Ísland efst á lista yfir rómantískustu áfangastaðina Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. maí 2023 11:01 Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum áfangastað. Vísir/Hanna Andrésdóttir „Það kann að koma sumum Bretum á óvart hvaða áfangastaður er talinn vera sá rómantískasti í heiminum,“ ritar Esther Marshall blaðamaður Express í grein sem birtist á miðlinum nú á dögunum. Þar er birtur listi yfir rómantískustu áfangastaði í heimi og trónir Ísland á toppi listans. Listinn er byggður á niðurstöðum könnunar StressFreeCarRental. Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum stað sem bjóði upp á fjölmargar eftirminnilegar upplifanir. „Það kann að koma einhverjum Bretum á óvart að land elds og ísa tróni efst á listanum, en landið gæti verið kjörinn staður fyrir rómantískt frí,“ segir í greininni. „Þó svo að Ísland sé kannski ekki endilega efst á lista allra þeirra sem vilja fara í rómantíska ferð þá er landslagið á Íslandi engu að síður einstakt og stórbrotið, sem gerir landið að fullkomnum stað fyrir þá sem vilja upplifa ævintýri saman. Þeir sem vilja upplifa heillandi ferðalag með maka sínum geta notið þess að kanna hrífandi jökla, fossa og hraunbreiður, og svo er hægt að enda daginn með því að fylgjast með norðurljósunum,“ segir jafnframt í greininni. Þá er mælt með að turtildúfur geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa einstaka og rómantíska stemningu undir berum himni. Mælt er með að turtildúfur á ferðalagi um Ísland geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa rómantíska stemningu.Vísir/Vilhelm Venice á Ítalíu er í öðru sæti á listanum og ætti ekki að undra, enda er fátt rómantískara en að sigla um síkin og rölta um og virða fyrir sér íburðarmikinn arkítektúr. Fram kemur í greininni að Ítalía hafi lengi verið þekkt sem eitt rómantískasta land í heimi og í Venice geti pör á ferðalagi notið þess að ganga hönd í hönd um þröng stræti, snæða ekta ítalskan mat og sigla um í gondóla. Þó svo að París sé rómuð fyrir rómantíska stemningu þá er það önnur frönsk borg sem kemst í þriðja sætið á listanum, en það er Nice. Þar er hægt að slappa af á ströndinni, ráfa um útimörkuðum eða jafnvel skreppa í dagsferð yfir til Mónakó. Í fjórða sæti er Isle of Skye í Skotlandi og í fimmta sæti er Hamilton eyja í Ástralíu. Í sjötta sæti er New York borg og þar á eftir er Sevilla á Spáni. Ástin og lífið Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira
Listinn er byggður á niðurstöðum könnunar StressFreeCarRental. Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum stað sem bjóði upp á fjölmargar eftirminnilegar upplifanir. „Það kann að koma einhverjum Bretum á óvart að land elds og ísa tróni efst á listanum, en landið gæti verið kjörinn staður fyrir rómantískt frí,“ segir í greininni. „Þó svo að Ísland sé kannski ekki endilega efst á lista allra þeirra sem vilja fara í rómantíska ferð þá er landslagið á Íslandi engu að síður einstakt og stórbrotið, sem gerir landið að fullkomnum stað fyrir þá sem vilja upplifa ævintýri saman. Þeir sem vilja upplifa heillandi ferðalag með maka sínum geta notið þess að kanna hrífandi jökla, fossa og hraunbreiður, og svo er hægt að enda daginn með því að fylgjast með norðurljósunum,“ segir jafnframt í greininni. Þá er mælt með að turtildúfur geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa einstaka og rómantíska stemningu undir berum himni. Mælt er með að turtildúfur á ferðalagi um Ísland geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa rómantíska stemningu.Vísir/Vilhelm Venice á Ítalíu er í öðru sæti á listanum og ætti ekki að undra, enda er fátt rómantískara en að sigla um síkin og rölta um og virða fyrir sér íburðarmikinn arkítektúr. Fram kemur í greininni að Ítalía hafi lengi verið þekkt sem eitt rómantískasta land í heimi og í Venice geti pör á ferðalagi notið þess að ganga hönd í hönd um þröng stræti, snæða ekta ítalskan mat og sigla um í gondóla. Þó svo að París sé rómuð fyrir rómantíska stemningu þá er það önnur frönsk borg sem kemst í þriðja sætið á listanum, en það er Nice. Þar er hægt að slappa af á ströndinni, ráfa um útimörkuðum eða jafnvel skreppa í dagsferð yfir til Mónakó. Í fjórða sæti er Isle of Skye í Skotlandi og í fimmta sæti er Hamilton eyja í Ástralíu. Í sjötta sæti er New York borg og þar á eftir er Sevilla á Spáni.
Ástin og lífið Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira