Dúxaði með íslenskuverðlaunum en talar taílensku heima Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2023 15:16 Thanawin fékk einnig verðlaun fyrir námsárangur sinn í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku, ensku og þýsku. Thanawin Yodsurang Nýstúdentinn Thanawin Yodsurang dúxaði í dag Menntaskólann við Sund með einkunnina 9,7. Hann segir vinnusemi og metnað vera lykilatriði til góðra einkunna. Auk þess að vera dúx skólans hlaut Thanawin verðlaun fyrir námsárangur sinn í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku, ensku og þýsku, nánast öllum fögunum sem hann þreytti. Aðspurður segist Thanawin hafa lagt hart að sér en ekki vitað hvort árangur sem þessi myndi nást. „Það voru margir sem voru að standa sig mjög vel líka,“ segir Thanawin í samtali við Vísi. Hann var á leið heim eftir athöfnina þegar fréttastofa náði tali af honum. Utan skólans spilar Thanawin fótbolta með Breiðabliki. „Ég æfi fimm sinnum í viku og svo eru leikir um helgar,“ segir hann. Þrátt fyrir allt segist hann þó hafa gefið sér tíma til þess að mæta á völl. Thanawin spilar fótbolta með Breiðabliki.Thanawin Yodsurang Thanawin fæddist í Taílandi og bjó þar fyrstu þrjú árin þar til fjölskyldan flutti til Íslands. Foreldrar hans eru bæði tölvunarfræðingar og hann játar að þau eigi mögulega þátt í raungreinaáhuga hans. En í MS var hann á náttúrufræðibraut, eðlisfræði- og stærðfræðilínu. Thanawin Yodsurang á útskriftardaginn ásamt foreldrum sínum, Wirach Yodsurang og Pornwadee Rattanapaitoonchai. Thanawin Yodsurang Hann segist þó brátt hafa náð betri tökum á íslenskunni en foreldrarnir, en heima hjá honum er töluð taílenska. Hann segir þau samt oft hafa getað hjálpað sér með raungreinaheimanámið. Thanawin bjó fyrstu þrjú árin í Taílandi. Thanawin Yodsurang Í haust liggur leið Thanawins í háskóla „Ég stefni á að fara í vélaverkfræði í HÍ,“ segir hann. Aðspurður segist Thanawin ætla að halda því opnu hvort hann haldi áfram í boltanum samhliða náminu. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Dúx og semidúx MR sigurvegarar utan náms Á föstudag fór fram brautskráning frá Menntaskólanum í Reykjavík. Alls útskrifuðust 204 stúdentar og þar af 27 með viðurkenningu fyrir ágætiseinkunn á stúdentsprófi. 30. maí 2023 09:06 Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. 21. desember 2022 14:02 Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Auk þess að vera dúx skólans hlaut Thanawin verðlaun fyrir námsárangur sinn í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku, ensku og þýsku, nánast öllum fögunum sem hann þreytti. Aðspurður segist Thanawin hafa lagt hart að sér en ekki vitað hvort árangur sem þessi myndi nást. „Það voru margir sem voru að standa sig mjög vel líka,“ segir Thanawin í samtali við Vísi. Hann var á leið heim eftir athöfnina þegar fréttastofa náði tali af honum. Utan skólans spilar Thanawin fótbolta með Breiðabliki. „Ég æfi fimm sinnum í viku og svo eru leikir um helgar,“ segir hann. Þrátt fyrir allt segist hann þó hafa gefið sér tíma til þess að mæta á völl. Thanawin spilar fótbolta með Breiðabliki.Thanawin Yodsurang Thanawin fæddist í Taílandi og bjó þar fyrstu þrjú árin þar til fjölskyldan flutti til Íslands. Foreldrar hans eru bæði tölvunarfræðingar og hann játar að þau eigi mögulega þátt í raungreinaáhuga hans. En í MS var hann á náttúrufræðibraut, eðlisfræði- og stærðfræðilínu. Thanawin Yodsurang á útskriftardaginn ásamt foreldrum sínum, Wirach Yodsurang og Pornwadee Rattanapaitoonchai. Thanawin Yodsurang Hann segist þó brátt hafa náð betri tökum á íslenskunni en foreldrarnir, en heima hjá honum er töluð taílenska. Hann segir þau samt oft hafa getað hjálpað sér með raungreinaheimanámið. Thanawin bjó fyrstu þrjú árin í Taílandi. Thanawin Yodsurang Í haust liggur leið Thanawins í háskóla „Ég stefni á að fara í vélaverkfræði í HÍ,“ segir hann. Aðspurður segist Thanawin ætla að halda því opnu hvort hann haldi áfram í boltanum samhliða náminu.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Dúx og semidúx MR sigurvegarar utan náms Á föstudag fór fram brautskráning frá Menntaskólanum í Reykjavík. Alls útskrifuðust 204 stúdentar og þar af 27 með viðurkenningu fyrir ágætiseinkunn á stúdentsprófi. 30. maí 2023 09:06 Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. 21. desember 2022 14:02 Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Dúx og semidúx MR sigurvegarar utan náms Á föstudag fór fram brautskráning frá Menntaskólanum í Reykjavík. Alls útskrifuðust 204 stúdentar og þar af 27 með viðurkenningu fyrir ágætiseinkunn á stúdentsprófi. 30. maí 2023 09:06
Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. 21. desember 2022 14:02
Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31