Dúxaði með íslenskuverðlaunum en talar taílensku heima Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2023 15:16 Thanawin fékk einnig verðlaun fyrir námsárangur sinn í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku, ensku og þýsku. Thanawin Yodsurang Nýstúdentinn Thanawin Yodsurang dúxaði í dag Menntaskólann við Sund með einkunnina 9,7. Hann segir vinnusemi og metnað vera lykilatriði til góðra einkunna. Auk þess að vera dúx skólans hlaut Thanawin verðlaun fyrir námsárangur sinn í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku, ensku og þýsku, nánast öllum fögunum sem hann þreytti. Aðspurður segist Thanawin hafa lagt hart að sér en ekki vitað hvort árangur sem þessi myndi nást. „Það voru margir sem voru að standa sig mjög vel líka,“ segir Thanawin í samtali við Vísi. Hann var á leið heim eftir athöfnina þegar fréttastofa náði tali af honum. Utan skólans spilar Thanawin fótbolta með Breiðabliki. „Ég æfi fimm sinnum í viku og svo eru leikir um helgar,“ segir hann. Þrátt fyrir allt segist hann þó hafa gefið sér tíma til þess að mæta á völl. Thanawin spilar fótbolta með Breiðabliki.Thanawin Yodsurang Thanawin fæddist í Taílandi og bjó þar fyrstu þrjú árin þar til fjölskyldan flutti til Íslands. Foreldrar hans eru bæði tölvunarfræðingar og hann játar að þau eigi mögulega þátt í raungreinaáhuga hans. En í MS var hann á náttúrufræðibraut, eðlisfræði- og stærðfræðilínu. Thanawin Yodsurang á útskriftardaginn ásamt foreldrum sínum, Wirach Yodsurang og Pornwadee Rattanapaitoonchai. Thanawin Yodsurang Hann segist þó brátt hafa náð betri tökum á íslenskunni en foreldrarnir, en heima hjá honum er töluð taílenska. Hann segir þau samt oft hafa getað hjálpað sér með raungreinaheimanámið. Thanawin bjó fyrstu þrjú árin í Taílandi. Thanawin Yodsurang Í haust liggur leið Thanawins í háskóla „Ég stefni á að fara í vélaverkfræði í HÍ,“ segir hann. Aðspurður segist Thanawin ætla að halda því opnu hvort hann haldi áfram í boltanum samhliða náminu. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Dúx og semidúx MR sigurvegarar utan náms Á föstudag fór fram brautskráning frá Menntaskólanum í Reykjavík. Alls útskrifuðust 204 stúdentar og þar af 27 með viðurkenningu fyrir ágætiseinkunn á stúdentsprófi. 30. maí 2023 09:06 Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. 21. desember 2022 14:02 Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Auk þess að vera dúx skólans hlaut Thanawin verðlaun fyrir námsárangur sinn í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku, ensku og þýsku, nánast öllum fögunum sem hann þreytti. Aðspurður segist Thanawin hafa lagt hart að sér en ekki vitað hvort árangur sem þessi myndi nást. „Það voru margir sem voru að standa sig mjög vel líka,“ segir Thanawin í samtali við Vísi. Hann var á leið heim eftir athöfnina þegar fréttastofa náði tali af honum. Utan skólans spilar Thanawin fótbolta með Breiðabliki. „Ég æfi fimm sinnum í viku og svo eru leikir um helgar,“ segir hann. Þrátt fyrir allt segist hann þó hafa gefið sér tíma til þess að mæta á völl. Thanawin spilar fótbolta með Breiðabliki.Thanawin Yodsurang Thanawin fæddist í Taílandi og bjó þar fyrstu þrjú árin þar til fjölskyldan flutti til Íslands. Foreldrar hans eru bæði tölvunarfræðingar og hann játar að þau eigi mögulega þátt í raungreinaáhuga hans. En í MS var hann á náttúrufræðibraut, eðlisfræði- og stærðfræðilínu. Thanawin Yodsurang á útskriftardaginn ásamt foreldrum sínum, Wirach Yodsurang og Pornwadee Rattanapaitoonchai. Thanawin Yodsurang Hann segist þó brátt hafa náð betri tökum á íslenskunni en foreldrarnir, en heima hjá honum er töluð taílenska. Hann segir þau samt oft hafa getað hjálpað sér með raungreinaheimanámið. Thanawin bjó fyrstu þrjú árin í Taílandi. Thanawin Yodsurang Í haust liggur leið Thanawins í háskóla „Ég stefni á að fara í vélaverkfræði í HÍ,“ segir hann. Aðspurður segist Thanawin ætla að halda því opnu hvort hann haldi áfram í boltanum samhliða náminu.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Dúx og semidúx MR sigurvegarar utan náms Á föstudag fór fram brautskráning frá Menntaskólanum í Reykjavík. Alls útskrifuðust 204 stúdentar og þar af 27 með viðurkenningu fyrir ágætiseinkunn á stúdentsprófi. 30. maí 2023 09:06 Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. 21. desember 2022 14:02 Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Dúx og semidúx MR sigurvegarar utan náms Á föstudag fór fram brautskráning frá Menntaskólanum í Reykjavík. Alls útskrifuðust 204 stúdentar og þar af 27 með viðurkenningu fyrir ágætiseinkunn á stúdentsprófi. 30. maí 2023 09:06
Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. 21. desember 2022 14:02
Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31