Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. maí 2023 08:01 Það getur tekið á að vera með ADHD í sambúð en ef báðir aðilar einsetja sér að þekkja einkennin og vinna með þau, getur ADHD líka virkað sem styrkleiki inn í parasambandið. Sigrún Jónsdóttir er með ADHD og starfar sem ADHD og einhverfurófs markþjálfi. Anna Elísa Gunnarsdóttir félagsráðgjafi hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar er gift manni sem er með ADHD. Í dag ræðum við um það hvaða áhrif geta einkennst parasambönd þar sem ADHD er partur af sambúðinni. Vísir/Vilhelm Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. Sem betur fer hefur margt vatn runnið til sjávar síðan og í dag teljast Ísland og Bandaríkin hvað lengst komin varðandi þekkingu og greiningar á ADHD. Líka hjá fullorðnum. Í dag ætlum við að fjalla um parsambönd fólks með ADHD: Hvað einkennir þau sambönd og hvaða góðu ráð getum við fengið? Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Með ADHD í sambandinu Þegar ADHD er með í parasambandinu getur myndast ýmiss togstreita. Sérstaklega ef þekkingin á einkennum ADHD er ekki til staðar. Sigrún Jónsdóttir er með ADHD en hún rekur Míró markþjálfun og ráðgjöf þar sem hún er sérhæfð sem markþjálfi fyrir fólk sem er með ADHD eða á einhverfurófi. Sigrún hefur verið í sínu hjónabandi í 32 ár, þar af gift í 28 ár. Anna Elísa Gunnarsdóttir er gift manni sem er með ADHD. Þau hafa verið saman í sextán er og gift frá árinu 2014. Anna starfar sem félagsráðgjafi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Sigrún er 55 ára en Anna 33 ára. Báðar eiga þær tvö börn með eiginmönnum sínum, en þar sem það er kynslóð á milli þeirra í aldri eru börn Sigrúnar uppkomin en börn Önnu fjögurra og sjö ára. Það sem Sigrún og Anna eiga hins vegar sameiginlegt er meðal annars eftirfarandi: Þær vita hvernig ADHD í sambúð er Þær eru báðar faglega tengdar ADHD því það að vinna með ADHD hjá fullorðnum er hluti af starfi þeirra Þær telja báðar mikilvægt að fullorðnir fái greiningu á ADHD. Það hjálpi mikið. Hvað kemur fyrst upp í hugann sem einkenni þess að vera í parasambandi með ADHD, áður en greining liggur fyrir? Nærtækasta dæmið sem mér dettur í hug er togstreitan sem gat myndast þegar að ég sá í augunum á honum að hann var ekki að hlusta á mig. Hausinn á honum var hreinlega kominn eitthvað annað. Það gat verið pirrandi því ég upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig,“ segir Anna og bætir við: „Þegar að við vissum hins vegar af ADHD-inu, vissum við hverju hægt var að vinna út frá.“ „Við höfum farið vel í gegnum þetta hjónin og það má segja að þeir eiginleikar sem hann hreifst af í mínu fari í upphafi, séu ADHD eiginleikarnir mínir. Ég er rosalega dugleg. Geri margt í einu. Var sú sem ofurmamman, það var allt hreint og fínt heima hjá okkur og ég var alltaf að í öllu,“ segir Sigrún og bætir við: ,,Á móti kemur að það var aldrei ró. Sem fyrir maka getur verið mjög erfitt að skilja en verður mun auðveldara þegar þekkingin á ADHD liggur fyrir.“ Þriðja vaktin og ADHD Anna og Sigrún eru sammála því að þegar ADHD er í parasambandinu, séu hjón samstíga í að afla sér bæði þekkingar á ADHD. „Þaðan er hægt að vinna með þá sjálfsþekkingu og taka samtalið. Þar sem virðing og kurteisi er í fyrirrúmi en ekkert sem heitir að segja „þú ert svona eða hinsegin“ eða að gagnrýna ADHD einkennin.. Í sumum tilfellum hef ég til dæmis þurft að líta í eigin barm og læra af því.“ Anna tekur dæmi um þriðju vaktina. Þar sem hún átti það til að ofstjórna. „Sem gagnast hvorki honum né mér. Ég nefni sem dæmi ef hann ætlar að sjá um að sækja eða skutla. Þá hringi ég kannski til að spyrja hvort hann ætli ekki örugglega að sækja eða skutla. Hvort hann muni ekki örugglega eftir því. Sem er auðvitað bara vitleysa og merki um vantraust. Ég hef svolítið þurft að læra á þetta hjá mér og sleppa tökunum á þessari ofstjórnun.“ Sigrún kinkar kolli og segir þetta afar mikilvægt. Rannsóknir hafi einmitt sýnt að þegar karlmenn með ADHD eru í parasambandi sé það algengt að eiginkonan taki alveg þriðju vaktina. Að sama skapi hafi rannsóknir sýnt að konur með ADHD eru oftar en ekki með meiri ábyrgð heima fyrir og lenda oftar í kulnun en aðrar konur. „Það gerðist hjá mér. Ég tók ábyrgðina alveg á þriðju vaktinni enda ákváðum við fyrir mörgum árum síðan að ég myndi vinna til klukkan tvö en hann lengur. Hann vann því oft langt fram á kvöld á meðan ég sá um þriðju vaktina og tók algjörlega ábyrgð á henni. Þar til árið 2016 þegar ég fór í kulnun sjálf. Í dag erum við meira samtaka og hann hefur stigið miklu meira inn í þriðju vaktina og öll samskipti við syni okkar og fleira. Það er komið miklu meira jafnvægi á milli okkar í þessu í dag.“ Sigrún segir einstakling með ADHD oft leita óvenjulegra leiða til að róa hugann. Hjá mér var það til dæmis þannig að ég gat aldrei farið út úr húsi nema að allt væri þrifið heima hjá mér hátt og lágt. Sem ég vill frekar kalla áráttu en þráhyggju. En er auðvitað ekki gott því að það að geta ekki farið út til að gera eitthvað skemmtilegt nema vera búin að þrífa er ekkert uppbyggilegt fyrir mann. En að þrífa gat virkað á hugann minn róandi. Svona eins og að með því að allt væri hreint og fínt þá væri hugurinn skýrari. Þegar að ég er að róa hugann á ég það alveg til að fara út og smúla pallinn eða planið.“ Anna segist frekar þekkja úr sínu sambandi hvernig innri togstreita ADHD einstaklingsins getur birst í sambandinu. „ADHD getur gert alla tilfinningastjórn erfiðari og að einstaklingurinn viti til hvers er ætlast til af honum eða henni. Þetta getur meira að segja orðið erfiðari þegar börnin bætast við. Að minnsta kosti heyri ég oft á þeim konum sem ég þekki og eru með ADHD að þeim finnst eins og allt fari meira í hnút hjá þeim þegar börnin bætast við. Því togstreitan í huganum er svo mikil og erfitt að halda utan um skipulag og tilfinningastjórn.“ Fjármál eru eitt af því sem hvað oftast koma upp sem vandamál í hjónaböndum. Er eitthvað sem gott er að hafa í huga varðandi fjármálin sérstaklega þegar ADHD er hluti af parasambandinu? „Já hvatvísi er eitt af einkennum ADHD og sú hvatvísi getur hæglega komið fram í kauphegðun fólks. Ég er svo sem farin að safna í alls kyns sjóði í dag en einu sinni leit ég á peninga bara þannig að það var annað hvort að eyða þeim núna eða strax. Á meðan maðurinn minn vildi leggja til hliðar. Þetta náðist ekki í jafnvægi hjá okkur fyrstu árin en það má líka taka fram að hjá mörgum sem eru með ADHD er það ekki eyðsla sem er birtingarformið heldur viðvarandi kvíði sem tengist peningum. Afkomuótti og jafnvel svo mikill ótti að viðkomandi þorir ekki að eyða neinum peningum,“ segir Sigrún. Anna og Sigrún eru sammála því að greining getur hjálpað mikið við það að pör vinni með ADHD í sambandinu. Þá skiptir miklu máli að báðir aðilar kynni sér vel einkenni ADHD og vinni með þau einkenni þannig að togstreita komi síður upp í sambandinu. Til dæmis varðandi það að minna á hlutina, hverjir sjá um hvað eða peningamálin og svo fleira. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Anna og Sigrún segja þekkingu á ADHD hjálpa rosalega mikið til og það að pör taki samtalið um hjónabandið sitt og þau einkenni sem fylgja ADHD. Þær mæla báðar með því að fullorðið fólk fái greiningu ef grunur leikur á að annar aðilinn í sambandinu sé með ADHD. „Þetta er svo arfgengt að mjög oft kemur þetta upp hjá pörum þegar barn fer í greiningu. Því í þeim ferli kviknar oft á mörgum perum um alls kyns einkenni sem eru þá búin að vera lengi áberandi í sambandinu,“ segir Anna. Þá segja þær báðar að það skipti miklu máli að allt í sambandi við ADHD sé rætt af kurteisi, virðingu og með auðmýkt. „Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að einstaklingur sem er með ADHD er mjög mikið að rífa sig niður í huganum. Alltaf með vangaveltur um það hvort hann eða hún standist væntingar, skammast sín jafnvel fyrir eitthvað hjá sér og svo framvegis,“ segir Sigrún. Í dag er meiri áhersla lögð á jafnræði hjóna þegar kemur að heimilishaldi og barnauppeldi og segir Anna að eitt af því sem hafi gagnast þeim hjónum mjög vel varðandi þriðju vaktina er að leita leiða til að efla minnisfærnina. Það getur verið þreytandi fyrir báða aðila þegar annar aðilinn upplifir að hann þurfi að muna allt fyrir hinn, en sá sem er með ADHD upplifir að makinn sé endalaust að minna hann á eitthvað. Það sem við gerðum var að núna skráum við allt í sameiginlegt Google Calendar: Viðburði, sækja, skutla, versla, allt sem þarf að gera. Þetta hefur auðveldað okkur alveg svakalega, nú erum við bara bæði með yfirsýn og vitum upp á hár hver ætlar að gera hvað og hvenær og svo framvegis.“ Þá mæla þær með því að pör gefi hvort öðru gott rými fyrir alla sjálfsrækt og sjálfsþekkingu. Það sé reyndar af hinu góða fyrir öll parasambönd. „Það er mjög gott fyrir öll pör að taka samtalið um það fyrir hverju parasambandið stendur fyrir. Því staðreyndin er sú að ef við til dæmis förum í fyrirtækjarekstur, þá undirbúum við þann rekstur í bak og fyrir. Við gerum það hins vegar ekki með parasambönd, heimilishald eða barnauppeldi. Þetta fer bara allt af stað hjá okkur án þess að búið sé að ræða það eitthvað sérstaklega. Að taka þetta samtal og þessa vinnu þar sem parasambandið er hreinlega rætt og skoðað er af hinu góða fyrir alla. Því þá getur ADHD líka komið sterkt inn sem jákvæður og góður styrkleiki inn í parasambandið. Gert það skemmtilegra og verið hluti af því að gera hlutina stundum aðeins öðruvísi en ella.“ Áskorun Fjölskyldumál Ást er... Góðu ráðin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Sem betur fer hefur margt vatn runnið til sjávar síðan og í dag teljast Ísland og Bandaríkin hvað lengst komin varðandi þekkingu og greiningar á ADHD. Líka hjá fullorðnum. Í dag ætlum við að fjalla um parsambönd fólks með ADHD: Hvað einkennir þau sambönd og hvaða góðu ráð getum við fengið? Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Með ADHD í sambandinu Þegar ADHD er með í parasambandinu getur myndast ýmiss togstreita. Sérstaklega ef þekkingin á einkennum ADHD er ekki til staðar. Sigrún Jónsdóttir er með ADHD en hún rekur Míró markþjálfun og ráðgjöf þar sem hún er sérhæfð sem markþjálfi fyrir fólk sem er með ADHD eða á einhverfurófi. Sigrún hefur verið í sínu hjónabandi í 32 ár, þar af gift í 28 ár. Anna Elísa Gunnarsdóttir er gift manni sem er með ADHD. Þau hafa verið saman í sextán er og gift frá árinu 2014. Anna starfar sem félagsráðgjafi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Sigrún er 55 ára en Anna 33 ára. Báðar eiga þær tvö börn með eiginmönnum sínum, en þar sem það er kynslóð á milli þeirra í aldri eru börn Sigrúnar uppkomin en börn Önnu fjögurra og sjö ára. Það sem Sigrún og Anna eiga hins vegar sameiginlegt er meðal annars eftirfarandi: Þær vita hvernig ADHD í sambúð er Þær eru báðar faglega tengdar ADHD því það að vinna með ADHD hjá fullorðnum er hluti af starfi þeirra Þær telja báðar mikilvægt að fullorðnir fái greiningu á ADHD. Það hjálpi mikið. Hvað kemur fyrst upp í hugann sem einkenni þess að vera í parasambandi með ADHD, áður en greining liggur fyrir? Nærtækasta dæmið sem mér dettur í hug er togstreitan sem gat myndast þegar að ég sá í augunum á honum að hann var ekki að hlusta á mig. Hausinn á honum var hreinlega kominn eitthvað annað. Það gat verið pirrandi því ég upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig,“ segir Anna og bætir við: „Þegar að við vissum hins vegar af ADHD-inu, vissum við hverju hægt var að vinna út frá.“ „Við höfum farið vel í gegnum þetta hjónin og það má segja að þeir eiginleikar sem hann hreifst af í mínu fari í upphafi, séu ADHD eiginleikarnir mínir. Ég er rosalega dugleg. Geri margt í einu. Var sú sem ofurmamman, það var allt hreint og fínt heima hjá okkur og ég var alltaf að í öllu,“ segir Sigrún og bætir við: ,,Á móti kemur að það var aldrei ró. Sem fyrir maka getur verið mjög erfitt að skilja en verður mun auðveldara þegar þekkingin á ADHD liggur fyrir.“ Þriðja vaktin og ADHD Anna og Sigrún eru sammála því að þegar ADHD er í parasambandinu, séu hjón samstíga í að afla sér bæði þekkingar á ADHD. „Þaðan er hægt að vinna með þá sjálfsþekkingu og taka samtalið. Þar sem virðing og kurteisi er í fyrirrúmi en ekkert sem heitir að segja „þú ert svona eða hinsegin“ eða að gagnrýna ADHD einkennin.. Í sumum tilfellum hef ég til dæmis þurft að líta í eigin barm og læra af því.“ Anna tekur dæmi um þriðju vaktina. Þar sem hún átti það til að ofstjórna. „Sem gagnast hvorki honum né mér. Ég nefni sem dæmi ef hann ætlar að sjá um að sækja eða skutla. Þá hringi ég kannski til að spyrja hvort hann ætli ekki örugglega að sækja eða skutla. Hvort hann muni ekki örugglega eftir því. Sem er auðvitað bara vitleysa og merki um vantraust. Ég hef svolítið þurft að læra á þetta hjá mér og sleppa tökunum á þessari ofstjórnun.“ Sigrún kinkar kolli og segir þetta afar mikilvægt. Rannsóknir hafi einmitt sýnt að þegar karlmenn með ADHD eru í parasambandi sé það algengt að eiginkonan taki alveg þriðju vaktina. Að sama skapi hafi rannsóknir sýnt að konur með ADHD eru oftar en ekki með meiri ábyrgð heima fyrir og lenda oftar í kulnun en aðrar konur. „Það gerðist hjá mér. Ég tók ábyrgðina alveg á þriðju vaktinni enda ákváðum við fyrir mörgum árum síðan að ég myndi vinna til klukkan tvö en hann lengur. Hann vann því oft langt fram á kvöld á meðan ég sá um þriðju vaktina og tók algjörlega ábyrgð á henni. Þar til árið 2016 þegar ég fór í kulnun sjálf. Í dag erum við meira samtaka og hann hefur stigið miklu meira inn í þriðju vaktina og öll samskipti við syni okkar og fleira. Það er komið miklu meira jafnvægi á milli okkar í þessu í dag.“ Sigrún segir einstakling með ADHD oft leita óvenjulegra leiða til að róa hugann. Hjá mér var það til dæmis þannig að ég gat aldrei farið út úr húsi nema að allt væri þrifið heima hjá mér hátt og lágt. Sem ég vill frekar kalla áráttu en þráhyggju. En er auðvitað ekki gott því að það að geta ekki farið út til að gera eitthvað skemmtilegt nema vera búin að þrífa er ekkert uppbyggilegt fyrir mann. En að þrífa gat virkað á hugann minn róandi. Svona eins og að með því að allt væri hreint og fínt þá væri hugurinn skýrari. Þegar að ég er að róa hugann á ég það alveg til að fara út og smúla pallinn eða planið.“ Anna segist frekar þekkja úr sínu sambandi hvernig innri togstreita ADHD einstaklingsins getur birst í sambandinu. „ADHD getur gert alla tilfinningastjórn erfiðari og að einstaklingurinn viti til hvers er ætlast til af honum eða henni. Þetta getur meira að segja orðið erfiðari þegar börnin bætast við. Að minnsta kosti heyri ég oft á þeim konum sem ég þekki og eru með ADHD að þeim finnst eins og allt fari meira í hnút hjá þeim þegar börnin bætast við. Því togstreitan í huganum er svo mikil og erfitt að halda utan um skipulag og tilfinningastjórn.“ Fjármál eru eitt af því sem hvað oftast koma upp sem vandamál í hjónaböndum. Er eitthvað sem gott er að hafa í huga varðandi fjármálin sérstaklega þegar ADHD er hluti af parasambandinu? „Já hvatvísi er eitt af einkennum ADHD og sú hvatvísi getur hæglega komið fram í kauphegðun fólks. Ég er svo sem farin að safna í alls kyns sjóði í dag en einu sinni leit ég á peninga bara þannig að það var annað hvort að eyða þeim núna eða strax. Á meðan maðurinn minn vildi leggja til hliðar. Þetta náðist ekki í jafnvægi hjá okkur fyrstu árin en það má líka taka fram að hjá mörgum sem eru með ADHD er það ekki eyðsla sem er birtingarformið heldur viðvarandi kvíði sem tengist peningum. Afkomuótti og jafnvel svo mikill ótti að viðkomandi þorir ekki að eyða neinum peningum,“ segir Sigrún. Anna og Sigrún eru sammála því að greining getur hjálpað mikið við það að pör vinni með ADHD í sambandinu. Þá skiptir miklu máli að báðir aðilar kynni sér vel einkenni ADHD og vinni með þau einkenni þannig að togstreita komi síður upp í sambandinu. Til dæmis varðandi það að minna á hlutina, hverjir sjá um hvað eða peningamálin og svo fleira. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Anna og Sigrún segja þekkingu á ADHD hjálpa rosalega mikið til og það að pör taki samtalið um hjónabandið sitt og þau einkenni sem fylgja ADHD. Þær mæla báðar með því að fullorðið fólk fái greiningu ef grunur leikur á að annar aðilinn í sambandinu sé með ADHD. „Þetta er svo arfgengt að mjög oft kemur þetta upp hjá pörum þegar barn fer í greiningu. Því í þeim ferli kviknar oft á mörgum perum um alls kyns einkenni sem eru þá búin að vera lengi áberandi í sambandinu,“ segir Anna. Þá segja þær báðar að það skipti miklu máli að allt í sambandi við ADHD sé rætt af kurteisi, virðingu og með auðmýkt. „Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að einstaklingur sem er með ADHD er mjög mikið að rífa sig niður í huganum. Alltaf með vangaveltur um það hvort hann eða hún standist væntingar, skammast sín jafnvel fyrir eitthvað hjá sér og svo framvegis,“ segir Sigrún. Í dag er meiri áhersla lögð á jafnræði hjóna þegar kemur að heimilishaldi og barnauppeldi og segir Anna að eitt af því sem hafi gagnast þeim hjónum mjög vel varðandi þriðju vaktina er að leita leiða til að efla minnisfærnina. Það getur verið þreytandi fyrir báða aðila þegar annar aðilinn upplifir að hann þurfi að muna allt fyrir hinn, en sá sem er með ADHD upplifir að makinn sé endalaust að minna hann á eitthvað. Það sem við gerðum var að núna skráum við allt í sameiginlegt Google Calendar: Viðburði, sækja, skutla, versla, allt sem þarf að gera. Þetta hefur auðveldað okkur alveg svakalega, nú erum við bara bæði með yfirsýn og vitum upp á hár hver ætlar að gera hvað og hvenær og svo framvegis.“ Þá mæla þær með því að pör gefi hvort öðru gott rými fyrir alla sjálfsrækt og sjálfsþekkingu. Það sé reyndar af hinu góða fyrir öll parasambönd. „Það er mjög gott fyrir öll pör að taka samtalið um það fyrir hverju parasambandið stendur fyrir. Því staðreyndin er sú að ef við til dæmis förum í fyrirtækjarekstur, þá undirbúum við þann rekstur í bak og fyrir. Við gerum það hins vegar ekki með parasambönd, heimilishald eða barnauppeldi. Þetta fer bara allt af stað hjá okkur án þess að búið sé að ræða það eitthvað sérstaklega. Að taka þetta samtal og þessa vinnu þar sem parasambandið er hreinlega rætt og skoðað er af hinu góða fyrir alla. Því þá getur ADHD líka komið sterkt inn sem jákvæður og góður styrkleiki inn í parasambandið. Gert það skemmtilegra og verið hluti af því að gera hlutina stundum aðeins öðruvísi en ella.“
Áskorun Fjölskyldumál Ást er... Góðu ráðin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01
Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00
Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03