Sport

Sjáðu hvernig dóttir Serenu Williams tók því að verða stóra systir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Serena Williams með dóttur sína Alexis Olympiu eftir sigur á móti á Nýja Sjálandi árið 2020.
 Serena Williams með dóttur sína Alexis Olympiu eftir sigur á móti á Nýja Sjálandi árið 2020. Getty/Hannah Peters

Tennisgoðsögnin Serenu Williams hefur lagt skóna á hilluna og er nú upptekin við það að fjölga í fjölskyldunni. Eins og á inn á tennisvellinum hefur það gengið vel.

Serena er af mörgum talin ein besta íþróttakona sögunnar en alls vann hún 23 risamót á sínum ferli og eyddi 319 vikum á toppi heimslistans.

Serena eignaðist dótturina Alexis Olympiu Ohanian Jr. í september 2017.

Hún sneri aftur inn á tennisvöllinn eftir það en náði ekki að vinna aftur risatitil. Það munaði þó ekki miklu því hún tapaði fjórum úrslitaleikjum frá 2018 til 2019, tveimur á Wimbledon mótinu og tveimur á Opna bandaríska mótinu.

Serena ákvað að leggja tennisskóna á hilluna á síðasta ári eftir goðsagnakenndan feril.

Serena tilkynnti heiminum á dögunum að hún væri ólétt af sínu öðru barni.

Hún og eiginmaður hennar Alexis Ohanian sýndu síðan skemmtilegt myndband af því þegar þau sögðu dóttur þeirra frá því að hún væri að verða stóra systir. Það má sjá það hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×