Sport

Vignir Vatnar Ís­lands­meistari í skák

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Gunnar Björnsson formaður mótanefndar Skáksambands Íslands, Hannes Hlífar Stefánsson, Vignir Vatnar Stefánsson Íslandsmeistari, Guðmundur Kjartansson og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Gunnar Björnsson formaður mótanefndar Skáksambands Íslands, Hannes Hlífar Stefánsson, Vignir Vatnar Stefánsson Íslandsmeistari, Guðmundur Kjartansson og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Björn Ívar Karlsson

Vignir Vatnar Stefánsson, nýjasti stórmeistari Íslands, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í skák í kvöld. Fara þurfti í bráðabana milli þriggja efstu skákmanna og hafði Vignir að lokum betur.

DV greindi frá þessu fyrst.

Tólf skákmenn kepptu um Íslandsmeistaratitilinn á Skákþingi Íslands í dag. Eftir ellefu umferðir á ellefu dögum voru þrír skákmenn efstir með 8,5 vinninga af ellefu mögulegum. Auk Vignis Vatnars voru það stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson.

Í kjölfarið fór fram bráðabani milli þremenninganna með styttri tímamörkum þar sem Vignir vann að lokum sigur.

Íslandsmeistaratitilinn er nýjasta rósin í hnappagat hins efnilega Vignis Vatnars sem er aðeins tvítugur. En það eru rétt rúmir tveir mánuðir liðnir frá því að hann tryggði sér stórmeistaratitil og varð sextándi stórmeistari landsins.


Tengdar fréttir

Vignir Vatnar vinnur

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði kólumbískan andstæðing sinn í fyrstu skák sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í Rúmeníu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×