Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 11:39 Listamaðurinn Odee ásamt flennistórri veggmynd þar sem beðist er afsökunar í leturgerð Samherja. Vísir/Vilhelm Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. Vísir ræddi við Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúa Samherja vegna vefsíðunnar og tilkynningarinnar sem fór í loftið síðastliðinn fimmtudag. Hann sagði fyrirtækið hafa tilkynnt síðuna til yfirvalda og óskað eftir því að hún yrði tekin niður. Á vefsíðunni leit út fyrir að um væri að ræða alvöru vef Samherja og var þar beðist afsökunar á meintu framferði Samherja í Namibíu. Leit út sem svo að fyrirtækið héti betrumbót og samstarfi við yfirvöld vegna málsins. „Ég er náttúrulega búinn að þurfa að halda þessu leyndu í ansi langan tíma og ánægjulegt að þetta sé komið út,“ segir listamaðurinn Odee í samtali við Vísi. Hann segist vona að Namibíumönnum berist afsökunarbeiðnin. „Sem þeir eiga svo sannarlega skilið,“ segir listamaðurinn og bætir því við að hér sé á ferðinni listaverk sem feli í sér svokallað menningarbrengl. Afsökunarbeiðnin prýðir vegg Listasafns Reykjavíkur „Það er kominn tími á að afhenda lyklana að Samherja og öllum þeirra fjárfestingum og eignum í Namibíu til Namibíumanna,“ segir listamaðurinn Odee í tilkynningu sinni sem send hefur verið til fjölmiðla. Listaverkið er jafnframt búið að mála á vegg í Listasafni Reykjavíkur. Þar segir hann að listaverkið beri heitið „We're Sorry“ og sé gagnvirkt hugverk og segir hann að vefsíðan samherji.co.uk sé óaðskiljanlegur hluti af verkinu. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ segir listamaðurinn meðal annars í tilkynningunni. Hann segist hafa haft verkefnið í maganum í tæp þrjú ár, eða allt síðan hann kláraði síðasta lokaverkefni í skólanum. „Svo var ég undir áhrifum íslenskra myndlistarmanna eins og Hildar Hákonardóttur, sem hafa verið gagnrýnir á sjávarútveg og kapítalisma um nokkurra ára skeið. Listaverk Hildar, Fiskikonurnar, er til dæmis eitt fallegasta verk sem ég þekki.“ Um er að ræða veggmynd sem er tíu metrar að stærð. Vísir/Vilhelm Ekki fyrsta lokaverkefnið til að vekja athygli Eins og áður segir er um að ræða lokaverkefni hjá listamanninum í LHÍ. Fyrir þremur árum síðan átti listamaðurinn einnig lokaverkefni í skólanum sem vakti töluverða athygli. Var þar á ferðinni gjörningur af hálfu Odee sem sendi fjölmiðlum tilkynningu um að stofnað yrði lággjaldaflugfélag, MOM Air. Vakti helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Sagðist Odee í tilkynningu þá hafa undirbúið verkefnið í tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Sjá meira
Vísir ræddi við Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúa Samherja vegna vefsíðunnar og tilkynningarinnar sem fór í loftið síðastliðinn fimmtudag. Hann sagði fyrirtækið hafa tilkynnt síðuna til yfirvalda og óskað eftir því að hún yrði tekin niður. Á vefsíðunni leit út fyrir að um væri að ræða alvöru vef Samherja og var þar beðist afsökunar á meintu framferði Samherja í Namibíu. Leit út sem svo að fyrirtækið héti betrumbót og samstarfi við yfirvöld vegna málsins. „Ég er náttúrulega búinn að þurfa að halda þessu leyndu í ansi langan tíma og ánægjulegt að þetta sé komið út,“ segir listamaðurinn Odee í samtali við Vísi. Hann segist vona að Namibíumönnum berist afsökunarbeiðnin. „Sem þeir eiga svo sannarlega skilið,“ segir listamaðurinn og bætir því við að hér sé á ferðinni listaverk sem feli í sér svokallað menningarbrengl. Afsökunarbeiðnin prýðir vegg Listasafns Reykjavíkur „Það er kominn tími á að afhenda lyklana að Samherja og öllum þeirra fjárfestingum og eignum í Namibíu til Namibíumanna,“ segir listamaðurinn Odee í tilkynningu sinni sem send hefur verið til fjölmiðla. Listaverkið er jafnframt búið að mála á vegg í Listasafni Reykjavíkur. Þar segir hann að listaverkið beri heitið „We're Sorry“ og sé gagnvirkt hugverk og segir hann að vefsíðan samherji.co.uk sé óaðskiljanlegur hluti af verkinu. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ segir listamaðurinn meðal annars í tilkynningunni. Hann segist hafa haft verkefnið í maganum í tæp þrjú ár, eða allt síðan hann kláraði síðasta lokaverkefni í skólanum. „Svo var ég undir áhrifum íslenskra myndlistarmanna eins og Hildar Hákonardóttur, sem hafa verið gagnrýnir á sjávarútveg og kapítalisma um nokkurra ára skeið. Listaverk Hildar, Fiskikonurnar, er til dæmis eitt fallegasta verk sem ég þekki.“ Um er að ræða veggmynd sem er tíu metrar að stærð. Vísir/Vilhelm Ekki fyrsta lokaverkefnið til að vekja athygli Eins og áður segir er um að ræða lokaverkefni hjá listamanninum í LHÍ. Fyrir þremur árum síðan átti listamaðurinn einnig lokaverkefni í skólanum sem vakti töluverða athygli. Var þar á ferðinni gjörningur af hálfu Odee sem sendi fjölmiðlum tilkynningu um að stofnað yrði lággjaldaflugfélag, MOM Air. Vakti helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Sagðist Odee í tilkynningu þá hafa undirbúið verkefnið í tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Sjá meira