Biðjast afsökunar á afleitum Gollum-leik Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2023 18:00 Aðdáendur Hringadróttinssögu eru ekki hrifnir af nýjasta Gollum. skjáskot Framleiðendur tölvuleiksins Hringadróttinssaga: Gollum hafa beðið aðdáendur afsökunar á leiknum sem virðist haldinn mýmörgum göllum. Grafík leiksins er með eindæmum léleg. Leikurinn, sem kom úr þann 25. maí síðastliðinn, hverfist um eina goðsagnakenndustu persónu Hringadróttinsbókanna, Gollum. Í leiknum geta spilarar stjórnað Gollum, sem áður hét Sméagol, og skriðið um ýmsa áfangastaði Miðgarðs, sögusvið bóka Tolkien. Hér að neðan má sjá stiklu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YYrJdAdi1WI">watch on YouTube</a> Leikurinn hefur fengið vægast sagt slæma dóma og keppast gagnrýnendur við að gera lítið úr leiknum. Í gagnrýni Guardian segir að leikurinn sé ófrumlegur, óáhugaverður og í grundvallaratriðum gallaður ævintýraleikur sem tekst ekki að fanga neitt spennandi við heim Tolkien. Samt sem áður virðast spilarar til í að prófa leikinn, en í Bretlandi var leikurinn á meðal 10 mest keyptu í vikunni. Degi eftir að leikurinn var gefinn út bað framleiðandinn, Deadalic, afsökunar á leiknum á Twitter. Kveðst framleiðandinn harma það mjög að leikurinn standist ekki væntingar spilara og lofar úrbótum. A few words from the " The Lord of the Rings: Gollum™ " team pic.twitter.com/adPamy5EjO— The Lord of the Rings: Gollum (@GollumGame) May 26, 2023 Von er á gagnrýni Leikjavísis um leikinn á næstunni. Leikjavísir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Leikurinn, sem kom úr þann 25. maí síðastliðinn, hverfist um eina goðsagnakenndustu persónu Hringadróttinsbókanna, Gollum. Í leiknum geta spilarar stjórnað Gollum, sem áður hét Sméagol, og skriðið um ýmsa áfangastaði Miðgarðs, sögusvið bóka Tolkien. Hér að neðan má sjá stiklu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YYrJdAdi1WI">watch on YouTube</a> Leikurinn hefur fengið vægast sagt slæma dóma og keppast gagnrýnendur við að gera lítið úr leiknum. Í gagnrýni Guardian segir að leikurinn sé ófrumlegur, óáhugaverður og í grundvallaratriðum gallaður ævintýraleikur sem tekst ekki að fanga neitt spennandi við heim Tolkien. Samt sem áður virðast spilarar til í að prófa leikinn, en í Bretlandi var leikurinn á meðal 10 mest keyptu í vikunni. Degi eftir að leikurinn var gefinn út bað framleiðandinn, Deadalic, afsökunar á leiknum á Twitter. Kveðst framleiðandinn harma það mjög að leikurinn standist ekki væntingar spilara og lofar úrbótum. A few words from the " The Lord of the Rings: Gollum™ " team pic.twitter.com/adPamy5EjO— The Lord of the Rings: Gollum (@GollumGame) May 26, 2023 Von er á gagnrýni Leikjavísis um leikinn á næstunni.
Leikjavísir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira