Grét í fangi dóttur sinnar og segir myrkrið það erfiðasta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. maí 2023 19:31 Þorleifur Þorleifsson hlóp rúma 335 kílómetra um helgina. Vísir/Stöð 2 Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi, hágrét í fangi dóttur sinnar og bað um að fá að hætta í Þýskalandi. Hann hélt þó áfram og kláraði að lokum fimmtíu hringi. Þorleifur stefnir að því að klára sextíu hringi á heimsmeistaramótinu í október síðar á þessu ári. Þorleifur fékk óvæntar móttökur við heimili sitt í gærkvöldi þegar hann kom heim frá Þýskalandi þar sem hann hljóp rúma 335 kílómetra um helgina. Hann sló Íslandsmetið auðveldlega sem var í eigu Mari Jaersk, 43 hringir. Markmið Þorleifs um helgina var að hlaupa að minnsta kosti 48 hringi. „Það eru sem sagt 48 tímar, tveir sólarhringar, það var svona grunnmarkmiðið í þessu. Og svo langaði mig að komast sem næst 60 tímunum, en það tókst ekki alveg í þetta skipti,“ sagði Þorleifur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Frá þriðja eða fimmta hring og upp í tíunda er oftast að einhverju leyti erfuðustu hringirnir oft. Þá er líkaminn í varnarstöðu og þú ferð að fá verki hér og þar og líkaminn er að reyna að segja þér að hætta þessu.“ „Þegar þetta er komið í ákveðinn takt þá verður þetta auðveldara.“ Hann segir þó nóttina vera erfiðasta hlutann. „Myrkrið er alltaf erfiðast í þessu. Þú ert alltaf bara með smá ljós og verður þreyttur.“ „Ég fór bara að hágráta“ En þegar líða fór á hlaupið hjá Þorleifi fór það að taka á andlega. „Ég fór bara að hágráta. Ég kem náttúrulega í mark beint í fangið á dóttur minni og ég bara knúsaði hana og spurði hana bara: „Má ég hætta? Má ég hætta?“ Og svo bara var ég rifinn í burtu og settur af stað og þetta var alveg rosalegur rússíbani í hausnum. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu,“ bætti Þorleifur við, en viðtalið má sjá í heild sinn hér fyrir neðan. Klippa: Þorleifur lýsir hlaupinu Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24 Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Íslenski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Sjá meira
Þorleifur fékk óvæntar móttökur við heimili sitt í gærkvöldi þegar hann kom heim frá Þýskalandi þar sem hann hljóp rúma 335 kílómetra um helgina. Hann sló Íslandsmetið auðveldlega sem var í eigu Mari Jaersk, 43 hringir. Markmið Þorleifs um helgina var að hlaupa að minnsta kosti 48 hringi. „Það eru sem sagt 48 tímar, tveir sólarhringar, það var svona grunnmarkmiðið í þessu. Og svo langaði mig að komast sem næst 60 tímunum, en það tókst ekki alveg í þetta skipti,“ sagði Þorleifur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Frá þriðja eða fimmta hring og upp í tíunda er oftast að einhverju leyti erfuðustu hringirnir oft. Þá er líkaminn í varnarstöðu og þú ferð að fá verki hér og þar og líkaminn er að reyna að segja þér að hætta þessu.“ „Þegar þetta er komið í ákveðinn takt þá verður þetta auðveldara.“ Hann segir þó nóttina vera erfiðasta hlutann. „Myrkrið er alltaf erfiðast í þessu. Þú ert alltaf bara með smá ljós og verður þreyttur.“ „Ég fór bara að hágráta“ En þegar líða fór á hlaupið hjá Þorleifi fór það að taka á andlega. „Ég fór bara að hágráta. Ég kem náttúrulega í mark beint í fangið á dóttur minni og ég bara knúsaði hana og spurði hana bara: „Má ég hætta? Má ég hætta?“ Og svo bara var ég rifinn í burtu og settur af stað og þetta var alveg rosalegur rússíbani í hausnum. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu,“ bætti Þorleifur við, en viðtalið má sjá í heild sinn hér fyrir neðan. Klippa: Þorleifur lýsir hlaupinu
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24 Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Íslenski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Sjá meira
Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24
Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga