Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður settist í flúrstólinn beinni í fréttum Stöðvar 2, eftir að hafa fengið leyfi hjá foreldrum. Lundi varð fyrir valinu.
Tattúin fara aldrei úr tísku
„Það er búið að vera fín mæting og gríðarlega góð stemmning,“ segir Össur Hafþórsson, eigandi Reykjavík ink. Um sé að ræða viðburð sem hafi fests sig í sessi.
„Við erum með flúrara frá Brasilíu, Portúgal, Spáni, Frakklandi og nánast öllum fylkjum í Bandaríkjunum. Þannig við erum með rjómann af því besta hér í Gamla bíó.“
Spurður hvernig tískustraumarnir séu í húðflúrunum segir Össur:
„Það má eiginlega segja það að eina sem er „in“... það er allt. Það er alveg sama hvort það sé tónlist eða tíska, tattúin fara aldrei úr tísku og þetta fer allt í hringi,“ sagði Össur Vésteini til hughreystingar.