Lífið

Dúx og semidúx MR sigur­vegarar utan náms

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Menntaskólinn í Reykjavík brautskráði 204 stúdenta á föstudaginn.
Menntaskólinn í Reykjavík brautskráði 204 stúdenta á föstudaginn. Menntaskólinn í Reykjavík

Á föstudag fór fram brautskráning frá Menntaskólanum í Reykjavík. Alls útskrifuðust 204 stúdentar og þar af 27 með viðurkenningu fyrir ágætiseinkunn á stúdentsprófi.

Dúx skólans var Benedikt Vilji Magnússon með 9,75 í einkunn af eðlisfræðideild I. Þess má geta að Benedikt bar sigur úr býtum í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna á fyrsta árinu sínu í MR. Hann var fyrsti nýneminn í níu ár til að hreppa þau verðlaun.

Semidúx skólans var Katla Ólafsdóttir, sem útskrifaðist af fornmáladeild I með með einkunnina 9,70. Katla var í Gettu betur liði skólans síðastliðin tvö ár og sigraði keppnina í bæði skiptin.

Útskriftarárgangurinn er sá fyrsti sem Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík, útskrifar í embættinu. Hún tók við störfum sem rektor skólans síðasta haust.


Tengdar fréttir

Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík

Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor.

Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf ein­hver söknuður“

„Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, dúx í MR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.