Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. júní 2023 20:01 Sigga Ey er Einhleypa vikunnar á Vísi. Helgi Ómarsson „Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. „Ég elska jafn mikið að vera ein með sjálfri mér, svara ekki skilaboðum eða í síma, spila á gítar, hugleiða eða bara hugsa. Mér finnst gaman að hafa mjög mikið að gera í smá tíma og fá svo gott frí á milli.“ Siggu Ey þarf vart að kynna eftir að hljómsveitin Systur, sem samanstendur af þeim systrum Siggu Ey, Betu Ey og Elínu, bræddu hjörtu þjóðarinnar með laginu Með hækkandi sól í söngvakeppni sjónvarpsins og Eurovision í fyrra. Sigga er Einhleypa vikunnar. Hún er með mörg járn í eldinum þessa dagana þar sem hún er að semja sóló-tónlist og að vinna að plötu með hljómsveitinni Systur, „hver veit nema við hendum í einn single?“ Söngvakeppnin 2022 JúróvisíonHulda Margrét Hér fyrir neðan svarar Sigga Ey spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hver er Sigga Ey? Dóttir, systir, mamma og vinkona. Aldur? 41 árs. Starf? Tónlistarkona. Hver eru áhugamál þín? Tónlist og flest sem kemur henni við. Jóga, allskonar list, andleg iðkun og sjálfsrækt. Allt sem mér finnst fyndið, skemmtilegt og gleður mig. Gælunafn eða hliðarsjálf? Sigga er gælunafnið mitt, ég heiti Sigríður. Hvað myndir þú segja að þú væri gömul í anda? 10 til 100 ára, allt þarna á milli. Það fer bara eftir dögum og með hverjum ég er. Oftast upplifi ég mig frekar unga í anda en ég upplifi mig stundum 100 ára þegar ég er í kringum syni mína og þeir eru að tala um eitthvað eða hlæja af einhverju sem ég er ekki alveg að skilja og spyr og þeir svara mér að ég muni ekki skilja það af því ég sé of gömul. Menntun? Stúdent og sjúkraliðapróf frá FB og BA gráða frá LHÍ í tónsmíðum. Svo er ég með einkaþjálfarapróf frá Bandaríkjunum. Hver væri titillinn á sjálfsævisögu þinni? WTF! Hvaða kvikmynd er guilty pleasure? Hmm kannski bara Brides Maids. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Alls ekki haha! Hvernig lýsa vinir þínir þér? „Töffari, fyndin og falleg.“„Orkumikil, einlæg og hjálpsöm.“„Heiðarleg, traust og skemmtileg.“„Einlæg, staðföst, fyndin og góðhjörtuð.“„Orðheppin, áreiðanleg og skemmtileg.“ Anna Maggý Vill ekki láta sækja sig á hestvagni Hvað persónueiginleikar finnast heilla þig? Húmor, heiðarleiki, opinn hugur, einlægni, geta sýnt frumkvæði, geta sýnt samkennd. Svo heillast ég mjög mikið af fólki sem leitast við að halda alltaf áfram að læra og skilja og er forvitið um lífið og tilveruna. En óheillandi? Neikvæðni, dómharka óheiðarleiki, sjálfhverfa og hroki. Hvernig væri draumastefnumótið fyrir þér? Á enga drauma um sérstakt stefnumót, ég vil ekki láta sækja mig á hestvagni eða eitthvað þannig. Mér líður eiginlega bara óþægilega ef það er of mikið verið að reyna.Eina sem þarf er næs og afslöppuð stemmning, að við getum talað saman og hlustað á hvort annað, og haft gaman. Þá er hægt að gera hvað sem er og það verður gott date. Hvað er ást fyrir þér? Vó! Ég myndi segja djúpstæð tenging sem byggir á væntumþykju, virðingu, umburðarlyndi og samkennd. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já ég get borðað mjög mikið nammi og svo get ég hermt eftir nokkrum frægum einstaklingum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila á gítar og syngja, koma fram, semja og taka upp tónlist. Vera með börnunum mínum, fjölskyldu og vinum. Hlæja mikið. Ferðast innan- og utanlands. Vera við sjóinn, í náttúrunni og kynnast nýju fólki. Fara á listsýningar, leikhús, danssýningar og margt fleira. En leiðinlegt? Smalltalk-a, hengja upp og ganga frá þvotti, gera skattaskýrslu, borga stöðumælasektir og rífast. Íslenski hópurinn systur fékk mikið af hrósum fyrir litagleði í fatavali á Eurovision í fyrra.EBU Ég myndi vilja vera úlfur en ég tók tvö próf á netinu og þau sögðu bæði að ég væri ugla, er ekki alveg sátt við það Hvort ertu A eða B týpa? Svona 70% B og 30% A. Hvernig viltu fá eggin þín elduð? Ekki linsoðin og ekki harðsoðin, þar á milli. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart og sterkt. Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir það? Ég myndi vilja vera úlfur en ég tók tvö próf á netinu og þau sögðu bæði að ég væri ugla, er ekki alveg sátt við það. Syngur þú í sturtu? Já, stundum ef ég er að æfa mig fyrir eitthvað gigg en ég er voða mikið bara alltaf að syngja alls staðar. Hvað þá? Bara allt milli himins og jarðar til dæmis mikið að radda, óvart, lög inn í búðum, sonum mínum til mikils ama. Er einhver söngtexti sem þú hélst að væri öðruvísi og alltaf sungið vitlaust? Já all the time!Til dæmis „You´re so lame, en á að vera vain, you probably think this song is about you.“ Það er vandræðalega stutt síðan að ég fattaði það. Á hvað horfðir þú síðast í sjónvarpi? Ég horfi rosa lítið þessa dagana en það síðasta sem ég var að horfa á var Shrinking á Apple Tv og Diplomat á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Ég les lítið bækur nema þá helst ljóðabækur. Ég hlusta hins vegar mikið á Audible og síðast að hlusta á bók sem heitir, The Artist way. Dreymir um ferðalög til Bandaríkjanna og Asíu Hvert er uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Wordsnack er í uppáhaldi núna en ég er mest á Instagram. Ertu virk á stefnumótaforritum? Ég fer inn af og til að skoða, samt frekar lítið. Er í einn til þrjá daga max og eyði svo reikningnum mínum. Er nefnilega alveg frekar sátt bara við að vera single. Sigga Ey er með langan verkefnalista nú þegar sumarið er mætt í öllu sínu veldi.Anna Maggý Varstu skotin í einhverjum frægum á yngri árum? Já! Freddie Mercury, Kurt Cobain, Prince, Robert Plant, vissi ekki þá btw. að hann væri gamall karl, Charles Barkley, mjög random. Já og svo Val Kilmer, bara af því hann lék Jim Morison. Hvaða þremur einstaklingum, lífs eða liðnum, myndir þú vilja eiga kvöldstund með? Johni Mitchell, Jonny Cash og Gillian Welsh. Ég held þau væru skemmtilegur félagsskapur. Hvert ferðu ef þú ferð út á lífið? Heim til fólks helst. Fer frekar sjaldan á staði nema ég sé að spila þar eða að fara að horfa á tónleika. Ertu með einhvern markmiðalista (e. Bucketlist)? Já mig langar að fara með strákana mína sem eru að verða fullorðnir menn, 16, 17 og 21 árs í frí til útlanda sem allra fyrst. Svo langar mig að túra um USA með systrum mínum og bróður ef hann kæmist með. Síðan langar mig að ferðast á nokkra staði eins og til dæmis til Japan og Taílands. Einhleypan Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Systurnar fengu þakkarkveðjur frá úkraínskum hermönnum Systur hafa eftir fyrri undankeppni Eurovision, sem fór fram á þriðjudag, fengið ótal skilaboða frá Úkraínu þar sem þeim hefur verið þakkað fyrir stuðning sem þær hafa sýnt Úkraínumönnum í keppninni. 12. maí 2022 12:00 Systur og Lay Low fluttu saman Euphoria og órafmagnaða útgáfu af Með hækkandi sól Systur fluttu lagið Með hækkandi sól saman ásamt Lay Low lagahöfundi lagsins í Eurovision House Party. Lay Low, Elín, Sigga og Beta eru allar staddar í Tórínó á Ítalíu þar sem Systur keppa á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudaginn 10. maí. 4. maí 2022 14:40 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Ég elska jafn mikið að vera ein með sjálfri mér, svara ekki skilaboðum eða í síma, spila á gítar, hugleiða eða bara hugsa. Mér finnst gaman að hafa mjög mikið að gera í smá tíma og fá svo gott frí á milli.“ Siggu Ey þarf vart að kynna eftir að hljómsveitin Systur, sem samanstendur af þeim systrum Siggu Ey, Betu Ey og Elínu, bræddu hjörtu þjóðarinnar með laginu Með hækkandi sól í söngvakeppni sjónvarpsins og Eurovision í fyrra. Sigga er Einhleypa vikunnar. Hún er með mörg járn í eldinum þessa dagana þar sem hún er að semja sóló-tónlist og að vinna að plötu með hljómsveitinni Systur, „hver veit nema við hendum í einn single?“ Söngvakeppnin 2022 JúróvisíonHulda Margrét Hér fyrir neðan svarar Sigga Ey spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hver er Sigga Ey? Dóttir, systir, mamma og vinkona. Aldur? 41 árs. Starf? Tónlistarkona. Hver eru áhugamál þín? Tónlist og flest sem kemur henni við. Jóga, allskonar list, andleg iðkun og sjálfsrækt. Allt sem mér finnst fyndið, skemmtilegt og gleður mig. Gælunafn eða hliðarsjálf? Sigga er gælunafnið mitt, ég heiti Sigríður. Hvað myndir þú segja að þú væri gömul í anda? 10 til 100 ára, allt þarna á milli. Það fer bara eftir dögum og með hverjum ég er. Oftast upplifi ég mig frekar unga í anda en ég upplifi mig stundum 100 ára þegar ég er í kringum syni mína og þeir eru að tala um eitthvað eða hlæja af einhverju sem ég er ekki alveg að skilja og spyr og þeir svara mér að ég muni ekki skilja það af því ég sé of gömul. Menntun? Stúdent og sjúkraliðapróf frá FB og BA gráða frá LHÍ í tónsmíðum. Svo er ég með einkaþjálfarapróf frá Bandaríkjunum. Hver væri titillinn á sjálfsævisögu þinni? WTF! Hvaða kvikmynd er guilty pleasure? Hmm kannski bara Brides Maids. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Alls ekki haha! Hvernig lýsa vinir þínir þér? „Töffari, fyndin og falleg.“„Orkumikil, einlæg og hjálpsöm.“„Heiðarleg, traust og skemmtileg.“„Einlæg, staðföst, fyndin og góðhjörtuð.“„Orðheppin, áreiðanleg og skemmtileg.“ Anna Maggý Vill ekki láta sækja sig á hestvagni Hvað persónueiginleikar finnast heilla þig? Húmor, heiðarleiki, opinn hugur, einlægni, geta sýnt frumkvæði, geta sýnt samkennd. Svo heillast ég mjög mikið af fólki sem leitast við að halda alltaf áfram að læra og skilja og er forvitið um lífið og tilveruna. En óheillandi? Neikvæðni, dómharka óheiðarleiki, sjálfhverfa og hroki. Hvernig væri draumastefnumótið fyrir þér? Á enga drauma um sérstakt stefnumót, ég vil ekki láta sækja mig á hestvagni eða eitthvað þannig. Mér líður eiginlega bara óþægilega ef það er of mikið verið að reyna.Eina sem þarf er næs og afslöppuð stemmning, að við getum talað saman og hlustað á hvort annað, og haft gaman. Þá er hægt að gera hvað sem er og það verður gott date. Hvað er ást fyrir þér? Vó! Ég myndi segja djúpstæð tenging sem byggir á væntumþykju, virðingu, umburðarlyndi og samkennd. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já ég get borðað mjög mikið nammi og svo get ég hermt eftir nokkrum frægum einstaklingum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila á gítar og syngja, koma fram, semja og taka upp tónlist. Vera með börnunum mínum, fjölskyldu og vinum. Hlæja mikið. Ferðast innan- og utanlands. Vera við sjóinn, í náttúrunni og kynnast nýju fólki. Fara á listsýningar, leikhús, danssýningar og margt fleira. En leiðinlegt? Smalltalk-a, hengja upp og ganga frá þvotti, gera skattaskýrslu, borga stöðumælasektir og rífast. Íslenski hópurinn systur fékk mikið af hrósum fyrir litagleði í fatavali á Eurovision í fyrra.EBU Ég myndi vilja vera úlfur en ég tók tvö próf á netinu og þau sögðu bæði að ég væri ugla, er ekki alveg sátt við það Hvort ertu A eða B týpa? Svona 70% B og 30% A. Hvernig viltu fá eggin þín elduð? Ekki linsoðin og ekki harðsoðin, þar á milli. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart og sterkt. Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir það? Ég myndi vilja vera úlfur en ég tók tvö próf á netinu og þau sögðu bæði að ég væri ugla, er ekki alveg sátt við það. Syngur þú í sturtu? Já, stundum ef ég er að æfa mig fyrir eitthvað gigg en ég er voða mikið bara alltaf að syngja alls staðar. Hvað þá? Bara allt milli himins og jarðar til dæmis mikið að radda, óvart, lög inn í búðum, sonum mínum til mikils ama. Er einhver söngtexti sem þú hélst að væri öðruvísi og alltaf sungið vitlaust? Já all the time!Til dæmis „You´re so lame, en á að vera vain, you probably think this song is about you.“ Það er vandræðalega stutt síðan að ég fattaði það. Á hvað horfðir þú síðast í sjónvarpi? Ég horfi rosa lítið þessa dagana en það síðasta sem ég var að horfa á var Shrinking á Apple Tv og Diplomat á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Ég les lítið bækur nema þá helst ljóðabækur. Ég hlusta hins vegar mikið á Audible og síðast að hlusta á bók sem heitir, The Artist way. Dreymir um ferðalög til Bandaríkjanna og Asíu Hvert er uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Wordsnack er í uppáhaldi núna en ég er mest á Instagram. Ertu virk á stefnumótaforritum? Ég fer inn af og til að skoða, samt frekar lítið. Er í einn til þrjá daga max og eyði svo reikningnum mínum. Er nefnilega alveg frekar sátt bara við að vera single. Sigga Ey er með langan verkefnalista nú þegar sumarið er mætt í öllu sínu veldi.Anna Maggý Varstu skotin í einhverjum frægum á yngri árum? Já! Freddie Mercury, Kurt Cobain, Prince, Robert Plant, vissi ekki þá btw. að hann væri gamall karl, Charles Barkley, mjög random. Já og svo Val Kilmer, bara af því hann lék Jim Morison. Hvaða þremur einstaklingum, lífs eða liðnum, myndir þú vilja eiga kvöldstund með? Johni Mitchell, Jonny Cash og Gillian Welsh. Ég held þau væru skemmtilegur félagsskapur. Hvert ferðu ef þú ferð út á lífið? Heim til fólks helst. Fer frekar sjaldan á staði nema ég sé að spila þar eða að fara að horfa á tónleika. Ertu með einhvern markmiðalista (e. Bucketlist)? Já mig langar að fara með strákana mína sem eru að verða fullorðnir menn, 16, 17 og 21 árs í frí til útlanda sem allra fyrst. Svo langar mig að túra um USA með systrum mínum og bróður ef hann kæmist með. Síðan langar mig að ferðast á nokkra staði eins og til dæmis til Japan og Taílands.
Einhleypan Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Systurnar fengu þakkarkveðjur frá úkraínskum hermönnum Systur hafa eftir fyrri undankeppni Eurovision, sem fór fram á þriðjudag, fengið ótal skilaboða frá Úkraínu þar sem þeim hefur verið þakkað fyrir stuðning sem þær hafa sýnt Úkraínumönnum í keppninni. 12. maí 2022 12:00 Systur og Lay Low fluttu saman Euphoria og órafmagnaða útgáfu af Með hækkandi sól Systur fluttu lagið Með hækkandi sól saman ásamt Lay Low lagahöfundi lagsins í Eurovision House Party. Lay Low, Elín, Sigga og Beta eru allar staddar í Tórínó á Ítalíu þar sem Systur keppa á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudaginn 10. maí. 4. maí 2022 14:40 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypa mánaðarins: „Fullkomin, fullkomin, fullkomin“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Systurnar fengu þakkarkveðjur frá úkraínskum hermönnum Systur hafa eftir fyrri undankeppni Eurovision, sem fór fram á þriðjudag, fengið ótal skilaboða frá Úkraínu þar sem þeim hefur verið þakkað fyrir stuðning sem þær hafa sýnt Úkraínumönnum í keppninni. 12. maí 2022 12:00
Systur og Lay Low fluttu saman Euphoria og órafmagnaða útgáfu af Með hækkandi sól Systur fluttu lagið Með hækkandi sól saman ásamt Lay Low lagahöfundi lagsins í Eurovision House Party. Lay Low, Elín, Sigga og Beta eru allar staddar í Tórínó á Ítalíu þar sem Systur keppa á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudaginn 10. maí. 4. maí 2022 14:40