Lífið

Söng­kona The Girl from Ipa­nema er látin

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Gilberto hlaut Grammy verðlaun árið 1963 fyrir lag ársins.
Gilberto hlaut Grammy verðlaun árið 1963 fyrir lag ársins. Getty/Donaldson Collection

Brasilíska bossa nova söngkonan Astrud Gilberto er látin 83 ára að aldri. Gilberto er best þekkt fyrir að hafa sungið lagið The Girl from Ipanema.

„Hún var frumkvöðull og sú besta. 22 ára gaf hún ensku útgáfu Girl from Ipanema rödd og hlaut alþjóðlega frægð,“ segir Sofia Gilberto, barnabarn hennar, í Instagram færslu þar sem hún greinir frá andláti söngkonunnar. 

Lagið The Girl from Ipanema hlaut Grammy verðlaun árið 1963 fyrir lag ársins. Gilberto söng það inn á plötu tónlistarmannanna Stan Getz og João Gilberto, eiginmanns hennar.

Ferill Gilberto spannaði um fimmtíu ár. Með frægustu plötum hennar má nefna The Astrud Gilberto album, Astrud Gilberto Now og Beach Samba.


Tengdar fréttir

Ray Ste­ven­son látinn

Breski leikarinn Ray Ste­ven­son er látinn, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjón­varps­þátta­seríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvik­mynda­seríanna Thor og Divergent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.