Ófarir Leclerc halda áfram Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2023 23:00 Charles Leclerc, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari Vísir/Getty Charles Leclerc, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari, hefur fengið þriggja sæta refsingu fyrir Mónakó-kappakstur morgundagsins og mun hann því ræsa sjötti á morgun. Refsinguna hlaut Leclerc eftir tímatöku dagsins í Mónakó þar sem að hann endaði í þriðja sæti. Leclerc er gefið að sök að hafa verið fyrir Lando Norris, ökumanni McLaren í tímatökunni en Norris var á fljúgandi hring er hann þurfti að hægja ferð sína verulega í göngum Mónakó-brautarinnar þar sem Leclerc var að þvælast fyrir. A closer look at the incident between Norris and Leclerc in the tunnel #MonacoGP #F1 pic.twitter.com/uxp1jIRhq1— Formula 1 (@F1) May 27, 2023 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Leclerc og Ferrari á yfirstandandi tímabili. Ferrari-bíllinn hefur ekki geta barist um sigra til þessa og þá hefur Leclerc ekki fundið sig. Hann er sem stendur í 7. sæti í stigakeppni ökumanna með aðeins 34 stig og er að tapa baráttunni við liðsfélaga sinn Carlos Sainz. Max Verstappen, ríkjandi heimseistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauður stigakeppninnar er á ráspól í keppni morgundagsins og ljóst að erfitt verður fyrir andstæðinga hans að koma í veg fyrir enn einn sigur Verstappen og Red Bull Racing. Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Refsinguna hlaut Leclerc eftir tímatöku dagsins í Mónakó þar sem að hann endaði í þriðja sæti. Leclerc er gefið að sök að hafa verið fyrir Lando Norris, ökumanni McLaren í tímatökunni en Norris var á fljúgandi hring er hann þurfti að hægja ferð sína verulega í göngum Mónakó-brautarinnar þar sem Leclerc var að þvælast fyrir. A closer look at the incident between Norris and Leclerc in the tunnel #MonacoGP #F1 pic.twitter.com/uxp1jIRhq1— Formula 1 (@F1) May 27, 2023 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Leclerc og Ferrari á yfirstandandi tímabili. Ferrari-bíllinn hefur ekki geta barist um sigra til þessa og þá hefur Leclerc ekki fundið sig. Hann er sem stendur í 7. sæti í stigakeppni ökumanna með aðeins 34 stig og er að tapa baráttunni við liðsfélaga sinn Carlos Sainz. Max Verstappen, ríkjandi heimseistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauður stigakeppninnar er á ráspól í keppni morgundagsins og ljóst að erfitt verður fyrir andstæðinga hans að koma í veg fyrir enn einn sigur Verstappen og Red Bull Racing.
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira