Sport

Launahæsta lukkudýrið fær að sýna sig í lokaúrslitum NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lukkudýr Denver Nuggets heitir Rocky og hefur alveg efni á gólfsætunum á vellinum.
Lukkudýr Denver Nuggets heitir Rocky og hefur alveg efni á gólfsætunum á vellinum. Getty/Dustin Bradford

Denver Nuggets er komið í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn og það þýðir að lokaúrslitin fá að sjá lukkudýrið Rocky the Mountain Lion í fyrsta sinn.

Rocky the Mountain Lion eða Steini fjallaljón er reyndar þegar búinn að skapa sér nokkra sérstöðu í NBA.

Rocky hefur það nefnilega ansi gott. Hann fær betur borgað en öll hin lukkudýr deildarinnar.

Fjallaljónið bíður upp á alls kona fimleika og áhættuatriði í hverjum leik og keyrir upp stemmninguna á leikjum Denver Nuggets.

Fyrir það fær hann 625 þúsund dollara á ári sem eru 87,4 milljónir íslenskra króna eða meira en sjö milljónir í mánaðarlaun.

Rocky kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1990 og eins og aðrir hjá Denver Nuggets var hann búinn að bíða lengi eftir því að félagið kæmist í úrslitaeinvígið um titilinn.

Það tókst í ár ekki síst fyrir frábæra frammistöðu Serbans Nikola Jokic. Fyrsti leikur lokaúrslitanna er annað kvöld og að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×