „Við erum að vinna í því að gera vinnuumhverfi knattspyrnudómara jákvæðara og meira uppbyggilegt. Það fjölgar alltaf liðunum og leikjunum og við verðum að fá einhverja einstaklinga til að dæma. Við erum á leið í átaksverkefni sem kynnt verður betur í þessum mánuði,“ segir Þóroddur. Viðtalið við Þórodd má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
KSÍ Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira