Leik lokið: Þróttur 2-1 Valur | Bikarmeistararnir úr leik Jón Már Ferro skrifar 27. maí 2023 18:15 Vísir/Vilhelm Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og sló út ríkjandi bikarmeistara Vals er liðin mættust í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld. Lokatölur í Laugardalnum 2-1 sigur Þróttara. Gestirnir frá Hlíðarenda skoruðu fyrsta markið snemma leiks þegar Haley Lanier Berg afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Jöfnunarmark Þróttar kom á 79. mínútu en það skoraði Freyja Katrín Þorvarðardóttir af stuttu færi. Sigurmarkið kom svo á 88. mínútu við mikinn fögnuð Þróttara. Eftir að Valur skoraði fyrsta mark leiksins var Þróttur meira með boltann og reyndi hvað það gat að skora jöfnunarmarkið. Sóknarleikur þeirra var hins vegar afar ósannfærandi og olli Val litlum áhyggjum. Valur spilaði góðan varnarleik mest allan leikinn og beitti skyndisóknum og voru ekki ólíklegri aðilinn til að skora í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að vera minna með boltann. Það átti hins vegar eftir að breytast í seinni hálfleik því sóknarleikur Þróttar batnaði til muna og þær hertu tökin. Jöfnunarmark Þróttar kom eftir dæmigerða sókn þeirra. Tanya Laryssa fékk boltann á miðjum vellinum. Hún snéri miðjumenn Vals af sér, spretti á ógnarhraða í áttina að vítateignum áður en hún renndi boltanum til hliðar á Mikenna McManus, sem skar boltann fyrir markið á Freyju Katrínu sem gat ekki annað en skorað. Um það bil tíu mínútum seinna skoraði Sæunn Björnsdóttir eftir slæm mistök Fanneyjar Ingu Birkisdóttur. Fanney ætlaði að grípa fyrirgjöf Ísabellu Önnu Húbertsdóttur. Það tókst ekki og boltinn féll fyrir fætur Sæunnar. Sigur Þróttar var að lokum verðskuldaður en naumur. Varnarleikur Vals var að mestu leiti frábær en Þróttur nýtti tækifæri sín vel og unnu þar af leiðandi vægast sagt sætan sigur. Af hverju vann Þróttur? Leikmenn Vals virtust ekki ráða við öll þau skörð sem hoggin eru í leikmannahóp liðsins því það dró verulega af þeim eftir því sem á leið leikinn. Mikið er um meiðsli en einungis fjórir varamenn voru á bekk Vals í kvöld. Þar af einungis þrír útispilarar. Hverjar stóðu upp úr? Katherine Amanda Cousins stóð upp úr að lokum. Hún tók af skarið þegar Þróttur þurfti á að halda og þræddi sig í gegnum völlinn með frábærum einleik sem varð að lokum til þess að þær jöfnuðu leikinn. Fram að jöfnunarmarkinu hafði Þrótti gengið brösuglega að skapa færi. Hvað gekk illa? Framan af leik gekk Þrótti illa að spila sig upp völlinn eins og þær virtust vilja gera. Oftar en ekki reyndu þær ótímabærar sendingar sem annað hvort fóru alla leið til Fanneyjar í marki Vals eða út af vellinum. Einnig reyndu þær margar sendingar með jörðinni á þröngu svæði fram völlinn í stað þess að spila boltanum úr einu svæði í annað. Það kom þó ekki að sök í dag. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur miðvikudaginn 31. maí klukkan 19:15. Aftur verður leikið á Avis vellinum en nú í Bestu deildinni. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á rás Bestu deildarinnar. „Eins og við viljum ekki vera með boltann“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar Reykjavíkur Eðlilega var Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur í leikslok. Hann var ánægður með leikmenn sína og sagði þá spila vel. Hann svaraði því játandi að vera ánægður með sigurinn. „Já. Þetta er fyrsta skipti sem við vinnum Val á tímabili og að koma til baka er frábært,“ sagði Nik. Þrótti gekk illa að spila boltanum á milli sín á vallarhelming Vals en það breyttist í seinni hálfleik. „Við vorum ekki með nógu mikið sjálfstraust. Við hikuðum, við trúðum ekki og leikmenn voru ekki að koma sér í nægilega góða stöðu með boltann. Við fórum yfir það í hálfleik og bættum það. Við tókum boltann niður og fundum millisvæðin. Við vissum að þær myndu pressa okkur en við eigum að vera nógu góðar til að spila okkur úr þröngum svæðum,“ sagði Nik. „Í fyrri hálfleik var eins og við vildum ekki vera með boltann,“ sagði Nik. Það var lítið um kantspil hjá Þrótti enda eru þær ekki með eiginlega kantmenn. Þrátt fyrir að spil þeirra gengi illa vildi Nik ekki breyta um taktík í hálfleik heldur koma Mikenna McManus vinstri bakverði þeirra ofar á völlinn. „Þess vegna vildum við koma Mikenna ofar á völlinn. Þrátt fyrir að þær væru með línuna ofarlega. Ef við gætum spilað boltanum í svæðin inni á miðjuna þá gætum við teygt aðeins á þeim. Þetta snerist ekki um taktík heldur trú,“ sagði Nik. „Finnst ótrúlegt að við skildum vera efstar“ Pétur Pétursson, þjálfari ValsVÍSIR/VILHELM „Meiðsli og veikindi hjá okkur. Mér fannst við svo sem alveg stjórna þessu lengi sérstaklega í fyrri hálfleik og vorum eitt núll. Ég veit ekki hverju við breyttum í seinni hálfleik en Þróttararnir spiluðu svo sem vel í seinni hálfleik,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals. Eðlilega var Pétur ósáttur í leikslok en hann hrósaði einnig Þrótt fyrir góða spilamennsku í seinni hálfleik. „Þú þarft að ná öðru markinu og við náðum því ekki í fyrri hálfleik. Mér fannst við alveg getað það. Mér fannst við ekki spila þetta vel í seinni hálfleik og hrós á Þrótt,“ sagði Pétur. „Ég bara veit það ekki,“ sagði Pétur um hvort leikmenn sem eru meiddir væru á leiðinni til baka inn í hópinn. En margir leikmenn eru frá vegna meiðsla hjá Val. Þrátt fyrir áföll er Valur efst í deildinni og spurning hvort liðið haldi sig þar. „Mér finnst ótrúlegt að við skildum vera efstar miðað við okkar mótlæti. Vonandi höldum við því bara áfram. Við vorum fimm ár í fyrra að ná titlinum í bikarnum og svona er þetta. Þú þarft að vinna alla leiki. Núna er það bara Íslandsmótið sem við tökum þátt í og meistaradeildin í haust. Við gerum það bara almennilega,“ sagði Pétur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Valur Þróttur Reykjavík
Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og sló út ríkjandi bikarmeistara Vals er liðin mættust í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld. Lokatölur í Laugardalnum 2-1 sigur Þróttara. Gestirnir frá Hlíðarenda skoruðu fyrsta markið snemma leiks þegar Haley Lanier Berg afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Jöfnunarmark Þróttar kom á 79. mínútu en það skoraði Freyja Katrín Þorvarðardóttir af stuttu færi. Sigurmarkið kom svo á 88. mínútu við mikinn fögnuð Þróttara. Eftir að Valur skoraði fyrsta mark leiksins var Þróttur meira með boltann og reyndi hvað það gat að skora jöfnunarmarkið. Sóknarleikur þeirra var hins vegar afar ósannfærandi og olli Val litlum áhyggjum. Valur spilaði góðan varnarleik mest allan leikinn og beitti skyndisóknum og voru ekki ólíklegri aðilinn til að skora í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að vera minna með boltann. Það átti hins vegar eftir að breytast í seinni hálfleik því sóknarleikur Þróttar batnaði til muna og þær hertu tökin. Jöfnunarmark Þróttar kom eftir dæmigerða sókn þeirra. Tanya Laryssa fékk boltann á miðjum vellinum. Hún snéri miðjumenn Vals af sér, spretti á ógnarhraða í áttina að vítateignum áður en hún renndi boltanum til hliðar á Mikenna McManus, sem skar boltann fyrir markið á Freyju Katrínu sem gat ekki annað en skorað. Um það bil tíu mínútum seinna skoraði Sæunn Björnsdóttir eftir slæm mistök Fanneyjar Ingu Birkisdóttur. Fanney ætlaði að grípa fyrirgjöf Ísabellu Önnu Húbertsdóttur. Það tókst ekki og boltinn féll fyrir fætur Sæunnar. Sigur Þróttar var að lokum verðskuldaður en naumur. Varnarleikur Vals var að mestu leiti frábær en Þróttur nýtti tækifæri sín vel og unnu þar af leiðandi vægast sagt sætan sigur. Af hverju vann Þróttur? Leikmenn Vals virtust ekki ráða við öll þau skörð sem hoggin eru í leikmannahóp liðsins því það dró verulega af þeim eftir því sem á leið leikinn. Mikið er um meiðsli en einungis fjórir varamenn voru á bekk Vals í kvöld. Þar af einungis þrír útispilarar. Hverjar stóðu upp úr? Katherine Amanda Cousins stóð upp úr að lokum. Hún tók af skarið þegar Þróttur þurfti á að halda og þræddi sig í gegnum völlinn með frábærum einleik sem varð að lokum til þess að þær jöfnuðu leikinn. Fram að jöfnunarmarkinu hafði Þrótti gengið brösuglega að skapa færi. Hvað gekk illa? Framan af leik gekk Þrótti illa að spila sig upp völlinn eins og þær virtust vilja gera. Oftar en ekki reyndu þær ótímabærar sendingar sem annað hvort fóru alla leið til Fanneyjar í marki Vals eða út af vellinum. Einnig reyndu þær margar sendingar með jörðinni á þröngu svæði fram völlinn í stað þess að spila boltanum úr einu svæði í annað. Það kom þó ekki að sök í dag. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur miðvikudaginn 31. maí klukkan 19:15. Aftur verður leikið á Avis vellinum en nú í Bestu deildinni. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á rás Bestu deildarinnar. „Eins og við viljum ekki vera með boltann“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar Reykjavíkur Eðlilega var Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur í leikslok. Hann var ánægður með leikmenn sína og sagði þá spila vel. Hann svaraði því játandi að vera ánægður með sigurinn. „Já. Þetta er fyrsta skipti sem við vinnum Val á tímabili og að koma til baka er frábært,“ sagði Nik. Þrótti gekk illa að spila boltanum á milli sín á vallarhelming Vals en það breyttist í seinni hálfleik. „Við vorum ekki með nógu mikið sjálfstraust. Við hikuðum, við trúðum ekki og leikmenn voru ekki að koma sér í nægilega góða stöðu með boltann. Við fórum yfir það í hálfleik og bættum það. Við tókum boltann niður og fundum millisvæðin. Við vissum að þær myndu pressa okkur en við eigum að vera nógu góðar til að spila okkur úr þröngum svæðum,“ sagði Nik. „Í fyrri hálfleik var eins og við vildum ekki vera með boltann,“ sagði Nik. Það var lítið um kantspil hjá Þrótti enda eru þær ekki með eiginlega kantmenn. Þrátt fyrir að spil þeirra gengi illa vildi Nik ekki breyta um taktík í hálfleik heldur koma Mikenna McManus vinstri bakverði þeirra ofar á völlinn. „Þess vegna vildum við koma Mikenna ofar á völlinn. Þrátt fyrir að þær væru með línuna ofarlega. Ef við gætum spilað boltanum í svæðin inni á miðjuna þá gætum við teygt aðeins á þeim. Þetta snerist ekki um taktík heldur trú,“ sagði Nik. „Finnst ótrúlegt að við skildum vera efstar“ Pétur Pétursson, þjálfari ValsVÍSIR/VILHELM „Meiðsli og veikindi hjá okkur. Mér fannst við svo sem alveg stjórna þessu lengi sérstaklega í fyrri hálfleik og vorum eitt núll. Ég veit ekki hverju við breyttum í seinni hálfleik en Þróttararnir spiluðu svo sem vel í seinni hálfleik,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals. Eðlilega var Pétur ósáttur í leikslok en hann hrósaði einnig Þrótt fyrir góða spilamennsku í seinni hálfleik. „Þú þarft að ná öðru markinu og við náðum því ekki í fyrri hálfleik. Mér fannst við alveg getað það. Mér fannst við ekki spila þetta vel í seinni hálfleik og hrós á Þrótt,“ sagði Pétur. „Ég bara veit það ekki,“ sagði Pétur um hvort leikmenn sem eru meiddir væru á leiðinni til baka inn í hópinn. En margir leikmenn eru frá vegna meiðsla hjá Val. Þrátt fyrir áföll er Valur efst í deildinni og spurning hvort liðið haldi sig þar. „Mér finnst ótrúlegt að við skildum vera efstar miðað við okkar mótlæti. Vonandi höldum við því bara áfram. Við vorum fimm ár í fyrra að ná titlinum í bikarnum og svona er þetta. Þú þarft að vinna alla leiki. Núna er það bara Íslandsmótið sem við tökum þátt í og meistaradeildin í haust. Við gerum það bara almennilega,“ sagði Pétur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti