Stór hópur hrossa lenti í sjálfheldu úti í vatninu í hávaðaroki og miklum öldugangi. Björgunarsveitin Eyvindur í Hrunamannahreppi var ræst út til að koma hrossunum til bjargar og RAX var á staðnum og náði myndum af björgunaraðgerðunum þar sem björgunarsveitin þurfti að reka hrossin á sund til þess að koma þeim í land.
„Hestar verða mjög hræddir í þessum aðstæðum þannig að það var mjög tvísýnt hvernig þetta færi.“
Í október árið 2002 var mikið rigningaveður og vatnavextir á Suðausturlandi og RAX fór af stað til þess að ná myndum af ástandinu. Áin Kolgríma flæddi yfir bakka sína með látum og flóðið hreif með sér u.þ.b. hundrað metra kafla af hringveginum ásamt því að skola stærðarinnar ísjökum á tún nærliggjandi bæja. Bóndinn á Skálafelli, Þorsteinn Sigfússon, sagði að hvorki hann né tengdaforeldrar hans sem höfðu búið á svæðinu í 60 ár, hefðu nokkurn tímann séð annað eins flæði í ánni. RAX var eini fulltrúi fjölmiðla á svæðinu sem náði að mynda eftirleik flóðsins.
„Það var svolítið magnað að sjá hvernig náttúruöflin geta bara rústað því sem þeim dettur í hug að eyðileggja.“
Myndirnar af báðum flóðunum má sjá í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan.
Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX.
Á gamlárskvöld árið 1994 fældist hópur hesta við flugeldasprengingar og fannst ekki fyrr en þremur dögum seinna, í sjálfheldu uppi á fjallinu Skarðshyrnu. RAX slóst í för með hópi manna sem hugðist halda í leiðangur upp á fjallið til þess að bjarga hestunum.
Árið 1993 stefndi djúp lægð að landi. Veðrið yrði verst undir Eyjafjöllum og RAX hélt rakleiðis þangað til þess að mynda veðurhaminn þegar að lægðin skylli á landinu. Hann var búinn að ná flottum myndum þegar bíllinn með honum og vinnufélaga hans, Þorkeli Þorkelssyni ljósmyndara, fauk af veginum.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.