Leikmennirnir eru meðal annars sakaðir um að biðja andstæðinga um að svindla og hagræða úrslitum með veðmálum á leiki.
Meðal þeirra sem fengu bann voru Yan Bingtao, sem vann Masters mótið fyrir tveimur árum, og fyrrverandi sigurvegari á breska meistaramótinu, Zhao Xintong.
Þyngstu refsingarnar fengu samt Liang Wenbo og Li Hang. Þeir voru báðir dæmdir í lífstíðarbann af alþjóðlega snókersambandinu. Þá þurfa þeir að greiða væna sekt.
Allir tíu leikmennirnir hafa frest til 20. júní til að áfrýja úrskurði Alþjóða snókersambandsins.