Lífið

Klassísk dönsk hönnun í bland við nýja í parhúsi í Garðabæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
mosagata-samsett
Fasteignaleitin

Við Mosagötu í Urriðaholti í Garðabæ er til sölu afar fallegt 230 fermetra parhús á tveimur hæðum.

Ásett verð fyrir eignina eru tæpar 170 milljónir. Húsið er byggt árið 2018 og er staðsett innst í botlanga götunnar. Stór og góður garður er við húsið og 40 fermetra bílskúr.

Á fasteignavef Vísi segir að að efri hæðin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, rúmgóðar svalir, gestabaðherbergi.

Á neðri hæðinni er fjögur barnaherbergi, sjónvarpsrými, þvottahús og baðherbergi með baðkeri auk glæsilegrar hjónasvítu með fataherbergi og sér baðherbergi.

Stofa og eldhús eru á efri hæð hússins í samliggjandi rými.Fasteignaljósmyndun.
Stofur eru opnar og bjartar.Fasteignaljósmyndun.

Húsráðendur eru bersýnilega miklir fagurkerar með auga fyrir klassískri danskri hönnun. Í stofunni má sjá dönsku hönnunarstólana, J81, sem hannaðir eru af Jørgen Bækmark árið 1963.

Í eldhúsinu eru fjórir svartir Grand Prix stólar hannaðir árið 1957 af danska hönnuðinum og arkitektinum Arne Jacobsen. Loftljósið yfir borðinu er frá sænska merkinu Muuto.

Auk þess má sjá fallega muni frá Royal Copenhagen, vegghillur frá sænka hönnuðinum Nisse String og framhliðar á baðherbergisinnrétingum frá HAF studio.

Baðherbergið á neðri hæðinni er með búið baðkeri og sturtu.Fasteignaljósmyndun,
Hugað er að smáatriðum í hverju rými.Fasteignaljósmyndun.
Barnaherbergin eru þrjú og staðsett á neðri hæð hússins.Fasteignaljómyndun.
Hjónaherbergi er stórt og rúmgott með hurð út í garð.Fasteignaljósmyndun.
Hjónaherbergi er með sér fata- og baðherbergi.Fasteignaljósmyndun.
Notaleg aðstaða undir stiganum.Fasteignaljósmyndun.


Tengdar fréttir

Haf hjónin selja sögufræga miðbæjarperlu

Hjónin og eigendur hönnunarstúdíósins Haf studio, Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson hafa sett sögufræga séreign við Laufásveg til sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×