Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - KR 1-2 | KR upp úr kjallaranum eftir sigur á Fram Árni Jóhannsson skrifar 22. maí 2023 21:05 KR fagnar öðru marki sínu. Vísir/Anton Brink KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. Eftir að leikurinn hófst með hinum klassísku þreifingum á hvoru liðinu þá voru það KR-ingar sem tóku frumkvæðið og forystuna þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum. KR náði að leika boltanum á milli sín við teiginn eftir innkast þangað til að boltanum var spyrnt til Sigurðar Bjarts Hallssonar sem stóð á vítateigslínunni. Hann nýtti krafta sína til að halda boltanum og renna honum síðan fyrir fætur Atla Sigurjónssonar sem fann sig í nægu plássi hægra megin við D-bogann og gat mundað vinstri fótinn sinn. Hann gerði það listavel þannig að boltinn söng í netinu alveg út við stöngina, óverjandi fyrir Ólaf Íshólm í markinu. KR fagna marki Atla SigurjónssonarVísir / Anton Brink Eftir markið voru KR mikið ákveðnari og líklegri til að gera Fram skráveifu. Þeir náðu ekki að nýta sér skriðþungann til að auka við forskotið og urðu svo stálheppnir á 27. mínútu þegar Delphin Tshiembe átti marktilraun sem var bjargað á línu fyrir Fram. Delphin var einn á vítateignum og átti flottan skalla eftir fyrirgjöf sem stefndi í fjærhornið en varnarmaður KR var fyrir og skallaði boltann í burtu. Fjórum mínútum seinna var KR komið í 2-0. Atli Sigurjónsson vann þá boltann af Brynjari Gauta við endalínuna en Brynjar ætlaði að skýla boltanum út af en Atli sýndi mikla ákveðni til að vinna boltann. Hann þaut af stað inn í teiginn og renndi boltanum út á Theodór Elmar Bjarnason sem gerði allt rétt og stýrði knettinum með innanfótar skoti í hliðarnetið fjær. KR átti forskotið skilið enda með fín tök á leiknum og það lið sem hafði ógnað meira í fyrri hálfleik. Delphin Tshiembe trúir því varla að skalla hans hafi verið bjargað á marklínuVísir / Anton Brink Hálfleiknum lauk og KR-ingar gátu verið sáttir með stöðuna. Annað átti við um Fram sem höfðu ekki átt góðan leik í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var bragðdaufur lengst af. KR settist dýpra á völlinn og vörðu það sem þeir höfðu í hendi og ógnuðu með skyndisóknum. Ólafur Íshólm átti mjög góðan leik þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk og gátu heimamenn þakkað honum fyrir að enn var möguleiki á einhverju þegar líða tók á leikinn. Luke Rae komst í dauðafæri en Ólafur Íshólm sá við honum.Vísir / Anton Brink Fram færði sig upp á skaftið og reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin og klúðraði Thiago t.a.m. dauðafæri á 70. mínútu og margir væntanlega haldið að þetta væri mögulega ekki dagur Framara. Vonin glæddist þó á 86. mínútu þegar Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði mark. Eftir sendingu inn í teiginn var Brynjar með boltann við endalínuna og lét hreinlega vaða. Boltinn fór inn en mögulega hafði hann viðkomu í varnarmanni en það skiptir ekki öllu máli því markið var staðreynd og Fram sá glætu á að ná einhverju út úr leiknum. Allt lagt í sölurnar í leik kvöldsins.Vísir / Anton Brink Sú von var nærrum því að veruleika á annarri mínútu uppbótartíma þegar Óskar Jónsson, sem hafði komið inn á sem varamaður, skaut flottu skoti í innanverða stöngina á KR markinu. Boltinn rann svo eftir línunni þangað til honum hreinsað út úr teignum. Þórir Guðjónsson átti síðan dauðafæri sem var varið og síðasta augnablik leiksins var þegar Simen Kjellevold sveif um eigin vítateig til að grípa fyrirgjöf Framara. KR gat fagnað þremur punktum í dag.Vísir / Anton Brink Afhverju vann KR? Gestirnir gerðu nóg í dag. Þetta hefur verið erfitt fyrir KR upp á síðkastið en þeir náðu loksins að skora í dag og gerðu það tvisvar í fyrri hálfleik. Þeir voru betra liðið í fyrri hálfleik og gerðu síðan nóg til að halda Fram í skefjum sem rankaði ekki við sér fyrr en seint í kvöld. Varnarleikur KR var þokkalegur og þegar þeir settust neðar á völlinn þá gátu þeir beitt skyndisóknum og mögulega áttu þeir að setja þriðja markið. Hvað gekk illa? Fram gekk illa að spila fótbolta í kvöld. Það örlaði á taktleysi á milli leikmanna, mörkin sem þeir fá á sig geta verið dæmd sem ódýr og sóknarleikur þeirra var ómarkviss lengi vel. Það batnaði er var of lítið og of seint. Ólafur Íshólm var mjög góður þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig.Vísir / Anton Brink Bestir á vellinum? Margir sem lögðu í púkkið fyrir KR í kvöld. Einna helst voru það Theodór Elmar Bjarnason og Atli Sigurjónsson, þann tíma sem hann spilaði, sem lögðu mest á vogarskálarnar. Theodór Elmar var um allan völl að leggja sig fram og uppskar mark áður en hann einbeitti sér að varnarskyldum síðar meir. Hjá Fram verður að hrósa Ólafi Íshólm, markverði, sem gerði mjög vel í markvörslum sínum í dag og gaf heimamönnum von um að að ná í eitthvað í lok leiks. Theodór Elmar Bjarnason sannaði mikilvægi sitt í kvöld.Vísir / Anton Brink Hvað næst? KR hefur lyft sér upp úr fallsætunum og taka næst á móti Stjörnunni heima. Annar leikur við lið sem er á svipuðum slóðum og þeir sjálfir og möguleik á að bæta við stigum. Fram þarf að sleikja sárin en þeir fara norður og etja kappi við KA sem einnig er að sleikja sár eftir tap í þessari umferð. Jón Sveinsson: Framlag margra framúrskarandi en niðurstaðan vonbrigði Þjálfari Fram var ekki sammála blaðamanni að Fram hafi byrjað að sýna sínu góðu hliðar þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. „Eigum við ekki fara aðeins lengri tíma en það. Við vorum bara mikið betri allan seinni hálfleikinn en það var bara kannski of lítið og of seint. Klárlega sköpuðum við okkur færi og líka í fyrri hálfleik. Gummi [Guðmundur Magnússon] átti gott skotfæri á vítapunktinum. Við gáfum þetta eiginlega frá okkur. Gáfum klaufaleg mörk og nýttum ekki þau dauðafæri sem við fengum“, sagði Jón um leik sinna manna. Var það þá varnarleikur liðsins sem sviður mest þegar leikurinn er skoðaður hvað hefði getað orðið í lok leiks? „Ég veit ekki. Við náttúrlega missum boltann klaufalega og KR-ingar nýttu það. Ólafur Íshólm varði líka mjög vel í leiknum og þurfti að taka á honum stóra sínum í nokkur skipti og gerðu það vel. KR-ingar mættu grimmir og voru með bakið upp við vegg. Þeir höfðu allt að vinna í kvöld og hefðu illa þolað það að fá ekkert út úr honum. Mér fannst þeir vera yfir í leiknum í fyrri hálfleik en við tókum yfir í seinni og síðustu 20-25 mínúturnar þá var þetta bara spurning um það hvort við næðum að skora nógu mörg mörk til að fá eitthvað út úr leiknum. Því miður þá var það ekki niðurstaðan þrátt fyrir urmul af mjög góðum færum.“ Guðmundur Magnússon var tekinn út af á 61. mínútu og var spurður hver pælingin hafi verið á bak við þá skiptingu. „Það þarf að hvíla hann. Hann er búinn að spila flestar mínútur í sumar og þær taktísku breytingar sem við gerðum þá hjálpuðu okkur í því að ná betri tökum á leiknum og eftir á þá þarf maður að skoða hvort þær breytingar hefðu átt að koma fyrr. Svona er þetta bara stundum. Þú tekur einhverja ákvörðun og þarft að standa og falla með henni.“ Aðspuður um hvað Jón gæti tekið jákvætt út úr leiknum þá var af nægu að taka. „Það sem við lögðum í leikinn og hvernig við spiluðum hann. Við getum örugglega tekið einhverja tölfræði út úr leiknum en eina tölfræðin sem skiptir máli vann KR. Þannig að það er fullt af jákvætt til að taka úr leiknum og framlag margra framúrskarandi en niðurstaðan vonbrigði og það er það sem skiptir máli þegar uppi er staðið.“ Besta deild karla Fram KR
KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. Eftir að leikurinn hófst með hinum klassísku þreifingum á hvoru liðinu þá voru það KR-ingar sem tóku frumkvæðið og forystuna þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum. KR náði að leika boltanum á milli sín við teiginn eftir innkast þangað til að boltanum var spyrnt til Sigurðar Bjarts Hallssonar sem stóð á vítateigslínunni. Hann nýtti krafta sína til að halda boltanum og renna honum síðan fyrir fætur Atla Sigurjónssonar sem fann sig í nægu plássi hægra megin við D-bogann og gat mundað vinstri fótinn sinn. Hann gerði það listavel þannig að boltinn söng í netinu alveg út við stöngina, óverjandi fyrir Ólaf Íshólm í markinu. KR fagna marki Atla SigurjónssonarVísir / Anton Brink Eftir markið voru KR mikið ákveðnari og líklegri til að gera Fram skráveifu. Þeir náðu ekki að nýta sér skriðþungann til að auka við forskotið og urðu svo stálheppnir á 27. mínútu þegar Delphin Tshiembe átti marktilraun sem var bjargað á línu fyrir Fram. Delphin var einn á vítateignum og átti flottan skalla eftir fyrirgjöf sem stefndi í fjærhornið en varnarmaður KR var fyrir og skallaði boltann í burtu. Fjórum mínútum seinna var KR komið í 2-0. Atli Sigurjónsson vann þá boltann af Brynjari Gauta við endalínuna en Brynjar ætlaði að skýla boltanum út af en Atli sýndi mikla ákveðni til að vinna boltann. Hann þaut af stað inn í teiginn og renndi boltanum út á Theodór Elmar Bjarnason sem gerði allt rétt og stýrði knettinum með innanfótar skoti í hliðarnetið fjær. KR átti forskotið skilið enda með fín tök á leiknum og það lið sem hafði ógnað meira í fyrri hálfleik. Delphin Tshiembe trúir því varla að skalla hans hafi verið bjargað á marklínuVísir / Anton Brink Hálfleiknum lauk og KR-ingar gátu verið sáttir með stöðuna. Annað átti við um Fram sem höfðu ekki átt góðan leik í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var bragðdaufur lengst af. KR settist dýpra á völlinn og vörðu það sem þeir höfðu í hendi og ógnuðu með skyndisóknum. Ólafur Íshólm átti mjög góðan leik þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk og gátu heimamenn þakkað honum fyrir að enn var möguleiki á einhverju þegar líða tók á leikinn. Luke Rae komst í dauðafæri en Ólafur Íshólm sá við honum.Vísir / Anton Brink Fram færði sig upp á skaftið og reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin og klúðraði Thiago t.a.m. dauðafæri á 70. mínútu og margir væntanlega haldið að þetta væri mögulega ekki dagur Framara. Vonin glæddist þó á 86. mínútu þegar Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði mark. Eftir sendingu inn í teiginn var Brynjar með boltann við endalínuna og lét hreinlega vaða. Boltinn fór inn en mögulega hafði hann viðkomu í varnarmanni en það skiptir ekki öllu máli því markið var staðreynd og Fram sá glætu á að ná einhverju út úr leiknum. Allt lagt í sölurnar í leik kvöldsins.Vísir / Anton Brink Sú von var nærrum því að veruleika á annarri mínútu uppbótartíma þegar Óskar Jónsson, sem hafði komið inn á sem varamaður, skaut flottu skoti í innanverða stöngina á KR markinu. Boltinn rann svo eftir línunni þangað til honum hreinsað út úr teignum. Þórir Guðjónsson átti síðan dauðafæri sem var varið og síðasta augnablik leiksins var þegar Simen Kjellevold sveif um eigin vítateig til að grípa fyrirgjöf Framara. KR gat fagnað þremur punktum í dag.Vísir / Anton Brink Afhverju vann KR? Gestirnir gerðu nóg í dag. Þetta hefur verið erfitt fyrir KR upp á síðkastið en þeir náðu loksins að skora í dag og gerðu það tvisvar í fyrri hálfleik. Þeir voru betra liðið í fyrri hálfleik og gerðu síðan nóg til að halda Fram í skefjum sem rankaði ekki við sér fyrr en seint í kvöld. Varnarleikur KR var þokkalegur og þegar þeir settust neðar á völlinn þá gátu þeir beitt skyndisóknum og mögulega áttu þeir að setja þriðja markið. Hvað gekk illa? Fram gekk illa að spila fótbolta í kvöld. Það örlaði á taktleysi á milli leikmanna, mörkin sem þeir fá á sig geta verið dæmd sem ódýr og sóknarleikur þeirra var ómarkviss lengi vel. Það batnaði er var of lítið og of seint. Ólafur Íshólm var mjög góður þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig.Vísir / Anton Brink Bestir á vellinum? Margir sem lögðu í púkkið fyrir KR í kvöld. Einna helst voru það Theodór Elmar Bjarnason og Atli Sigurjónsson, þann tíma sem hann spilaði, sem lögðu mest á vogarskálarnar. Theodór Elmar var um allan völl að leggja sig fram og uppskar mark áður en hann einbeitti sér að varnarskyldum síðar meir. Hjá Fram verður að hrósa Ólafi Íshólm, markverði, sem gerði mjög vel í markvörslum sínum í dag og gaf heimamönnum von um að að ná í eitthvað í lok leiks. Theodór Elmar Bjarnason sannaði mikilvægi sitt í kvöld.Vísir / Anton Brink Hvað næst? KR hefur lyft sér upp úr fallsætunum og taka næst á móti Stjörnunni heima. Annar leikur við lið sem er á svipuðum slóðum og þeir sjálfir og möguleik á að bæta við stigum. Fram þarf að sleikja sárin en þeir fara norður og etja kappi við KA sem einnig er að sleikja sár eftir tap í þessari umferð. Jón Sveinsson: Framlag margra framúrskarandi en niðurstaðan vonbrigði Þjálfari Fram var ekki sammála blaðamanni að Fram hafi byrjað að sýna sínu góðu hliðar þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. „Eigum við ekki fara aðeins lengri tíma en það. Við vorum bara mikið betri allan seinni hálfleikinn en það var bara kannski of lítið og of seint. Klárlega sköpuðum við okkur færi og líka í fyrri hálfleik. Gummi [Guðmundur Magnússon] átti gott skotfæri á vítapunktinum. Við gáfum þetta eiginlega frá okkur. Gáfum klaufaleg mörk og nýttum ekki þau dauðafæri sem við fengum“, sagði Jón um leik sinna manna. Var það þá varnarleikur liðsins sem sviður mest þegar leikurinn er skoðaður hvað hefði getað orðið í lok leiks? „Ég veit ekki. Við náttúrlega missum boltann klaufalega og KR-ingar nýttu það. Ólafur Íshólm varði líka mjög vel í leiknum og þurfti að taka á honum stóra sínum í nokkur skipti og gerðu það vel. KR-ingar mættu grimmir og voru með bakið upp við vegg. Þeir höfðu allt að vinna í kvöld og hefðu illa þolað það að fá ekkert út úr honum. Mér fannst þeir vera yfir í leiknum í fyrri hálfleik en við tókum yfir í seinni og síðustu 20-25 mínúturnar þá var þetta bara spurning um það hvort við næðum að skora nógu mörg mörk til að fá eitthvað út úr leiknum. Því miður þá var það ekki niðurstaðan þrátt fyrir urmul af mjög góðum færum.“ Guðmundur Magnússon var tekinn út af á 61. mínútu og var spurður hver pælingin hafi verið á bak við þá skiptingu. „Það þarf að hvíla hann. Hann er búinn að spila flestar mínútur í sumar og þær taktísku breytingar sem við gerðum þá hjálpuðu okkur í því að ná betri tökum á leiknum og eftir á þá þarf maður að skoða hvort þær breytingar hefðu átt að koma fyrr. Svona er þetta bara stundum. Þú tekur einhverja ákvörðun og þarft að standa og falla með henni.“ Aðspuður um hvað Jón gæti tekið jákvætt út úr leiknum þá var af nægu að taka. „Það sem við lögðum í leikinn og hvernig við spiluðum hann. Við getum örugglega tekið einhverja tölfræði út úr leiknum en eina tölfræðin sem skiptir máli vann KR. Þannig að það er fullt af jákvætt til að taka úr leiknum og framlag margra framúrskarandi en niðurstaðan vonbrigði og það er það sem skiptir máli þegar uppi er staðið.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti