Sport

Risa­­­kvöld fram­undan fyrir bar­daga­í­­þróttir á Ís­landi

Aron Guðmundsson skrifar
Mynd frá Unbroken deildinni
Mynd frá Unbroken deildinni Mynd: Mjölnir

Úr­slita­kvöld Un­bro­ken deildarinnar fer fram í kvöld, laugar­daginn 3. júní. Þar munu úr­slitin ráðast í fyrstu deildar­keppninni í upp­gafar­glímu á Ís­landi.

Eftir þrjá keppnis­daga (janúar, febrúar og mars) Un­bro­ken deildarinnar ráðast úr­slitin á laugar­daginn í Tjarnar­bíói. Þar munu efstu tveir kepp­endurnir í hverjum flokki mætast í hreinni úr­slita­glímu.

Deildinni var skipt í byrj­enda­deild (minna en tveggja ára reynsla af glímu) og úr­vals­deild. Úr­slitin í byrj­enda­deildinni hefjast klukkan 16:00 og úr­vals­deildin klukkan 19:30. Það verða 7 glímur í byrj­enda­deildinni og 6 í úr­vals­deildinni.

Auk þess verða 3 ofur­glímur í lokin þar sem er­lendir kepp­endur mæta okkar allra bestu glímu­mönnum. Er­lendur kepp­endurnir eru allt frá­bærir glímu­menn sem mæta sér­stak­lega hingað til lands til að keppa á við­burðinum.

Valentin Fels vs. Marcin Held

Í aðal­glímu kvöldsins verður Valentin Fels gegn Marcin Held. Valentin er franskur glímu­maður sem hefur verið bú­settur hér á landi í hálan ára­tug. Hann er einn af allra bestu glímu­mönnum landsins og þjálfar bæði hjá Mjölni og Brimi á Akra­nesi.

And­stæðingur hans, Marcin Held, er frá­bær glímu­maður sem hefur getið sér gott orð í MMA heiminum. Marcin hefur barist í UFC, Bella­tor og berst nú í PFL. Marcin er þekktur fyrir frá­bæra takta á gólfinu og var að­eins 21 árs gamall þegar hann fékk svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu.

Mynd: Unbroken deildin

Ómar Yamak vs. Lee Hammond

Ómar Yamak er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur verið einn besti glímu­maður landsins undan­farin ár. Hann mætir Lee Hammond sem hefur lengi verið meðal efni­legustu bar­daga­kappa Ír­lands.

Lee er 5-0 sem at­vinnu­maður í MMA og er í nýjustu seríu The Ultimate Fig­hter. Lee verður þar í liði Conor McGregor enda æfir Lee hjá SBG og hefur lengi æft með Conor á Ír­landi. Lee er frá­bær glímu­maður en hann hefur bæði unnið British Nogi Champions­hip og I­BJJF Irish Champions­hip. Það er frá­bært að fá hann hingað til lands og má búast við afar skemmti­legri glímu við Ómar.

Mynd: Unbroken deildin

Kristján Helgi vs. Mohammed Avtar­hanov

Kristján Helgi Haf­liða­son hefur farið ham­förum á glímu­mótum hér­lendis undan­farin tvö ár. Hann hefur gjör­sigrað mót­herja sína og unnið öll stóru mótin hér­lendis síðustu ár. Hann mætir Mohammed Avtar­hanov frá Ír­landi.

Mohammed er að­eins tví­tugur en hefur glímt í fjöl­mörg ár. Hann er fimm­faldur Ír­lands­meistari, á 3 titla á Grapp­le Kings, Evrópu­meistari ung­linga, marg­faldur meistari á Dublin Open og klárar 88% viður­eigna sína á upp­gjafar­taki.

Mynd: Unbroken deildin

Svona lítur upp­röðunin út á glímu­kvöldinu en miða­sala fer fram á Tix.is:

Valentin Fels vs. Marcin Held

Ómar Yamak vs. Lee Hammond

Kristján Helgi vs. Mohammed Avtar­hanov

-88 kg karla: Stefán Fannar Hall­gríms­son (Mjölnir) vs. Helgi Freyr Ólafs­son (Mjölnir)

-70 kg kvenna: Ólöf Embla Kristins­dóttir (VBC) vs. Sara Dís Davíðs­dóttir (Mjölnir)

-77 kg karla: Vil­hjálmur Arnars­son (Mjölnir) vs. Breki Harðar­son (At­lantic)

-60 kg kvenna: Inga Birna Ár­sæls­dóttir (Mjölnir) vs. Auður Olga Skúla­dóttir (Mjölnir)

+70 kg kvenna: Anna Soffía Víkings­dóttir (VBC) vs. Hildur María Sæ­vars­dóttir (Reykja­vík MMA)

-99 kg karla: Hall­dór Logi Vals­son (Mjölnir) vs. Bjarki Ey­þórs­son (Mjölnir) Byrj­enda­deild (16:00)

-70 kg kvenna: Vera Óðins­dóttir (Reykja­vík MMA) vs. Kol­finna Þöll Þórðar­dóttir (Mjölnir)

-88 kg karla: Stefán Atli Óla­son (Brimir BJJ) vs. Hilmir Dan Gísla­son (World Class MMA

-60 kg kvenna: Harpa Hauks­dóttir (Mjölnir) vs. Þór­hanna Inga Ómars­dóttir (VBC

-77 kg karla: Aron Óli Valdimars­son (Reykja­vík MMA) vs. Guð­mar Kristins­son (Reykja­vík MMA

-66 kg karla: Haukur Birgir Jóns­son (Mjölnir) vs. Bárður Lárus­son (VBC)

-99 kg karla: Bragi Þór Páls­son (Mjölnir) vs. Kormákur Snorra­son (Mjölnir)

+99 kg karla: Birgir Steinn Elling­sen (Brimir BJJ) vs. Ei­ríkur Guðni Þórarins­son (Mjölnir)

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×