Annie Mist í efsta sæti eftir þrjár greinar Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 10:30 Annie Mist er komin upp í efsta sætið. Annie Mist Þórisdóttir er í efsta sæti undanúrslitamótsins í Crossfit í Berlín eftir þrjár greinar. Björgvin Karl Guðmundsson féll hins vegar niður í sextánda sætið. Undanúrslitamót fyrir heimsleikana í Crossit fer fram í Berlín nú um helgina en þar er barist um ellefu farseðla á heimsleikana í sumar. Eftir þriðju grein mótsins er Annie Mist Þórisdóttir komin upp í efsta sætið en hún náði næst besta árangri allra keppenda í þriðju greininni. Í þriðju greininni áttu keppendur að gera tíu umferðir af dauðalyftum, bekkpressulyftum með ketilbjöllur og hnébeygjum. Í fyrstu umferð þurfti að gera tíu endurtekningar, næst níu, síðan átta og svo koll af kolli og snerist keppnin um að klára sem fyrst. Annie Mist varð önnur í greininni, kláraði æfinguna á 12:08,97 mínútum og var aðeins tveimur hundraðshlutum úr sekúndu á eftir hinni pólsku Gabriela Migala sem varð fyrst en hún er í öðru sæti heildarkeppninnar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þrettánda sæti á 14:28, 67 mínútum en hún er í fjórtánda sæti sem stendur. Þuríður Helgadóttir er í 24. sæti og Sólveig Sigurðardóttir í 33. sæti. Fjórar greinar eru eftir en Annie Mist er með 258 stig í efsta sæti, Migala í öðru sæti með 256 stig og hin sænska Emma Tall í því þriðja með 255 stig. Björgvin Karl féll niður listann Það gekk ekki alveg jafn vel hjá Björgvini Karli Guðmundssyni í þriðju greininni. Hann varð í 25. sæti, líkt og í grein tvö, og féll niður í sextánda sæti en hann var níundi eftir tvær greinar. Bretinn David Shorunke var fyrstur allra og kláraði æfinguna á 12:26,68 en Björgvin Karl var með tímann 16:32,19. Serbinn Lazar Dukic er efstur allra í heildarkeppninni með 285 stig en Björgvin Karl er með 165 stig í sextánda sætinu. Fjórða og fimmta grein keppninnar fara fram síðar í dag. CrossFit Tengdar fréttir Anníe flaug upp í annað sæti en var samt ekki best Íslendinganna Anníe Mist Þórisdóttir er komin nálægt efsta sætinu eftir tvær greinar af sjö á undanúrslitamótinu í Berlín þar sem barist er um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 2. júní 2023 16:18 Björgvin Karl níundi eftir aðra umferð Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti á undanúrslitamótinu í CrossFit í Berlín eftir að annarri umferð af sjö lauk fyrir skömmu. 2. júní 2023 18:47 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira
Undanúrslitamót fyrir heimsleikana í Crossit fer fram í Berlín nú um helgina en þar er barist um ellefu farseðla á heimsleikana í sumar. Eftir þriðju grein mótsins er Annie Mist Þórisdóttir komin upp í efsta sætið en hún náði næst besta árangri allra keppenda í þriðju greininni. Í þriðju greininni áttu keppendur að gera tíu umferðir af dauðalyftum, bekkpressulyftum með ketilbjöllur og hnébeygjum. Í fyrstu umferð þurfti að gera tíu endurtekningar, næst níu, síðan átta og svo koll af kolli og snerist keppnin um að klára sem fyrst. Annie Mist varð önnur í greininni, kláraði æfinguna á 12:08,97 mínútum og var aðeins tveimur hundraðshlutum úr sekúndu á eftir hinni pólsku Gabriela Migala sem varð fyrst en hún er í öðru sæti heildarkeppninnar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þrettánda sæti á 14:28, 67 mínútum en hún er í fjórtánda sæti sem stendur. Þuríður Helgadóttir er í 24. sæti og Sólveig Sigurðardóttir í 33. sæti. Fjórar greinar eru eftir en Annie Mist er með 258 stig í efsta sæti, Migala í öðru sæti með 256 stig og hin sænska Emma Tall í því þriðja með 255 stig. Björgvin Karl féll niður listann Það gekk ekki alveg jafn vel hjá Björgvini Karli Guðmundssyni í þriðju greininni. Hann varð í 25. sæti, líkt og í grein tvö, og féll niður í sextánda sæti en hann var níundi eftir tvær greinar. Bretinn David Shorunke var fyrstur allra og kláraði æfinguna á 12:26,68 en Björgvin Karl var með tímann 16:32,19. Serbinn Lazar Dukic er efstur allra í heildarkeppninni með 285 stig en Björgvin Karl er með 165 stig í sextánda sætinu. Fjórða og fimmta grein keppninnar fara fram síðar í dag.
CrossFit Tengdar fréttir Anníe flaug upp í annað sæti en var samt ekki best Íslendinganna Anníe Mist Þórisdóttir er komin nálægt efsta sætinu eftir tvær greinar af sjö á undanúrslitamótinu í Berlín þar sem barist er um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 2. júní 2023 16:18 Björgvin Karl níundi eftir aðra umferð Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti á undanúrslitamótinu í CrossFit í Berlín eftir að annarri umferð af sjö lauk fyrir skömmu. 2. júní 2023 18:47 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira
Anníe flaug upp í annað sæti en var samt ekki best Íslendinganna Anníe Mist Þórisdóttir er komin nálægt efsta sætinu eftir tvær greinar af sjö á undanúrslitamótinu í Berlín þar sem barist er um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 2. júní 2023 16:18
Björgvin Karl níundi eftir aðra umferð Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti á undanúrslitamótinu í CrossFit í Berlín eftir að annarri umferð af sjö lauk fyrir skömmu. 2. júní 2023 18:47