Bónorðið eins og úr bíómynd Íris Hauksdóttir skrifar 11. júní 2023 07:00 Tara Sif og Elfar nýgift og hamingjusöm í Vegas en þau trúlofuðu sig með ævintýralegum hætti og stefna að brúðkaupsveislu á Ítalíu síðar á þessu ári. Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir trúlofaðist ástmanni sínum Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingi, í lok árs 2021. Parið gifti sig svo í Vegas nokkrum mánuðum síðar en þau stefna á að halda veglega veislu á Ítalíu fyrir vini og ættingja í haust. Tara Sif stendur í ströngu við brúðkaupsundirbúning um þessar mundir enda styttist óðum í stóra daginn. Spurð hvernig bónorðið hafi verið segir Tara það hafi verið með rómantískasta móti. „Við Elfar vorum búin að vera saman í tæp tíu ár þegar hann bað mín. Ég get ekki sagt að hann sé rómantískur að eðlisfari en bónorðið var eins og klippt úr bíómynd. Við höfðum skipurlagt fun-day þar sem planið var frekar opið. Allt í einu vorum við komin um borð í þyrlu sem lenti með okkur á Kistufelli í miðju sólsetri þar sem hann bað mín. Eftir það fórum við á Fjöruborðið og gistum svo í einu af lúxus kúlutjöldunum sem staðsett eru á Suðurlandi.“ Elfar reyndist að sögn Töru óvenju rómantískur þegar kom að bónorðinu en hann skipurlagði óvissudag sem endaði með þyrluflugi.aðsend Fimm mánuðum síðar fór parið til Vegas ásamt vinafólki sínu. Þar tóku þau skyndiákvörðun um að gifta sig en komust fljótt að þeirri staðreynd að svo gifting sé lögleg þurfi verðandi brúðhjón að mæta á hráa og óspennandi skrifstofu á vegum sýslunnar. „Þetta var ekki heillandi tilhugsun, að sækja um leyfi og sverja þennan eið með hægri hendur uppréttar til staðfestingar um að allar upplýsingar sem við hefðum sett á eyðublöðin væru sannar. Við létum okkur samt hafa það og fórum að því loknu í kapelluna sem við höfðum bókað samdægurs en hún var með frábærar umsagnir samkvæmt Google. Eitt stórt kattaþema Þegar við svo mættum í þessa litlu, litríkru kapellu, sem reyndist vera staðsett í útiverslunarmiðstöð, fékk ég vægt áfall því ég hafði ímyndað mér þessa upplifun á annan hátt. Eftir athöfnina var okkur tilkynnt að kampavínsflaska biði okkar á veitingarstaðnum sem staðsettur var á efri hæðinni. Þegar þangað var komið sáum við að þetta var karioki staður undir nafninu Cat´s Meow en eins og nafnið gaf til kynna var mikið kattarþema allsráðandi.“ Tara Sif á katta karíókístaðnum Cat´s meow.aðsend Þegar nýgiftu hjónin héldu að kisu karíókíið gæti ekki toppað sig kom í ljós að einungis væri hægt að fá plastglös með kampavíninu. „Þessi staður var ákveðin upplifun út af fyrir sig. Ég get þó ekki sagt að ég mæli með honum,“ segir Tara Sif og hlær. Talan 11 í sérstöku uppáhaldi Bæði sáu þau fyrir sér að halda brúðkaupsveisluna erlendis og eyddu ófáum klukkustundum í rannsóknarvinnu á Netinu, án árangurs. „Við áttum bókaða ferð til Rómar í október á síðasta ári og ákváðum að athuga hvort við kæmum ekki auga á fallega staði þar enda tilvalið að nýta ferðina.“ Tara og Elfar með fallega útsýnið yfir Castel Gandolfo þar sem veislan mun fara fram.Aðsend Eftir mikla leit fann Elfar stað sem hvarf ekki úr huga hans. „Við gerðum okkur því ferð að litla bænum Castel Gandolfo. Þar fengum við ítarlega skoðunarferð um svæðið og heilluðumst svo mjög að við bókuðum á staðnum. Við hefðum ekki mátt vera seinni til því staðurinn var nánast uppbókaður út árið,“ segir Tara og ítrekar að Ítalinn sé töluvert skipulagðari þegar kemur að brúðkaupsundirbúningi en Íslendingar. „Bónusinn í þessu öllu saman var þó sá að geta bókað 11. ágúst því sonur okkar fæddist 11. febrúar. Talan 11 er því í sérstöku uppáhaldi.“ Treystum á að golan haldi öllum svölum, þokkalega þurrum og vonandi myndavænum Staðurinn sem um ræðir situr nokkuð hátt yfir sjávarmáli og skartar gullfallegu útsýni yfir nærliggjandi vatn. Brúðhjónin treysta því á að hafgolan haldi öllum svölum, þokkalega þurrum og vonandi nokkuð myndavænum. „Eftir að hafa bókað fengum við að vita að leikarinn Giacomo Gianniotti, þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Deluca í sjónvarpsþáttunum Grey´s Anatomy, gifti sig hér fyrir nokkrum árum. Mér finnst skemmtileg staðreynd.“ Brúðkaupið verður haldið hér en staðurinn sem um ræðir situr nokkuð hátt yfir sjávarmáli og skartar gullfallegu útsýni yfir nærliggjandi vatn.aðsend Spurð um kosti þess að gifta sig erlendis nefnir Tara hvað helst létti þess að þurfa ekki að skipurleggja of mikið. „Oftast fylgir brúðkaupsplanari staðnum. Eina hlutverk okkar brúðhjónanna er að taka ákvarðanir. Það er að segja velja hvað við viljum úr tilbúnum bæklingum. Því fylgir reyndar alveg valkvíði, en hann hvílir ekki eins þungt og ef við værum að gera þetta sjálf hér heima.“ Það reyndist þó ákveðið vandamál í ferli þeirra Töru og Elfars þegar í ljós kom að brúðkaupsplanarinn þeirra skyldi ekki ensku. „Já það var ákveðið vandamál sem henni hefur þó tekist að leysa með túlk þegar að myndsímtölum kemur en engu að síður skrítinn upplifun,“ segir Tara og brosir. Tara Sif og Elfar eru í óða önn að undirbúa brúðkaupsveislu sína. aðsend Brá í brún þegar enginn bjór var í boðinu Parinu brá heldur betur í brún þegar þau lögðust yfir matar og drykkjarlistann og sáu að þar var engan bjór að fá. „Þegar við skoðuðum það áfengi sem var innifalið kom í ljós að hvergi var minnst á bjór. Eftir að hafa spurst fyrir kom á daginn að bjór er aldrei drukkinn í ítölskum brúðkaupum. Fólk heldur sig við vínið en við bentum okkar fólki góðfúslega á að endurskoða slíkt þegar von væri á rúmlega 100 bjórþyrstum Íslendingum. Miðað við verðmiðann sem Ítalinn setti á hvern og einn bjór gætu gestirnir þó þurft að láta sér vínið frekar nægja.“ Tara og Elfar ástfangin á Ítalíu við undirbúning brúðkaupsins. Aðsend Hingað til hefur okkur liðið eins og við séum að fá nokkuð mikið fyrir peninginn, en þarna leið okkur fyrst eins og slengt hefði verið íslenskum verðum í andlitin á okkur. Tara segir kosti þess að halda brúðkaup utan landsteinanna fjöldamarga en þó leynist gallar líka inn á milli. „Við sáum fljótlega fram á að við myndum tæplega fá allt okkar besta fólk út til okkar enda talsvert meira umstang en hálfur dagur heima á Íslandi. Forföllin óumflýjanleg Við gerðum okkur því strax grein fyrir því að forföll væru óumflýjanleg. Okkur til undrunar hafa forföllin þó verið færri en við óttuðumst og flestir virðast sjá sér fært að koma og gleðjast með okkur. Þar á meðal nokkrar kasóléttar konur. Sex af mínum bestu vinkonum eignuðust barn á fyrri hluta þessa árs og eiga því erfiðara með að láta sig hverfa erlendis í nokkra daga sem við skiljum auðvitað vel.“ Örstuttu eftir að Elfar bar bónorðið fram á toppi Kistufells. aðsend Athöfnin og veislan verða haldin á sama stað. Athöfnin í garðinum fyrir framan húsið, fordrykkur á veröndinni fyrir aftan og maturinn svo inni. Heppilega vill svo til að í næsta garð er lítið hótel í eigu sömu aðilla sem parið tók á leigu fyrir brúðkaupsgesti sína. „Stór hluti gestanna flýgur út í sama fluginu svo það stefnir allt í mjög skemmtilega flugferð, þrátt fyrir að ónefnt flugfélag hafi reynt að skemma samkvæmið með ört hækkandi miðaverði. Planið er að smala hópnum saman í teiti í Róm daginn eftir enda ómögulegt að dröslast alla þessa leið fyrir eina kvöldstund.“ Rétti kjóllin reyndist lengi að koma í leitirnar Þegar talið berst að brúðarkjónum segist Tara vera með hálfgert meira próf þegar kemur að netkaupum. Því hafi fátt annað komið til greina. „Ég bjóst við því að leitin yrði einföld þar sem ég hafði ákveðna mynd af kjólnum í huganum. Vinkona mín sem hafði gift sig í fyrra hvatti mig þó til að byrja strax að leita. Ég hló og fannst óþarfi að byrja svo snemma enda væru margir mánuðir til stefnu. Ég hefði betur hlustað á hana því eftir margra vikna netleit og stöðugar spurningar um hvort kjóllinn væri fundinn var ég engu nær. Ég gafst að lokum upp á netleitinni og bókaði tíma í Loforð, brúðarkjólaverslun þar sem Ásdís tók á móti mér. Ég tilkynnti henni strax að ég væri sennilega með frekar óraunhæfar væntingar, líklega væri ég bara að leita að kjól sem ég kæmi svo til með að breyta. Eftir að hafa reynt að lýsa kjólnum sem ég sá fyrir mér rétti Ásdís mér fimm kjóla. Elfar hafði töluvert minna fyrir því að finna réttu fötin fyrir stóra daginn en Tara er þakklát Loforði fyrir að hafa græjað rétta kjólinn í tæka tíð. aðsend Eftir að hafa prófað kjól númer tvö fann ég að hann var sá rétti. Örskömmu síðar var búið að panta hann í minni stærð og ég gat gengið út alsæl út úr búðinni. Elfar trúði mér alls ekki þegar ég hringdi og sagðist vera komin með kjólinn. Hann sá eflaust fyrir sér að ég yrði enn að leita að honum mánuði fyrir brúðkaup því þetta gekk svo illa þangað til Loforð reddaði mér og geðheilsunni minni. Leitin að réttu jakkafötunum olli Elfar hins vegar töluvert minna stressi. Hann þurfti ekki nema eina ferð í Suitup Reykjavík og þá var alls heila dressið klárt. Frekar ósanngjarnt ef þú spyrð mig en ætli boðskapur sögunnar sé ekki einna helst sá að stelpur, þið eruð aldrei of snemma í því að byrja að skoða kjóla.“ Brúðkaup Ástin og lífið Tengdar fréttir Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið. 5. janúar 2022 14:01 Giftu sig með sælgætishringum í Las Vegas Danskennarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir og lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson eru orðin hjón. Parið gifti sig í skrautlegri kapellu í borginni Las Vegas fyrr á árinu. 12. september 2022 16:20 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Tara Sif stendur í ströngu við brúðkaupsundirbúning um þessar mundir enda styttist óðum í stóra daginn. Spurð hvernig bónorðið hafi verið segir Tara það hafi verið með rómantískasta móti. „Við Elfar vorum búin að vera saman í tæp tíu ár þegar hann bað mín. Ég get ekki sagt að hann sé rómantískur að eðlisfari en bónorðið var eins og klippt úr bíómynd. Við höfðum skipurlagt fun-day þar sem planið var frekar opið. Allt í einu vorum við komin um borð í þyrlu sem lenti með okkur á Kistufelli í miðju sólsetri þar sem hann bað mín. Eftir það fórum við á Fjöruborðið og gistum svo í einu af lúxus kúlutjöldunum sem staðsett eru á Suðurlandi.“ Elfar reyndist að sögn Töru óvenju rómantískur þegar kom að bónorðinu en hann skipurlagði óvissudag sem endaði með þyrluflugi.aðsend Fimm mánuðum síðar fór parið til Vegas ásamt vinafólki sínu. Þar tóku þau skyndiákvörðun um að gifta sig en komust fljótt að þeirri staðreynd að svo gifting sé lögleg þurfi verðandi brúðhjón að mæta á hráa og óspennandi skrifstofu á vegum sýslunnar. „Þetta var ekki heillandi tilhugsun, að sækja um leyfi og sverja þennan eið með hægri hendur uppréttar til staðfestingar um að allar upplýsingar sem við hefðum sett á eyðublöðin væru sannar. Við létum okkur samt hafa það og fórum að því loknu í kapelluna sem við höfðum bókað samdægurs en hún var með frábærar umsagnir samkvæmt Google. Eitt stórt kattaþema Þegar við svo mættum í þessa litlu, litríkru kapellu, sem reyndist vera staðsett í útiverslunarmiðstöð, fékk ég vægt áfall því ég hafði ímyndað mér þessa upplifun á annan hátt. Eftir athöfnina var okkur tilkynnt að kampavínsflaska biði okkar á veitingarstaðnum sem staðsettur var á efri hæðinni. Þegar þangað var komið sáum við að þetta var karioki staður undir nafninu Cat´s Meow en eins og nafnið gaf til kynna var mikið kattarþema allsráðandi.“ Tara Sif á katta karíókístaðnum Cat´s meow.aðsend Þegar nýgiftu hjónin héldu að kisu karíókíið gæti ekki toppað sig kom í ljós að einungis væri hægt að fá plastglös með kampavíninu. „Þessi staður var ákveðin upplifun út af fyrir sig. Ég get þó ekki sagt að ég mæli með honum,“ segir Tara Sif og hlær. Talan 11 í sérstöku uppáhaldi Bæði sáu þau fyrir sér að halda brúðkaupsveisluna erlendis og eyddu ófáum klukkustundum í rannsóknarvinnu á Netinu, án árangurs. „Við áttum bókaða ferð til Rómar í október á síðasta ári og ákváðum að athuga hvort við kæmum ekki auga á fallega staði þar enda tilvalið að nýta ferðina.“ Tara og Elfar með fallega útsýnið yfir Castel Gandolfo þar sem veislan mun fara fram.Aðsend Eftir mikla leit fann Elfar stað sem hvarf ekki úr huga hans. „Við gerðum okkur því ferð að litla bænum Castel Gandolfo. Þar fengum við ítarlega skoðunarferð um svæðið og heilluðumst svo mjög að við bókuðum á staðnum. Við hefðum ekki mátt vera seinni til því staðurinn var nánast uppbókaður út árið,“ segir Tara og ítrekar að Ítalinn sé töluvert skipulagðari þegar kemur að brúðkaupsundirbúningi en Íslendingar. „Bónusinn í þessu öllu saman var þó sá að geta bókað 11. ágúst því sonur okkar fæddist 11. febrúar. Talan 11 er því í sérstöku uppáhaldi.“ Treystum á að golan haldi öllum svölum, þokkalega þurrum og vonandi myndavænum Staðurinn sem um ræðir situr nokkuð hátt yfir sjávarmáli og skartar gullfallegu útsýni yfir nærliggjandi vatn. Brúðhjónin treysta því á að hafgolan haldi öllum svölum, þokkalega þurrum og vonandi nokkuð myndavænum. „Eftir að hafa bókað fengum við að vita að leikarinn Giacomo Gianniotti, þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Deluca í sjónvarpsþáttunum Grey´s Anatomy, gifti sig hér fyrir nokkrum árum. Mér finnst skemmtileg staðreynd.“ Brúðkaupið verður haldið hér en staðurinn sem um ræðir situr nokkuð hátt yfir sjávarmáli og skartar gullfallegu útsýni yfir nærliggjandi vatn.aðsend Spurð um kosti þess að gifta sig erlendis nefnir Tara hvað helst létti þess að þurfa ekki að skipurleggja of mikið. „Oftast fylgir brúðkaupsplanari staðnum. Eina hlutverk okkar brúðhjónanna er að taka ákvarðanir. Það er að segja velja hvað við viljum úr tilbúnum bæklingum. Því fylgir reyndar alveg valkvíði, en hann hvílir ekki eins þungt og ef við værum að gera þetta sjálf hér heima.“ Það reyndist þó ákveðið vandamál í ferli þeirra Töru og Elfars þegar í ljós kom að brúðkaupsplanarinn þeirra skyldi ekki ensku. „Já það var ákveðið vandamál sem henni hefur þó tekist að leysa með túlk þegar að myndsímtölum kemur en engu að síður skrítinn upplifun,“ segir Tara og brosir. Tara Sif og Elfar eru í óða önn að undirbúa brúðkaupsveislu sína. aðsend Brá í brún þegar enginn bjór var í boðinu Parinu brá heldur betur í brún þegar þau lögðust yfir matar og drykkjarlistann og sáu að þar var engan bjór að fá. „Þegar við skoðuðum það áfengi sem var innifalið kom í ljós að hvergi var minnst á bjór. Eftir að hafa spurst fyrir kom á daginn að bjór er aldrei drukkinn í ítölskum brúðkaupum. Fólk heldur sig við vínið en við bentum okkar fólki góðfúslega á að endurskoða slíkt þegar von væri á rúmlega 100 bjórþyrstum Íslendingum. Miðað við verðmiðann sem Ítalinn setti á hvern og einn bjór gætu gestirnir þó þurft að láta sér vínið frekar nægja.“ Tara og Elfar ástfangin á Ítalíu við undirbúning brúðkaupsins. Aðsend Hingað til hefur okkur liðið eins og við séum að fá nokkuð mikið fyrir peninginn, en þarna leið okkur fyrst eins og slengt hefði verið íslenskum verðum í andlitin á okkur. Tara segir kosti þess að halda brúðkaup utan landsteinanna fjöldamarga en þó leynist gallar líka inn á milli. „Við sáum fljótlega fram á að við myndum tæplega fá allt okkar besta fólk út til okkar enda talsvert meira umstang en hálfur dagur heima á Íslandi. Forföllin óumflýjanleg Við gerðum okkur því strax grein fyrir því að forföll væru óumflýjanleg. Okkur til undrunar hafa forföllin þó verið færri en við óttuðumst og flestir virðast sjá sér fært að koma og gleðjast með okkur. Þar á meðal nokkrar kasóléttar konur. Sex af mínum bestu vinkonum eignuðust barn á fyrri hluta þessa árs og eiga því erfiðara með að láta sig hverfa erlendis í nokkra daga sem við skiljum auðvitað vel.“ Örstuttu eftir að Elfar bar bónorðið fram á toppi Kistufells. aðsend Athöfnin og veislan verða haldin á sama stað. Athöfnin í garðinum fyrir framan húsið, fordrykkur á veröndinni fyrir aftan og maturinn svo inni. Heppilega vill svo til að í næsta garð er lítið hótel í eigu sömu aðilla sem parið tók á leigu fyrir brúðkaupsgesti sína. „Stór hluti gestanna flýgur út í sama fluginu svo það stefnir allt í mjög skemmtilega flugferð, þrátt fyrir að ónefnt flugfélag hafi reynt að skemma samkvæmið með ört hækkandi miðaverði. Planið er að smala hópnum saman í teiti í Róm daginn eftir enda ómögulegt að dröslast alla þessa leið fyrir eina kvöldstund.“ Rétti kjóllin reyndist lengi að koma í leitirnar Þegar talið berst að brúðarkjónum segist Tara vera með hálfgert meira próf þegar kemur að netkaupum. Því hafi fátt annað komið til greina. „Ég bjóst við því að leitin yrði einföld þar sem ég hafði ákveðna mynd af kjólnum í huganum. Vinkona mín sem hafði gift sig í fyrra hvatti mig þó til að byrja strax að leita. Ég hló og fannst óþarfi að byrja svo snemma enda væru margir mánuðir til stefnu. Ég hefði betur hlustað á hana því eftir margra vikna netleit og stöðugar spurningar um hvort kjóllinn væri fundinn var ég engu nær. Ég gafst að lokum upp á netleitinni og bókaði tíma í Loforð, brúðarkjólaverslun þar sem Ásdís tók á móti mér. Ég tilkynnti henni strax að ég væri sennilega með frekar óraunhæfar væntingar, líklega væri ég bara að leita að kjól sem ég kæmi svo til með að breyta. Eftir að hafa reynt að lýsa kjólnum sem ég sá fyrir mér rétti Ásdís mér fimm kjóla. Elfar hafði töluvert minna fyrir því að finna réttu fötin fyrir stóra daginn en Tara er þakklát Loforði fyrir að hafa græjað rétta kjólinn í tæka tíð. aðsend Eftir að hafa prófað kjól númer tvö fann ég að hann var sá rétti. Örskömmu síðar var búið að panta hann í minni stærð og ég gat gengið út alsæl út úr búðinni. Elfar trúði mér alls ekki þegar ég hringdi og sagðist vera komin með kjólinn. Hann sá eflaust fyrir sér að ég yrði enn að leita að honum mánuði fyrir brúðkaup því þetta gekk svo illa þangað til Loforð reddaði mér og geðheilsunni minni. Leitin að réttu jakkafötunum olli Elfar hins vegar töluvert minna stressi. Hann þurfti ekki nema eina ferð í Suitup Reykjavík og þá var alls heila dressið klárt. Frekar ósanngjarnt ef þú spyrð mig en ætli boðskapur sögunnar sé ekki einna helst sá að stelpur, þið eruð aldrei of snemma í því að byrja að skoða kjóla.“
Brúðkaup Ástin og lífið Tengdar fréttir Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið. 5. janúar 2022 14:01 Giftu sig með sælgætishringum í Las Vegas Danskennarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir og lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson eru orðin hjón. Parið gifti sig í skrautlegri kapellu í borginni Las Vegas fyrr á árinu. 12. september 2022 16:20 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið. 5. janúar 2022 14:01
Giftu sig með sælgætishringum í Las Vegas Danskennarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir og lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson eru orðin hjón. Parið gifti sig í skrautlegri kapellu í borginni Las Vegas fyrr á árinu. 12. september 2022 16:20