„Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra“ Snorri Másson skrifar 27. maí 2023 10:50 Í Íslandi í dag var kíkt til Grindavíkur á fund hins listfenga grillara og sjónvarpskokks Alfreðs Fannars Björnssonar. Hann sagði okkur frá helstu straumum og stefnum í grillmálum Íslendinga í sumar og benti skilmerkilega á helstu mistök fólks á þessu mikilvæga sviði. Þau eru auðveldlega leiðrétt. „Það er að nota ekki hitamæli,“ segir Alfreð og gerir miklar athugasemdir við að meta ástand grillkjöts með því að klípa í það og miða við að klípa í lófa sér til að áætla kjarnhitann. „Þar getur þú tekið einhvern Crossfit-gaur og gert það sama, en hann er þá bara alltaf með well-done steik,“ segir Alfreð. Hitamælirinn sem Alfreð Fannar Björnsson heldur þarna um er lykilatriði í að elda kjöt hæfilega vel, segir hann. Væntanleg er ný sería af BBQ-kónginum á Stöð 2, þar sem Alfreð sviptir áfram hulunni af leyndardómum grillsins.Vísir Ekki þjóðernissinnaður grillari Grillmenning Íslendinga er að sögn Alfreðs að þróast nokkuð. „Það hefur aukist töluvert að fólk er að grilla eitthvað annað en lambalærissneiðar og kjúklingabringur,“ segir Alfreð. Þar er fiskur að koma sterkur inn að hans sögn en í nýrri seríu af BBQ-kónginum sem væntanleg er í sumar er einn þáttur helgaður fiski. Þar kemur risahumar við sögu, sem Alfreð segir sérstaklega góðan. Þótt lambakjöt og aðrar tegundir hafi margt til síns ágætis kveðst Alfreð enn halda mest upp á klassískt nautakjöt. Íslensku nauti þá, eða ert þú ekki þjóðernissinni að þessu leyti? Ertu rólegur yfir því? „Ég er rólegur yfir því. Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra. Jújú, íslenskt nautakjöt er alveg frábært, en það er bara rosalega óstabílt. Þú getur lent á rosalega góðu en svo geturðu líka lent á rosalega slæmu. En með því að taka svona erlent, eins og er bara í Kjötkompaní, þú lendir alltaf á góðu nautakjöti. Ribeye að hellisbúahætti Ef Alfreð þyrfti að velja kjöt til að grilla og aðferð til að grilla það strax í kvöld segðist hann mundu fara í kjötverslun, sækja nautaribeye og elda steikina eftir aðferð sem kalla mætti samkvæmt frumstæðri þýðingu „öfugan sviða“ - á ensku ‘reverse sear’. Caveman-aðferðin svonefnda felst í að grilla kjötið beint á kolunum.Stöð 2 Þar er steikin hituð upp í 50°C á lágum hita (120°C). Þegar svo er komið er hitinn í grillinu hámarkaður helst upp í allt að 300°C og steikinni skellt aftur á grillið á mínútu á hvora hlið. Ef um kolagrill er að ræða hvetur Alfreð til þess að gerðar séu tilraunir að hætti hellisbúans (e. caveman) og steikinni fleygt beint á kolin og grindin fjarlægð. Með þessu á að fást hin vænsta steik. Matur Ísland í dag Grindavík Tengdar fréttir BBQ kóngurinn grillar kjúklinga kirsuber Grillmeistarinn geðþekki, Alfreð Fannar Björnsson, hefur sýnt áhorfendum Stöðvar 2 frumlega grilltakta í þáttunum BBQ kóngurinn síðastliðið árið. 1. desember 2021 11:31 BBQ kóngurinn: Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati „Sjáiði hvað þetta er flott hjá mér? Það mætti halda að ég væri að gera eitthvað krem fyrir köku. Samt kann ég ekkert að baka, nema vandræði,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar þegar hann framreiðir fyllta Flanksteik í þættinum BBQ kóngurinn. 30. júní 2021 16:34 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
„Það er að nota ekki hitamæli,“ segir Alfreð og gerir miklar athugasemdir við að meta ástand grillkjöts með því að klípa í það og miða við að klípa í lófa sér til að áætla kjarnhitann. „Þar getur þú tekið einhvern Crossfit-gaur og gert það sama, en hann er þá bara alltaf með well-done steik,“ segir Alfreð. Hitamælirinn sem Alfreð Fannar Björnsson heldur þarna um er lykilatriði í að elda kjöt hæfilega vel, segir hann. Væntanleg er ný sería af BBQ-kónginum á Stöð 2, þar sem Alfreð sviptir áfram hulunni af leyndardómum grillsins.Vísir Ekki þjóðernissinnaður grillari Grillmenning Íslendinga er að sögn Alfreðs að þróast nokkuð. „Það hefur aukist töluvert að fólk er að grilla eitthvað annað en lambalærissneiðar og kjúklingabringur,“ segir Alfreð. Þar er fiskur að koma sterkur inn að hans sögn en í nýrri seríu af BBQ-kónginum sem væntanleg er í sumar er einn þáttur helgaður fiski. Þar kemur risahumar við sögu, sem Alfreð segir sérstaklega góðan. Þótt lambakjöt og aðrar tegundir hafi margt til síns ágætis kveðst Alfreð enn halda mest upp á klassískt nautakjöt. Íslensku nauti þá, eða ert þú ekki þjóðernissinni að þessu leyti? Ertu rólegur yfir því? „Ég er rólegur yfir því. Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra. Jújú, íslenskt nautakjöt er alveg frábært, en það er bara rosalega óstabílt. Þú getur lent á rosalega góðu en svo geturðu líka lent á rosalega slæmu. En með því að taka svona erlent, eins og er bara í Kjötkompaní, þú lendir alltaf á góðu nautakjöti. Ribeye að hellisbúahætti Ef Alfreð þyrfti að velja kjöt til að grilla og aðferð til að grilla það strax í kvöld segðist hann mundu fara í kjötverslun, sækja nautaribeye og elda steikina eftir aðferð sem kalla mætti samkvæmt frumstæðri þýðingu „öfugan sviða“ - á ensku ‘reverse sear’. Caveman-aðferðin svonefnda felst í að grilla kjötið beint á kolunum.Stöð 2 Þar er steikin hituð upp í 50°C á lágum hita (120°C). Þegar svo er komið er hitinn í grillinu hámarkaður helst upp í allt að 300°C og steikinni skellt aftur á grillið á mínútu á hvora hlið. Ef um kolagrill er að ræða hvetur Alfreð til þess að gerðar séu tilraunir að hætti hellisbúans (e. caveman) og steikinni fleygt beint á kolin og grindin fjarlægð. Með þessu á að fást hin vænsta steik.
Matur Ísland í dag Grindavík Tengdar fréttir BBQ kóngurinn grillar kjúklinga kirsuber Grillmeistarinn geðþekki, Alfreð Fannar Björnsson, hefur sýnt áhorfendum Stöðvar 2 frumlega grilltakta í þáttunum BBQ kóngurinn síðastliðið árið. 1. desember 2021 11:31 BBQ kóngurinn: Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati „Sjáiði hvað þetta er flott hjá mér? Það mætti halda að ég væri að gera eitthvað krem fyrir köku. Samt kann ég ekkert að baka, nema vandræði,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar þegar hann framreiðir fyllta Flanksteik í þættinum BBQ kóngurinn. 30. júní 2021 16:34 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
BBQ kóngurinn grillar kjúklinga kirsuber Grillmeistarinn geðþekki, Alfreð Fannar Björnsson, hefur sýnt áhorfendum Stöðvar 2 frumlega grilltakta í þáttunum BBQ kóngurinn síðastliðið árið. 1. desember 2021 11:31
BBQ kóngurinn: Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati „Sjáiði hvað þetta er flott hjá mér? Það mætti halda að ég væri að gera eitthvað krem fyrir köku. Samt kann ég ekkert að baka, nema vandræði,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar þegar hann framreiðir fyllta Flanksteik í þættinum BBQ kóngurinn. 30. júní 2021 16:34