Annie Mist tryggði sér sæti á heimsleikunum Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 12:44 Annie Mist eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. Vísir/Getty Annie Mist Þórisdóttir tryggði sér í dag sæti á heimsleikunum í CrossFit með frábærum árangri á undanúrslitamóti í Berlín. Þegar að allar greinar mótsins voru frá var ljóst að Annie myndi enda í 2. sæti mótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggðu sér farmiða á heimsleikana. Þetta verður í tólfta skipti sem Annie Mist tekur þátt á heimsleikum CrossFit í einstaklingsflokki, leikum sem hún hefur í tvígang unnið. „Ég skil í fullri hreinskilni ekki hvernig ég er enn að taka þátt í CrossFit á þessu gæðastigi,“ sagði Annie í viðtali eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. „Ég hélt í upphafi að ferill minn myndi aðeins endast í þrjú til fjögur ár en ég hef alltaf bara tekið eitt ár í einu og einhvern veginn er ég enn hérna.“ Hún segir CrossFit vera ástríðu sína. „Ég elska að æfa en verð alltaf mjög stressuð þegar kemur að keppni. En um leið og ég heyri í fólkinu mínu í stúkunni breytist allt. Ég heyri í ykkur og finn þá fyrir miklu þakklæti yfir því að ég fái tækifæri til þess að upplifa þetta.“ Þá segist hún leggja í þessa vegferð á þessu ári fyrir fjölskyldu sína, sér í lagi unga dóttur sína. „Ég vil reyna að brjóta niður þá múra setta af öðrum, þess efnis að okkar tími sé liðinn á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Það er undir okkur sjálfum komið að taka þá ákvörðun.“ Á heimsleikunum mun Annie hitta fyrir fjóra íslenska kollega sína. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa öll tryggt sér sæti á leikunum sem fara fram í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum dagana 3.-6. ágúst næstkomandi. Þuríður, Sara og Sólveig sitja eftir Þuríður Erla Helgadóttir var 24 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins. Þuríður var á flottu skriði, endaði í fimmta sæti síns riðils og endaði yfir heildina litið í 15. sæti á undanúrslitamótinu. Hún mun því ekki taka þátt á heimsleikunum í ágúst Ragnheiður Sara 40 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins og hún ætlaði ekki að enda mótið á rólegu nótunum. Sara var virkilega öflug í lokagreininni allt fyrir lokaumferð hennar en þar fataðist henni flugið. Þegar allir riðlar voru frá var ljóst að Sara myndi enda í 19.sæti mótsins. Hún verður því ekki á meðal keppenda á heimsleikum Crossfit í ágúst en hún hefur í tvígang unnið bronsverðlaun á leikunum, árin 2015 og 2016 Sólveig Sigurðardóttir, sem tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrra í fyrsta skipti, tókst því miður ekki að tryggja sér farmiða á leikana þetta árið. Sólveig getur þó verið stolt af sinni framgöngu um helgina en best náði hún að enda í níunda sæti og var það í fjórðu grein mótsins. Þá endaði hún, í heildina litið, í 24. sæti á mótinu. Seinna í dag verður það síðan ljóst hvort að Björgvin Karl Guðmundsson sláist í för með Annie Mist og tryggi sér sæti á heimsleikunum. CrossFit Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Þegar að allar greinar mótsins voru frá var ljóst að Annie myndi enda í 2. sæti mótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggðu sér farmiða á heimsleikana. Þetta verður í tólfta skipti sem Annie Mist tekur þátt á heimsleikum CrossFit í einstaklingsflokki, leikum sem hún hefur í tvígang unnið. „Ég skil í fullri hreinskilni ekki hvernig ég er enn að taka þátt í CrossFit á þessu gæðastigi,“ sagði Annie í viðtali eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. „Ég hélt í upphafi að ferill minn myndi aðeins endast í þrjú til fjögur ár en ég hef alltaf bara tekið eitt ár í einu og einhvern veginn er ég enn hérna.“ Hún segir CrossFit vera ástríðu sína. „Ég elska að æfa en verð alltaf mjög stressuð þegar kemur að keppni. En um leið og ég heyri í fólkinu mínu í stúkunni breytist allt. Ég heyri í ykkur og finn þá fyrir miklu þakklæti yfir því að ég fái tækifæri til þess að upplifa þetta.“ Þá segist hún leggja í þessa vegferð á þessu ári fyrir fjölskyldu sína, sér í lagi unga dóttur sína. „Ég vil reyna að brjóta niður þá múra setta af öðrum, þess efnis að okkar tími sé liðinn á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Það er undir okkur sjálfum komið að taka þá ákvörðun.“ Á heimsleikunum mun Annie hitta fyrir fjóra íslenska kollega sína. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa öll tryggt sér sæti á leikunum sem fara fram í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum dagana 3.-6. ágúst næstkomandi. Þuríður, Sara og Sólveig sitja eftir Þuríður Erla Helgadóttir var 24 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins. Þuríður var á flottu skriði, endaði í fimmta sæti síns riðils og endaði yfir heildina litið í 15. sæti á undanúrslitamótinu. Hún mun því ekki taka þátt á heimsleikunum í ágúst Ragnheiður Sara 40 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins og hún ætlaði ekki að enda mótið á rólegu nótunum. Sara var virkilega öflug í lokagreininni allt fyrir lokaumferð hennar en þar fataðist henni flugið. Þegar allir riðlar voru frá var ljóst að Sara myndi enda í 19.sæti mótsins. Hún verður því ekki á meðal keppenda á heimsleikum Crossfit í ágúst en hún hefur í tvígang unnið bronsverðlaun á leikunum, árin 2015 og 2016 Sólveig Sigurðardóttir, sem tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrra í fyrsta skipti, tókst því miður ekki að tryggja sér farmiða á leikana þetta árið. Sólveig getur þó verið stolt af sinni framgöngu um helgina en best náði hún að enda í níunda sæti og var það í fjórðu grein mótsins. Þá endaði hún, í heildina litið, í 24. sæti á mótinu. Seinna í dag verður það síðan ljóst hvort að Björgvin Karl Guðmundsson sláist í för með Annie Mist og tryggi sér sæti á heimsleikunum.
CrossFit Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira