Lífið

Frum­sýning á mynd­bandi við Þjóð­há­tíðar­lag Emm­sjé Gauta

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Emmsjé Gauti og Þormóður eru höfundar Þjóðhátíðarlagsins 2023.
Emmsjé Gauti og Þormóður eru höfundar Þjóðhátíðarlagsins 2023. Sigurður Pétur Jóhansson.

„Stundum eru bara hlutir sem virka og þá á maður ekki að vera að fikta of mikið í þeim en gera þetta meira að sínum eigin,“ segir tón­listar­maðurinn Gauti Þeyr Más­son, betur þekktur sem Emm­sjé Gauti, um hug­myndina á bak­við mynd­bandið við Þjóð­há­tíðar­lagið 2023, Þúsund hjörtu.

Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi.

„Ég held að allir sem fá þetta verkefni í hendurnar ætli að gera þetta eitthvað öðruvísi en svo eru bara ákveðnar formúlur í ferlinu,“ segir Gauti sem hafði í fyrstu ætlað sér að gera myndbandið frumlegt og öðruvísi og lýsir ferlinu sem skemmtilegu verkefni. 

„Okkur tókst að gera Þjóðhátíðarlag sem við náðum setja í okkar eigin búning,“ segir Gauti glaður með afraksturinn, en Þormóður Eiríksson pródúsent samdi lagið og texta með honum.

Væmnari en fólk heldur

Í myndbandinu má sjá Gauta spóka sig um á hinum ýmsu stöðum í Vestmannaeyjum. Dansandi um borð í Herjólfi með Heimaklett í bakgrunni, spranga og svamlandi í sundi svo eitthvað sé nefnt.

Þegar þúsund hjörtu slá í takt, að þú sért hjá mér það er allt,“ segir í laginu sem vitnar í rómantíska samverustund með ástinni. 

Ertu að mýkjast með árunum þegar kemur að tónlistarsmíð? 

„Það kemur í bylgjum. Ég hef allaf verið væmnari en fólk heldur og það blekkir þegar maður er að fá sér tattú, en ég er bara væminn mömmustrákur í grunninn,“ segir Gauti.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan:

Lag og texti eru samin af Gauta og Þormóði en Jón Ragnar Jónsson er meðhöfundur lagsins. Kórarnir þrír í laginu eru Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja og Fjallabræður


Tengdar fréttir

Emm­sjé Gauti frum­flutti þjóð­há­tíðar­lagið 2023

„Þegar þúsund hjörtu slá í takt, það að þú sért hjá mér það er allt.“ Svo hljóðar brot úr viðlagi þjóðhátíðarlagsins 2023 eftir þá Emmsjé Gauta og Þormóð Eiríksson. Til að koma sér í gírinn fyrir lagið fóru þeir til Vestmannaeyja, sungu með kórum og færðu þeim bjór. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.