Elvar með fimm stoðsendingar er Rytas jafnaði úrslitaeinvígið
Aron Guðmundsson skrifar
Elvar Már átti góðan leik í kvöld líkt og svo oft áður.Rytas
Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Elvar Már Friðriksson leikmaður Rytas í Litháen, gaf fimm stoðsendingar þegar að liðið bar sigur úr býtum gegn Zalgiris Kaunas í úrslitaeinvígi litháísku deildarinnar í dag.
Auk þess skoraði Elvar Már fjögur stig og tók eitt frákast en leiknum lauk með 23 stiga sigri Rytas, 94-71.
Rytas hefur þar með jafnað einvígið en Zalgiriz hafði áður unnið fyrsta leik liðanna í úrslitum deildarinnar.
Liðið sem nær fyrst að sigra þrjá leiki í einvíginu verður meistari.